Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 6
Svo bregðast krosstré... Kæra Vika. Ég er trúlofuð strák, sem er við framhaldsnám úti í Þýzkalandi (eða minnsta kosti stend ég i þeirri meiningu, að við séum trúlofuð). Þetta er svo svakalega góður strákur og ólíkur öllum hinum og mér fannst svo slæmt, að ég skyldi ekki fá leyfi hjá pabba og mömmu til að fara út með honum. Þau sögðu, að ég væri of ung. Hann skrifaði mér svo eldheit ástarbréf fyrstu vik- urnar, en svo fór þeim að fækka og nú eru liðnar margar vikur síðan bréf kom síðast. Hvað á ég að gera? — ------Ja, hver skollinn. Mikið svakalega er þetta góður strák- ur og ólíkur öllum hinum. Það gæti líkSega ekki hent sig, að þú hefðir bara gleymt að svara bréf- unum? ------og meiri bíó... Kæri Póstur! Geturðu sagt mér, hvað komið hefur yfir bíóin hérna hjá okk- ur? Það fer að verða tilviljun, ef þau sýna mynd klukkan sjö. I staðinn eru þau með sýningu klukkan 5 og 9 eða kannske 6 og 10 eða guð veit hvað, og teygja þessar myndir svo á langinn með aukamyndum, að þær taka meira en tvo tíma. Svo auglýsa þau hækkað verð og selja inn á 33 krónur í staðinn fyrir 22, sem það mundi kosta ef ekki væri settar svona margar aukamyndir framan við. Þetta finnst mér ekki heiðarlegt. Ég vil ekki borga 11 krónur fyrir að horfa á einhverj- ar nauðaómerkilegar fréttamynd- ir af fótbolta og handbolta úti í Bretlandi sem venjulega eru svo illa teknar, að maður verður sjóveikur. Ég fer á bíó til þess að sjá myndina, sem auglýst er, og svo er um fleiri, veit ég. Mér finnst þetta frekja og ósvífni og vona að þú takir þá vel í gegn fyrir þetta. Cinemar. --------Ljótt er, ef satt er. Mér er ekki alveg ljóst, hvaða mynd þú átt við hér, en ég fer heldur ekki á allar myndir. Trúlegt þyk- ir mér, að þetta sé aðeins tíma- bundið ástand hjá kvikmynda- húsunum, og ég vona að það verði afstaðið, þegar þetta birt- ist í blaðinu, því satt að segja er mér illa við myndir, esm taka meira en tvo tíma. Megrunarduft... Kæra Vika! Þú leysir úr allra vanda og nú langar mig til að biðja þig að gefa mér svolitlar upplýsingar. Getur þú sagt mér hvaða verzl- anir (í Reykjavík eða úti á landi) hafa mergunarduft til sölu? Það er svo leiðinlegt að vera að spyrja um svoleiðis þar sem það ekki fæst. Svo þakka ég þér fyrir allar „Vikurnar", þetta er alltaf að verða betra og betra blað hjá ykkur. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Óþekkt stærð. P.S. Hvernig er skriftin. — Ó.S. --------Ég held að það sé mik- ið þægilegra, kæra óþekkta stærð, að segja hvaða verzlanir hafa ekki til sölu megrunarlyf. Ég er nokkurn veginn viss um að þú færð þau ekki í járnvöru- verzlunum, bókabúðum og benz- ínstöðvum. En ég held alls stað- ar annars staðar. Örugglega í öll- um matvröuverzlunum, mjólkur- búðum og lyfjabúðum. Skriftin er vel læsileg og mjög þokkaleg. Langar í Húsmæðraskóla Rvk. . . . Kæra Vika! Þar sem þú hefur nú leyst úr mörgum vanda, langar mig nú að biðja þig ásjár. Þannig er mál með vexti, að mig fýsir að kom- ast í Húsmæðraskála Reykjavík- ur. Ég þarf að vita hvaða skil- yrði eru sett til að maður fái inngöngu. Er námið þar einn eða fleiri vetur, og hvað kostar það? Er mikið bóklegt nám, og hvað er það? Ég vona að þú getir leyst úr þessum spurningum, það er mér mikið áhugamál. Ég vil nota tækifærið og þakka allt hið góða efni sem Vikan hefur upp á að bjóða. Hvernig er skrift- in? --------Hér er bréf frá stúlku, sem spyr um nám o.fl. hjá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, — og biSur um að bréfið sé ekki birt. Ég skil ekki hvers vegna — og birti bréfið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.