Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 27

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 27
Milwaukee Phil Alderiso var handtckinn á síðasta ári og fundinn sekur um fjárkúgun, en svo að segja sam- stundis látinn laus til reynslu. Hér er hann — handjárnaður — á leið til yfir- heyrzlu. hann vœri hættur við stofnanirnar, þótt það væri líka dýrt. Því sumir láta fé til þess að halda mannorði sínu sæmilega hreinu. Þetta hefur forráðamönnum Cosa Nostra vitanlega gram- izt, því auk þess að missa væna fjárupphæð, sem félagsskap- urinn hefði fengið, ef Frank hefði viljað „makka rétt“, var ekkert unnið við að ráðast á spilavítin og eyðileggja þau, úr því að Frank var búinn að gefa þau frá sér. Hann kippti sem sagt skrautlegri fjöður úr stéli hanans með þessu móti, og Cosa Nostra er sárt um fjaðrirnar sínar. Þess vegna varð að láta Frank Sinatra greiða ofurlitlar skaðabætur. Og það varð ekki gert með neinni dómssátt. Þá var ekki um annað að ræða en stela Frank yngra og krefjast lausnargjalds fyrir hann. Þetta er aðeins lítið dæmi um starfsemi Cosa Nostra, neðanjarðarhreyfingarinnar, sem Robert Kennedy, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, hefur nú sagt stríð á hendur. Þótt, eins og að framan segir, starfsemi Cosa Nostra standi með góðum hag um öll Bandaríkin, er hún hvergi með jafn miklum blóma sem í Chicago. Þú getur ekki setzt inn á mat- sölustað í Chicago eða útborgum hennar, og verið viss um að þú sért ekki að éta Cosa Nostra brauð, drekka Cosa Nostra bjór, borða af Cosa Nostra diskum, við Cosa Nostra dúk og munnþurrku, eftir að leggja bílnum þínum við Cosa Nostra stöðumæli og láta frá þér hatt og frakka í Cosa Nostra fatageymslu. Þú getur jafnvel ekki keypt blað af blaðasal- anum á götuhorninu og verið viss um, að peningarnir þínir renni ekki að verulegu leyti í hít Cosa Nostra, sem áætlað er að gleypi að minnsta kosti tvær billjónir dollara á ári, og veiti því fé aftur í neðanjarðarstarfsemi eins og eitur- lyfjabrask, vændi, fjárkúgun, stjórnmálaspillingu, okur, of- beldi og morð. Þótt þeir, sem þú skiptir við, séu e.t.v. ekki beinir starfsmenn Cosa Nostra, er ekkert líklegra en þeir hafi verið neyddir til að hafa samstarf við glæpahringinn að einhverju leyti. Þú getur jafnvel verið að styrkja Cosa , Nostra, þegar þú kaupir bleiu á barnið þitt. \ Já, Cosa Nostra hefur til skamms tíma haft öll tögl og .hagldir í Chicago. Meira að segja hefur mikill hluti lögregl- (unnar verið á launum hjá Cosa Nostra. Það er ekki langt síðan að flokkur lögreglumanna frá ríkislögreglunni gerði húsrannsókn á nokkrum spilavítum, hóruhúsum og stripl- ingaklúbbum i Cicero, sem var aðalaðsetur A1 Capones á drottnunarárum hans, en það var síður en svo að lögregl- an í Cicero veitti neina hjálp. Það var meira að segja algengast, að þegar ríkislögreglumennirnir komu út eftir húsrannsóknir, biðu þeirra sektir fyrir ólöglega bílalagn- ingu! Nú myndi rétt að segja lítið eitt frá höfuðpaurum Chi- cagodeildar Cosa Nostra. Fyrstur Framhald á bls. 29. Hreyfingin sem stjðrnar Bandaríkjunum neðan frá Eins og allir ráðamenn glæpasamstcypunnar, býr Milwaukce Phil Alderiso í glæsilcgu ein- býlishúsi á bezta stað í borginni. Ef til viil cr hans liús einna nýtizkulegast, enda er hann „nýríkastur" sinna félaga. Hann vann sig á 10 árum upp í cina æðstu stöðu í Cosa Nostra, en byrj- aði sem bardagamaður í skítvcrkum glæpa- hringsins. N æ t u r k 1 ú b b s e i g a n djil n Arthur Adler endaði ævi sína á dularfullan hátt og fannst í skolp- ræsi tveim mánuðum síðar. Þannig fer fyrir þeim, sem eru Cosa Nostra óþægur ljár í þúfu. VIKAN 12. tbl. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.