Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 19
§ Aldrei hefur nokkurt forsetapar Bandaríkjanna verið svo undir smásjá sem Kennedy-hjónin. Hvarvetna var líkt eftir klæðaburði þeirra, ekki sízt frúarinnar, sem vp.rð leiðarstjarna í tízkuheiminum. Þessi mynd er tekin á þeim augnablikum, þegar mest reyndi á Kennedy; þegar hann þurfti að standa frammi fyrir stærstu ákvörðun lífs síns. Rússnesk herskip voru á leið til Kúbu. Hann er hér einsamall í skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. O UPPRUNI OG ÆVI JOHN F. KENNEDY 7. og síöasta grein Ásmundur Einarsson blaöam. tök saman Kennedy var óformlegur og tók sig ekki eins hátíðlega og íslenzkir stjórnmálamenn háttsettir. Skrifstofa hans í Hvíta húsinu stóð jafnan opin og börnin léku sér stundum þar inni, jafnvel þegar standspersón- ur úr öSrum hcimsáifum komu í heimsókn. Hér er John yngri með sína einkaskrifstofu undir skrifborði föður síns. $ O Ferðalögin og fundahöldin í kosningabaráttunni voru þrekraun fyrir Kennedy. Hægri hönd hans bólgnaði cftir að taka í hendur þúsunda á hverjum degi og rödd hans var nærri p.ð bresta. Hér eru þau hjónin í einni af hinuin fjölmörgu kosningaferðum um Bandarikin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.