Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 14
 ' !í.-: í-ííí ' V ' * Íilli,/- ■' J í\ V Wmm lÉlÍllf ; oaSiMÍM /-:■■•:;■.■ I stórborg 21. aldarinnar Sú París, sem verður undir Signu, nær yfir 15 km svæði,. frá Charenton að Biltancourt-eyju. Þar verða 14 hæðir niður og á þeim hafa bækistöð þjónustufyrirtæki þessarar 10 millj. íbúa borgar. Til að byrja með verður dýpt Signu sjálfrar takmörkuð við 3 m, en það vatnsmagn nægir fyrir skipaumferð um fljótið. Umframvatnið (ef hækkar í ánni) taka 16 geysistór ræsi, sem komið er fyrir undir neðstu hæðinni og neðanjarðarborginni. Loftræstingartæki (lengst til hægri), í sambandi við aðalloftræstingarkerfi borgarinnar, mun sjá um að loft í göngunum endurnýist. Meðfram endilangri neðanfljótsborginni liggja hraðbraut- ir fyrir bíla (á fjórðu og níundu hæð) með 9 hliðarbraut- um, til að taka fljótt við umferðinni að aðalstöðum í París og út í sveitirnar (lengst til vinstri norðaustur úr borg- inni og lengst til hægri út á Orlyflugvöll). Þrjár efstu hæðimar verða uppteknar af aðaljárnbrautarstöðinni (sem tengir París öllum stöðvum Evrópu) og neðanjarðarlestir borgarinnar sjálfrar. Frá níundu að 12. hæð verða geysi- stór bílastæði fyrir millijón bíla og aðkeyrsla að þeim. Á stríðstímum mætti breyta þessum bílastæðum í atómvarn- arbyrgi fyrir 3 milljónir manna. Stóra svæðið í miðjunni, sem nær yfir 6 hæðir, verður Champs-Elysées eða aðal- gata borgarinnar árið 2000. Þar verða stærstu kvikmynda- húsin, fínustu veitingahúsin, bankar, lúxusvöruhúsin og garðar með gosbrunnum. Sjöunda, áttunda og níunda hæð til hægri verða notaðar fyrir dýrmætustu safngripina úr Louvre safninu (við endann á stiganum er Victoire de Samothrake), á hæðunum fyrir ofan til hægri verður komið fyrir áheyrendasal fyrir Sorbonneháskóla og lengst til vinstri ( á fyrstu og annarri hæð) lestrarsölum lands- bókasafnsins. Iþróttasalir (sundlaugar og tennisvellir o.s.frv.) verða í nánd við Champs Elysées neðanjarðar. Og að lokum munu tvær neðstu hæðirnar í þessu neðan- jarðarhýsi í nýju París hýsa aðalstöðvar varnarmála, og á neðstu hæðinni er hraðbraut fyrir herinn, eingöngu ætluð umferð herflutningatækja. Upp undir beru lofti verða Signu- bakkar, eftir að þeir eru lausir við bílaumferðina, þannig orðnir glæsilegar göngubrautir. Hinir 300 m háu turnar, sem Paul Maymont hefur ímyndað sér, mynda efri línu rammans um borgina og fara vel við þau minnismerki sem fyrir eru í París. Fljótandi Tokyo var fyrsta viðfangs- efni Maymonts. Þar hvíldu turnar á loftdýnu, sem dregur úr áhrifum af hinum tíðu jarðskjálftum. Hver turn er tengdur hinum með hengi- brúm og fljótandi hraðbrautum. Til- búnir hafnarbakkar munu gera Tokyo að stærstu hafnraborg Aust- urlanda, enda væri hægt að bæta óendanlega við þá. Myndin t. v. Maymont hefur komið forsetahöll- inni fyrir í Montesson. Hún verður hringlaga og fljótandi. Aðkoman um hengibrú, en skemmtibátar úr hin- um litla flota forsetans geta siglt inn í miðja höllina, þar sem gerður hefur verið töfragarður við vatnið úr Signu. Þegar forsetinn er heima er dregin upp svífandi höggmynd í fánalitunum þremur. O _ VIKAN 12. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.