Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 45
urinn hafði sagt henni, að hann hefði gert erfðaskrá sína með það fyrir augum, að bæta fyrir það sem hann hafði brotið af sér gagnvart systur sinni. — Hún fór að hugsa um hvað móðir Pauls hafði sagt: — Joe frædni þinn var okkur Paul mjög góður. Við vorum ekki náin skyldmenni hans, og ég er hon- um þakklát fyrir allt, sem hann gerði fyrir okkuj. Auðvitað flytjum við héðan. Það er kom- inn tími til að þú setjist einhvers staðar að um kyrrt, það kemur vel undir þig fótunum . . . En Marian hafði mótmælt henni. Henni kom þetta undarlega fyrir sjónir. Hún gat ekki skilið hvers vegna Joe frændi hafði ekki ver- ið örlátari við konu frænda síns. Florence frænka hafði hugsað um hann síðustu árin. Hún hefði þó átt að erfa að minnsta kosti húsið. — Hann var einmana, sagði Alan Ghard. — Heyrðuð þér aldrei neitt frá honum? — Nei, sagði Marian hugsandi. Hún hafði aldrei frétt neitt. En hún hafði séð auglýsingu mála- færslumannsins í blöðunum um það leyti og leikferðinni lauk. — Þó að hann hefði skrifað mér, er ekki víst að ég hefði fengið bréfin, sagði hún. — Ég hafði aldrei neitt fast heimilis- fang. — Nei, þannig hefur legið í því, sagði Alan Chard. — Þér voruð við leikhúsið, var það ekki? Hann sýndi mér einu sinni mynd af yður. Hún var í viku- blaði. Hann var mjög stoltur af yður. Marian fékk kökk í hálsinn. Henni hafði ekki gengið vel. Hún hafði aldrei komizt lengra en að leika með þriðja flokks leik- flokki. Þess vegna hafði hún aldrei sett sig í samband við Joe frænda. Ef til vill var það einmitt þess vegna, að hann var stoltur af henni. Hvort henni gekk vel eða illa var ekki aðal- atriðið, heldur hitt, að hún bjarg- aði sér sjálf. Hún færði sig nær Alan, svo að rödd hennar drukknaði ekki í mótordrununum. — Hvernig vildi það til? Slysið, sem henti Joe frænda, á ég við. Hann leit undrandi á hana. Báturinn hallaðist skyndilega og hann lagði handlegginn vernd- andi um axlir henni. — Hefur Paul ekki sagt yður það? — Hann hefur sagt mér það sem hann veit. Það hafði verið þoka á sjónum. Joe frændi hafði verið að sinna áhugamáli sínu, stjörnufræðinni, úti í turninum allan eftirmiðdaginn Það kvöld líom hann ekki heim. Lík hans rak á land þremur dögum seinna. Það er álitið að hann hafi fallið fram af klettabrúninni á leið heim. Alan kinkaði alvarlegur kolli. — Það er það eina, sem vitað er, sagði hann. — Hafið þér séð staðinn? — Nei. Hún vætti þurrar og saltar varirnar. — Paul vlidi ekki fara með mig upp í turn- inn. — Það er ekki heppilegur stað- ur til að vera á í þoku að kvöldi til. Það setti hroll að Marian. — Var hann mjög nærsýnn? -— Já, það var hann — án gleraugna. Þau fundust brotin í turninum morguninn eftir. — Að þetta skyldi þurfa að koma fyrir einmitt þetta kvöld, sagði Marian hægt. — Einmitt þegar Paul var ekki heima og ráðskonan átti frí. Nú færðist þoka yfir landið. Hún starði út að dökkum klett- unum, en gat ekki séð ljósin frá Hill Terrace. Það lá bak við fjallsbrúnina. En hún hafði bú- izt við að sjá þar lítil ljós á hreyfingu, en svo varð ekki. Fólk vissi ekki hvert þau höfðu farið, svo að það var varla að búast við, að leitað væri að þeim á fjallinu. En væri Paul á lífi, hefði hann komizt upp og flýtt sér eftir hjálp. Þá hefði hann kom- ið aftur með kaðal og luktir og hefði sjálfsagt tekið Adams, garðyrkjumanninn, með sér. Hún hrökk við af skelfingu. — Paul er dáinn, hvíslaði hún. Vinurinn bar orð hennar út í buskann, en þau héldu áfram að hljóma í hug hennar. Hafi Alan Chard heyrt þau, lét hann ekki á neinu bera. Hann hafði ekki augun af leiðinni inn í vík- ina hjá Wichwood Creek. Þegar þau komu inn í voginn var sjór- björgunina. — Ég veit ekki hvernig ég get þakkað yður, sagði hún. — Þér hafið bjargað lífi mínu. Forsjón- in sendi yður einmitt á réttri stundu. Hann brosti, en p.ugu hans voru alvarleg. — Ó, ég var forsjón- inni bara dálítið hjálplegur. Ég fór út til að gá að yður. — Gá að mér? endurtók Mari- an ringluð. — Ég sá þegar þið fóruð út í bátnum. Ég hef aldrei haft mik- „LAIT POUR LES MAINS" ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og Hendurnar koma upp um aldurinn jafnvel á an andlitinu. Hitabrigði og heimilisstörf verSa til þess að rnýkt handanna fer minnkandi og hreinleiki þeirra hverfur og um leið merki æsku og glæsileika. Lan- caster fljótandi handáburður inniheldur sterka upplausn af Serum tissulaire og gegnir því hlutverki að styrkja húðvefina og yngja húðina. Hrukkur og drættir hverfa á höndum, olnbogum og hnjám og húðin verður mjúk og ungleg. Lancaster fljótandi handáburður er án allrar fitu og smitar því ekki snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. inn lygn og sléttur. Ljósin úr gluggum húsanna, sem stóðu dreift þarna á ströndinni, virtust bjóða hana velkomna úr því ör- væntingartómi, sem hún og Paul höfðu lagt inn í síðdegis þennan sama dag. Uppi á bryggjunni stóð opni, guli bíllinn, á sama stað og þau höfðu skilið hann eftir. Báturinn lagði að bryggj- unni. — Það er bezt að þér takið blautu fötin með yður, sagði Alan. — Ég skal aka með yður heim. Þegar hún kom aftur upp með fötin ,var hann búinn að binda bátinn. Hann hjálpaði henni upp stigann að bryggjunni. Hún sneri sér að honum. Nú gerði hún sér ljóst, að hún hafði verið svo hugsandi um eigin hag, að hún hafði ekki þakkað honum fyrir ið álit á Paul við siglingar, og þegar þið komuð ekki aftur . . . Hann yppti öxlum. — Það var fallegt af yður. — Fallegt? Hann brosti aftur. — Ég gerði bara skyldu mína gagnvart Joe frænda. Marian starði á hann, þegar hann settist við hlið hennar í bílnum. Hún spurði vantrúuð: — Joe frænda? Alan setti bílinn í gang. — Frændi yðar bað mig að gæta yðar, þegar þér kæmuð hingað. Ég lofaði því. Amy opnaði hurðina fyrir þeim. Hún var feitlagin lítil kona með hlýlegt og heiðarlegt viðmót og vingjarnleg grá augu. Hún var ein af þessu þjónustufólki gamla tímans, sem þykir vænna um hús- bændur sína en sína eigin fjöl- VIKAN 12. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.