Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 46
JUpina. Jllpina. Gefið fermingar- barninu úr, sem mó treysta, munið að biðja úrsmiðinn um JilpÍtUL Urín fást hjá Ú8*smiöum um Band allt JllpincL. saphin F E R M I N G A R skyldu. Henni hafði alltaf þótt mjög vænt um Joe frænda. — Ég hef beðið eftir yður, fröken — eftir yður og herra Chard, sagði hún áhyggjufull. — Paul sagði, að þið væruð vænt- anleg hingað á hverri stundu. Er ekkert að? —■ Þökk fyrir, Amy, okkur Hð- ur vel ... svo greip hún andann á lofti. — Er Paul hér? í feg- inleik sínum tók hún undir hand- legg Alans og leiddi hann inn í forstofuna. Paul var inni í stofunni með móður sinni. Florence frænka stóð á fætur um leið og þau komu inn og gekk til Marian. Hún tók um hendur hennar og brosti að fatnaðinum. — Kæra barn — hvílík ferð! Paul hefur sagt mér frá þessu. Marian kinkaði kolli og starði á Paul. Hún skildi hvorki upp né niður. Hvars vegna hafði hann ekki hlaupið eftir hjálp eða kall- að til hennar af bjargbrúninni? Hvernig stóð á því, að hún hafði ekki séð hann? Rifin og rykug föt hans vöktu athygli hennar og spurningar ætluðu að sprengja heila hennar, fannst henni. — Komið og fáið einn drykk, bæði, sagði Paul rólega. En hönd hnas titraði þegar hann hellti í glösin. — Þú hefur unnið þarna þrekvirki, Chard. Það var heppni, að þú skildir finna hana. — Þú hefur bjargað þér vel líka, sé ég, sagði Alan þurrlega. Paul rétti þeim glösin og benti á fötin sín. — Ég veit satt að segja ekki hvernig ég fór að því. Marian setti glasið frá sér. Hún sagði: — En Paul — þú komst þá upp, en ég heyrði ekkert frá þér. Ég hélt að þú hefðir dottið í sjóinn. ■— Ég var að því kominn að detta hvað eftir annað . . . And- lit hans var fölt og hann strauk dökkan hárlokk frá enninu. Marian sá að hann var með plást- ur á gagnauganu. ■— Ég var alltof taugaóstyrkur, til að geta hugs- að skýrt . . . Hann leit á Marian. — Það var hugsunin um þig, sem rak mig áfram. Ég vissi að flóðið mundi fara að flæða yfir sylluna þar sem þú stóðst. Ég varð að komast upp! Hann tæmdi glasið. — Ég man næstum ekk- ert meira. Það var hér um bil orðið dimmt, þegar ég komst upp. Svo lá ég þar, alveg úttaugaður. Þá sá ég bátinn og þekkti hann. Þá vissi ég að Chard mundi ná þér, Marian. Það hlýtur að hafa liðið yfir mig eftir það . . . Paul talaði hratt og skrykkjótt, eins og hann vildi ljúka frásögn- inni sem fyrst og hugsa síðan ekki meira um þessa martröð. — Ég horfði með sjónaukan- um um allt þarna, sagði Alan. — Ég sá þig ekki. — Það var mishæðótt þar sem ég lá. Það hefur sjálfsagt ekki verið auðvelt að koma auga á mig. — Þú hlýtur að hafa mikla æfingu í að klifra, sagði Alan. — í mínum augum var þetta ófært. Paul brosti dauflega. — Ég hef dálitla æfingu, en enginn óvit- laus maður mundi leggja í þetta ótilneyddur. En það var ekki um annað að ræða. Florence frænka leit aðdáunar- augum á son sinn. — Við get- um þakkað forsjóninni fyrir, að ekki varð slys af þessu, sagði hún. — Þessar ómerkilegu hum- argildrur eru ekki þess virði að stofna lífinu í hættu fyrir. Þær eru venjulegar tómar. — Þær voru tómar í dag, sagði Paul stuttur í spuna. — En ég hélt að Marian hefði gaman af að sjá, hvernig humar er veiddur. — Ég spurði þig, hvort þetta væri hættulegt, Paul, sagði Marian. — Já. En undir venjulegum kringumstæðum er það alveg hættulaust, Chard getur borið um það. — Það er alltaf hættulegt að fara út á sjó á bát, ef maður veit varla hvað maður gerir, sagði Alan. — Eða