Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 13
lagi í plasthulstri). Á þá eru hýbýlin og almenningsgang- brautirnar hengt. Hver turn mundi með 150 þús. lestum af jámi, aluminium og plasti kosta 45 miMjarða franka (gamlir frankar) skv. nútímaverðlagi. Grunnurinn er 450 þús. ferm. Þessi bygging mundi ekki vera að ráði dýrari tilsvarandi bygg- ingu með gamla laginu. Borgarturnarnir munu liggja á línu frá norðri til suðurs og ná frá Aubervilliers til Kremlin-Bicetre. Aðrir yrðu reistir á Montesson-sléttunni fyrir norðan Vésinet. Hérna sjást turnar 21. aldarinnar frá Vin- cennesskógi, eins og þeir mundu líta út með hliðsjón af Eiffelturninum (frá 1899). Turnarnir setja nýjan blæ á borgarlífið. Ibúarnir fara ekki þaðan nema örsjaldan, því innan vébanda hvers turns hafa þeir heimili sitt, starfssvið sitt og alla möguíeika til dægradvalar. Á hverri hæð verður komið fyrir verzlunum, göngubrautum og nýtízku- legum og sérstaklega sköpuðum listaverkum, eða þá gömlum, sem sett eru upp á turnana til að gefa þeim nýtt gjildi. Mjlli hverra fimm hæða Iíggur hreyfistigi og milli hverra 15 hæða gengur hraðlest. Hinn geysiöri vöxtur stórborga heims- ins er eitt af mestu vandamálum sem við blasa. Borgirnar vaxa svo hratt, að menn sjá þegar fram á hreinustu vandræði og er jafnvel víða orðið öngþveiti t.d. hvað umferð snertir. Tökum París sem dæmi: París hefur vaxið á 100 árum úr 2ja milljóna borg í 8,5 milljóna borg og hef- ur þessi viðbót hlaðizt óreglulega og næst- um skipulagslaust utan á hina gömlu, sögufrægu miðborg. Á hverjum morgni leita 4 milljónir manna úr hinum svo- kölluðu „svefnhúsum" úthverfanna til vinnu sinnar í miðborginni eða til að njóta þess sem París hefur upp á að bjóða. Þetta fólk finnur sannarlega fyrir ókostum slíkrar stórborgar, hraðanum, flýtinum og stöðugri taugaspennu, löng- um og þreytandi ferðum á milli og troðn- ingnum sem þeim fylgja. Auk þess tap- ast daglega 4 millj. vinnu- eða hvíldar- stundir í Parísarborg. Á ári hverju eru byggðar 350 þúsund íbúðir í París, flestar í úthverfunum. Bíl- ar eru nú 1,6 milljónir talsins og fer svo ört fjölgandi að eftir 10 ár munu gömlu göturnar ekki geta tekið við bílamergð- inni, hvað þá að rúm verði til að leggja bíl nokkurs staðar. Og hvernig fer þetta svo? Búizt er við að árið 2000 verði íbú- ar borgarinnar orðnir a.m.k. 12 milljónir, en líklega þó nær 16 milljónum. Borgar- yfirvöldin hafa undanfarin ár verið að vinna að skipulagi til að lagfæra verstu annmarkana á borginni. En dugar það? Ekki álítur Paul Maymont, arkitekt það. Hann telur, ef stórborgarlífið á að verða þolanlegt, veðri bylting að verða á skipu- lagi borgarinnar og lífsháttum. Paul Maymont er 37 ára garnall fransk- ur arkitekt og hann telur sig hafa fund- ið lausn á því, að í borgum framtíðar- innar verði það eintóm ánægja að fara ferða sinna, leikur að leysa störf sín af hendi og yfirleitt verði orðið búandi þar. Hér á eftir verða hugmyndir hans um end- urskipulag Parísar kynntar. E.t.v. virðist lesendum áform hans uppi í skýjunum, óframkvæmanleg eða þá snjöll, en þau eru a.m.k. rökræn, nákvæmlega unnin og hrein bylt- ing í húsagerðarlist. Hann er búinn að vinna lengi að þeim og mun halda því áfram, enda þarf hann ekki að hafa fjárhagsáhyggjur, þar eð hann erfði föður sinn, sem var bankastjóri og vopnaverksmiðju- eigandi. Maymont fékk fyrstu hugmyndina í Tokyo, sem stendur við sjóinn og hefur ekkert rými til að færa út kvíarnar. Um það leyti sem Paul Maymont dvaldi þar, lögðu borgaryfirvöldin þetta vandamál fyrir arkitekta. Maymont kom með þá lausn að reistar yrðu byggingar á sjónum, þær tengdar með hengibrúm og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af rúmleysi framar Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.