Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 20
í ÁRBÓKUM ESPÖLÍNS SEGIR SVO UM VETURINN 1807: Sá vetr var strídr og' hard, med miklum hörkum ok var mælt frostid ad Miklabæ í Blönduhliíd 26 tröppur, eptir hitamæli Réaumurs, en einni tröppu minna í Hofsós. Þar var þá Jakob Havstein faktor. Voru hafísar svo miklir, at enginn mundi þá slíka, ok komu þá helzt med vestan átt, þeirri er laungum hafdi vid haldizt, sídan snjóa veturinn mikla, er þá var kalladr, ok verit hafdi þá fyrir 5 sumrum. Var hafþök fyrir nordan ok vestan ok austanlands, ok svo fyrir sunnan, nema nokkurt af Faxafirdi var audt. Voru þar svo mik’iir lagnadar- ísar, at ekki vard róit, en fyrir nordan land sá enginn út yfir isinn af háfjöllum, ok komu Grímseyingar á honum i land, ok inn á Akureyri, ok sögdu hafþök fyrir utan Grímsey. Lítt var þó gagn at honum, nama þat, at höfrungar nokkrir voru drepnir á Eyjafirdi, og var illt at bjarga sér um vorit, komust ok eigi skip at landinu. Var vor hart ok gördi felli mikinn á peningum í Múlasýslu, h.’lífdi þat eitt vid felli í Nordrlandi, at menn höfdu miklu skamtlegar sett á en fyrr- um, ok voru þessi ár hingat til engu betri sydra en nyrdra, en hédan af tók at skipta um þat ok hardna æ miklu meir nordanlands. ERU VEÐURFARSBREYTII AF MANNA VOLDUM 00 NÚ Á miðjum þorra var sá litli klaki, sem fyrir var í jörðu, þiðnaður mcð ö’ilu. Garðar og grasflatir hafa fengið sterkan, grænan lit svo sem sjá má á fcrsíðu blaðsins. Og ekki nóg með það; gras er sumstaðar farið að spretta verulega. Brum- krtappar hafa opnazt og blióm sprungið út í görðum. Á suður- hluta landsins er snjó aðeins að finna í giljum norðan í fjöll- um. B'á mcða er í lcftinu eins og oft verður séð suður í Evrópu á bav.stin og vorin. Þessari móðu fylgja ævinlega hlý- indi, enda eru þau dæmalaus á þessum tíma. Þegar þetta er skrifað er hitinn í Reykjavík 8 stig. Aftur á móti er 8 stiga frost í Stokkhóimi og 5 stiga frost í París. „Það er nú orðið eitthvað undarlegt með þetta blessað veðurfar". Er nokkuð að undra þótt mörgum verði slíkt að orði, eða eitthvað á þá leið. Væri hér ekki enn munur á sólargangi eftir árstíðum, mundi harla lítill munur á veðurfari vetur og sumar, eins og það hefur verið síðustu árin. Grös gróa á þorra og tré bruma á góu, og elztu menn klóra sér á bak við eyrað og eru orðnir uppgefnir á að lýsa yfir því, að þeir muni ekki annað eins. Samtímis berast svo fregnir af fá- tíðum vetrarhörkum suður í löndum. Engin furða þó að reyndu og ráðsettu fólki finnist öllu öfugt snúið og eitthvað undarlegt við þetta allt saman. En það er ekki eingöngu hér á landi, sem menn hafa orð á því að það sé eitthvað undarlega með veðurfarið. Bandarískir veðurfræðingar vita til dæmis ekki hvaðan á þá stend- ur veðrið — í bókstaflegum skilningi. „Svo öldum skiptir hefur veður- farið í vissum landshlutum hlýtt vissu lögmáli. Við getað gengið að því vísu í stórum dráttum hver yrði veðurreyndin þessa árstíð í þessu héraði; hvenær mætti gera ráð fyrir regni og hvenær fyrir þurrki, hvenær hættast yrði við fellibyljum, hvenær voraði. En nú er þessu öllu öfugt snúið. Að undanförnu hafa orðið „róttækar“ breytingar á veðurfarinu, og ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur hvar- vetna í heiminum. Staðreyndir þær, sem fyrir liggja, taka af allan vafa um það. Bandaríkin: Vetrarhörkur meiri í Suðurríkjunum en dæmi eru til; þurrkar meiri í Norðvesturríkjunum og fellibyljir tíðari í Miðvesturríkjunum en um getur áður. Veturinn í fyrra var eins- dæmi í Evrópu. Við Miðjarðarhaf: Meiri vetrarhörkur en sögur fara af áðru; tveggja feta snjór á Sikiley, þar sem aldrei hefur fest snjój í manna minnum og Tiberfljótið ísi lagt í fyrsta skiptið síðustu fimm aldirnar. Bretland: Verstu hríðarveður og stórviðri, sem sögur fara af á þessari öld. Japan: Mestu vetrarhörkur í mannaminnum . . .“ Sízt að undra þó að bandarísku veðurfræðingarnar gerist átta-' villtir. Msira að segja sjálfur yfirveðurfræðingurinn vestur þar, Jerome Namias, sá er veitir forstöðu stofnun þeirri er fæst við að gera veður- spár langt fram í tímann, hristir höfuðið, og segir, að hann hafi aldrei vitað það verra. Hvað er eiginlega að gerast? spyrja veðurfræðing- arnir og æðstu menn við ýmsar mikilvægar stofnanir í Washington, þeir sem hafa aðstöðu til að vita ýmislegt, sem allur almenningur hefur ekki einu sinni nasasjón af, tæpa á annarri spurningu, sem raunar þarf meira en meðalhugrekki til að spyrja afdráttarlaust: „Eru þessar veðurfarsbreytingar af mannavöldum, framkvæmdar vitandi vits og í ákveðnum tilgangi?“ 2Q — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.