sér ekki um að hafa nógu góðan útbúnað. — Auðvitað. Ég var asni. Ég aðgætti ekki að reipið var fúið. Sáuð þið bátinn nokkurs staðar? — Nei, sagði Alan. — Það er gott, þá erum við laus við hann, sagði Florence frænka. — Ef þið farið aftur út að róa eða fiska, er kannski bezt að þið farið bara með Chard. Paul svaraði ekki, og það varð óþægileg þögn. Alan Chard stóð upp. — Ég verð að fara núna. Ég vona bara að volkið hafi engar slæmar af- leiðingar, fröken Saunders. Hann leit alvarlegur á hana. Hann fann hjá sré þörf til að vernda þessa stúlku, hún var einhver sú in- dælasta, sem hann hafði fyrir hitt. Marian spratt á fætur og sagði án þess að hugsa sig um: — Góði, farið ekki strax! Getið þér ekki . . . borðað með okkur? Framhaid í næsta blaði. ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framliald af bls. 29. meira en stundarfjórðung, sagði hún. —■ Svo að þér skuluð nota bílastæðið við Hotel Martinique. Þetta kom svo óvænt og skyndilega að Julian varð alger- lega miður sín. Hann stamaði: — H — H — Hvar? — Við Martinique. Þér kannist við það, er það ekki? Julian sagði: — Jú — ja, ég býst við að ég geti fundið það. Peggy starði á hann. Hún fann það á sér, að hún hafði einhvem veginn komið honum á kné. Hún sagði slæglega: — Þér hafið von- andi ekkert á móti því að bíða við Martinique, er það? Julian sagði og reyndi að sýn- ast eðlilegur: — Nei, auðvitað ekki, alls ekki. —• Hvers vegna brá yður þá svona hressilega, þegar ég minnt- ist á Martinique? — Endemis vitleysa. Peggy starði enn á hann. Síðan sagði hún: — Jæja, þér skuluð bíða þar. Á stundinni tólf. Hún sneri sér við og gekk inn um dyrnar á Chez Bérénice. Julian horfði á hana andartak og ók síðan niður að karlmanna- búðinni í Rue d'Antibez. Þetta var hræðilegt, hugsaði hann. Vissi hún eitthvað, eða var þetta svona einkennileg tilviljun? Hann kannaðist við sumt fólkið sem bjó á Martinique og Peggy myndi vissulega fara að gruna margt, ef hún sæi, að hann kann- aðist við það. Það tók eitthvað þrjá stundar- fjórðunga að mæla hann allan upp og reyna á honum alls kyns efni, og klukkuna vantaði svo sem 15 mínútur í tólf, þegar hann ók burt úr Rue d'Antibez. Hann ók nú í áttina til gistihússins og lagði bílnum örskammt frá því. Hann átti 15 mínútur eftir, hugs- aði hann, og enn hafði hann ekki fundið neina lausn. Gat hann beðið eftir því að Peggy kæmi í Ijós á breiðgötunni og ekið síð- an upp að henni? Nei, það var ekki hægt. Með því mundi hann bókstaflega segja henni að hann vildi ekki láta sjá sig á Mart- inique. En ef hann léti hana nú bíða og segði að hann hefði taf- ist í verzluninni? Nei, hugsaði hann, það var heldur ekki gott. En hann varð að taka eitthvað til bragðs. Julian var ennþá að velta þessu fyrir sér, þegar lausnin kom labbandi eftir breiðgötunni í mynd Carlos. Carlo sá hann veifa og flýtti sér yfir að bílnum. Julian, sagði hann, ég bjóst ekki við því að sjá þig. Hvernig gengur ykkur Matildu frænku? Julian sagði: — Það skiptir engu. Hvað ert þú að gera í Cannes? — Manstu ekki eftir þessu í morgun? Ég er að gera ýmislegt fyrir Mr. Pimm. Julian sagði: — Hlustaðu nú á. Hann sagði Carlo alla söguna. — Hvar var Peggy þegar þú keyrðir Pimmsa gamla heim til þeirra í gær? — Matilda frænka sagði Mr. Pimm að hún væri í St. Tropez með Annabelle. — Peggy hefur áreiðanlega ekki séð þig þar? Carlo yppti öxlum. —- Ekki það ég veit. — Fínt, sagði Julian, — þá er það í lagi. — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.