Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 7
Ég skil heldur ekki hvers veg'na hún sendir okkur þetta bréf, í staðinn fyrir að senda það beint til Húsmæðraskólans. Og það er einfaldast af öllu. Síminn hjá Húsmæðraskóla Reykjavíkur er 11578. Hrædd við krabbamein.. Það hefur mikið verið talað um krabbameinshættu af sígarettu- reykingum undanfarið, og vafa- laust ekki að ástæðulausu. Fjöldi manna hefur tekið þetta alvar- lega að vonum, og er nú farinn að reykja pípu eða vindla. En það er dálítið erfitt um vik hjá mér, vegna þess að ég er kvenmaður, og kann ekki beint við að vera með vindil eða pípu í munninum á almannafæri. Ég hefi reykt nokkuð lengi sígar- ettur, en vil gjaman breyta til, en finnst það fjandi hart að þurfa að hætta alveg, bara af því að ég er kvenmaður og get ekki reykt pípu. Hvað á ég að gera? Dóra. --------Ég samhryggist þér innilega, Dóra mín. Þetta er voðalegt ástand að vera kven- maður nú á timum. í fljótu bragði sé ég ekki margar lausnir á mál- inu, en ég veit að sumt kvenfólk er farið að reykja litla „dömu- vindla“ upp á síðkastið, en enga hefi ég séð með slíkt úti á götu. Sumar eru Síka famar að reykja pípu — heima hjá sér. Við skul- um bara vona þín vegna að það fari að verða almennt, að kven- fálk reyki pípu hvar sem er. Nú — en svo sé ég engar aðr- ar Ieiðir, nema þá að hætta alveg að reykja — eða taka í nefið. Þröng á safninu... Kæri Póstur! Það er ekki oft, sem ég kem á Landsbókasafnið, en þó kemur það fyrir. En ég lendi alltaf í vandræðum, þegar ég er búinn að ná mér í bók, og ætla að fá mér sæti, því að hvert einasta borð i salnum er undartekning- arlaust fullt af allskonar bók- um og blöðum, þótt að í salnum séu kannske 5—10 manns. Hin borðin eru sýnilega frátekin, og maður veit ekkert hvar maður á að setjast, því hver veit nema sá, sem er með bækurnar sínar þar, komi inn hvenær sem er, og heimti sitt sæti. Ég kom þarna oft í gamla daga, og raunar fyrir örfáum árum síð- an. Þá þekktist þetta ekki, og allar bækur voru teknar af borð- unum í hvert sinn, nema kannske í einstaka tilfellum, þar sem vís- indamenn voru að vinna að ein- hverju sérstöku verki. Það getur vel verið að þetta sé nauðsynlegt að hafa þetta svona. Eg ætla ekki að dæma um það. En ef svo er, þá vantar fleiri borð, stærri sal eða eitthvað af- drep fyrir þá, sem koma þama aðeins einstöku sinnum. Hverju sætir þetta breytta ástand eigin- lega? Gunnar Sv. --------Ég er hræddur um að þetta sé að einhverju leyti skipu- lagsleysi að kenna. Það er altveg rétt, sem þú segir, að þarna er ekki orðið fýsilegt að koma, til að blaða í bók. Ég trúi því ekki að öll borðin þurfi að vera und- irlögð dag eftir dag, og alls ekki rétt, því með þessu móti eru borðin orðin einhverskonar prívatborð fyrir einstaklinga. Sæmitegra væri að taka af þeim flestum á kvöldin, og þá að geyma bækurnar fyrir menn, á einhverjum góðum stað, ef ástæða þykir til. Þetta sýnist mér vera ástæða til að lagfæra á einhvern hátt. Of mjó... Kæra Vika! Maður er alltaf að lesa í aug- lýsingum, hvernig maður eigi að fara að því að megra sig. En eru ekki einhver ráð líka til að fita sig? Það er nú svo að ég er alltof mjó. Samt borða ég alveg eins mikið (og jafnvel meira) en aðrir, sem eru miklu feitari. Eru ekki einhver ráð til við þessu? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Vala. P.S. Ég ætlast ekki til að þessu sé svarað í spaugi eins og sum- um bréfunum, enda er mér full alvara. -----— í alvöru talað: Berðu málið undir lækni. Hann getur sagt þér, hvaða matur er fitandi. Það er ekki nóg að éta og éta, ef réttar fæðutegundir eru sett- ar hjá. Fjölskylduvandamál... Kæra Vika! Við erum tvíburasystur, 18 ára, sem búum fyrir norðan í sveit. Við höfum aldrei komið til I----------------------------- Reykjavíkur, en okkur langar mjög mikið til þess að fara þang- að. En pabbi þverneitar því alltaf og segir, að þar sé ekkert, við okkar hæfi. Svo er nefnilega mál með vexti, að bróðir okkar, sem er 21 árs nú, fór þangað, þegar hann var 17 ára, og hefur aldrei komið heim aftur úr þeirri för. Og við hérna heima höfum frétt alls konar kynjasögur um hann. Hann hefur 4 sinnum skrifað okkur, og segist vera giftur og eigi 2 börn núna í seinasta bréfi. Vinkonur okkar sem hafa allar komið til Reykjavíkur, segja okkur bara að fara og vera ekk- ert að spyrja að því. Hvað eig- um við að gera? Mína og Dóra. P.S. Ég vona að þú gefir okkur svar við þessu mikla vandamáli sem fyrst. --------Persónulega finnst mér ekki svo mikið til Reykjavíkur koma, að vert sé að stofna til heimilisófriðar norður í landi vegna hennar. Ég myndi ráð- leggja ykkur að skreppa frekar út á Krók eða til Akureyrar ein- hvem tíma, ef það spillir ekki eins miklu. Akureyri hefur senni- lega upp á fullt eins mikið að bjóða og Reykjavík, en við mæl- um nú frekar með Króknum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.