Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 26
AL CAPONE
stofnaði glæpa-
hringinn, sem nú
heitir Cosa
Nostra, árið 1925.
Hann var sett-
ur í fangelsi
fyrir skattsvik
árið 1931 og dó
úr sýfilis 1947.
Arftaki hans var
Frank Nitti, en
ríkti aðeins stutt.
SAM GIANCANA
er núverandi
aðalforstjóri
glæpasamsteyp-
unnar.
TONY ACCARDO tók við
af Nitti, en lét völdin bráð-
lega af hendi til Sam Gian-
cana. Nú er Accardo 58 ára
að aldri og mjög hátt skrif-
aður innan samtakanna.
PAUL RICCA er 62 ára.
Hann er fjárhættuspila-
og eiturlyfjaráðherra Cosa
Nostra, að því er lögregl-
an í Chicago telur.
FELIX (Milwaukee Phil)
ALDERISO er álitinn vera
ofbeldis- og misþyrminga-
ráðherra Cosa Nostra.
FRANK FERRARA er aðal-
sérfræðingur Cosa Nostra í
málum ér varða fjárhættu-
spil og þar að auki gjald-
keri hringsins.
reglunnar vændisráðherra rekur fjöldamörg spilavíti,
flokksins. en lögreglan heldur, að hans
sérgrein sé í raun og veru
okurlánastarfsemi á vegum
Cosa Nostra.
Helztu
höfðingiap
Cosa Nosfra
frá upphafi
Skömmu fyrir jólin gerðist sá atburður í Bandaríkjunum,
að syni Frank Sinatra, söngvarans fræga, var rænt, þar sem
hann var á ferð ásamt hljómsveit þeirri, sem hann starfar við,
en sonurinn heitir ekki aðeins nafni föður síns, Frank Sinatra,
heldur hefur hann einnig gutlað við að syngja, eins og hann.
Yngri Frank Sinatra er 19 ára gamall, og það voru tveir
skuggalegir náungar, sem námu hann á brott úr herbergi
bílahótels, þar sem hann hafði tekið sér gistingu.
Og náttúrlega var krafizt lausnargjalds af gamla Frank
Sinatra. Hann greiddi það og fékk soninn aftur, en hvorki
Sinatra né lögreglan hafa viljað láta uppi, hve hátt strákur-
inn var metinn. Þó hefur kvisazt út, að hann hafi verið virt-
ur á 260 þúsund dollara, hvað sem satt kann að vera í því.
Þegar þetta gerðist, hafði Sinatra eldri nýlega ákveðið að
hætta við spilavíti þau, sem hann á í Nevada, en verðmæti
þeirra stofnana eru lauslega áætluð 3,5 milljónir dollara. fs-
lendingum kemur líklega spanskt fyrir sjónir, að þarna get-,
ur verið samhengi á milli, en þótt málið hafi ekki verið upp-
lýst til fulls, þegar þessi grein er skrifuð, er þó full ástæða
til þess að ætla, að svo sé. Og þetta samhengi heitir Cosa
Nostra. (ítalska og þýðir: Húsið okkar).
Cosa Nostra er undirheimasamsteypa og glæpahringur, sem
hefur rætur um öll Bandarikin. Ef þú sezt að í Bandaríkj-
unum og stofnar ölhús, þar sem þú ætlar að selja ákveðna
tegund af öli, máttu eiga þess von, að prúðbúinn senndimað-
ur Cosa Nostra komi til þín og segist vera sölumaður fyrir
aðra bjórtegund, og þú skulir nokk verzla með þá tegund,
eða hafa óþægindi ella. Og guð má vita, hvað kemur fyrir
þig, þína eða starfsemi þína, ef þú þrjózkast við og heldur
áfram að selja gamla bjórinn. Og það er raunar sama, hvað
þú ætlar að gera: Cosa Nostra hefur fingur og eyru um allt
og lætur sér ekkert óviðkomandi, sem fjárvon er í. Þú getur
jafnvel þurft að kaupa af þeim „atvinnuleyfi" fyrir helming
þeirra launa, sem þú vinnur þér inn. Þú um það, ef þú vilt
ekki kaupa „atvinnuleyfið". Þá máttu líka búast við, að þú
annað hvort fáir enga vinnu eða að verðir óvinnufær — um
stuttan tíma eða að eilífu. Og þeir í Cosa Nostra hafa sínar
aðferðir til hvers og eins.
Frank Sinatra ætlaði að losa sig við spilavítin sín, vegna
þess að hann vildi ekki standa í makki við Cosa Nostra, sem
krafðist klekkilegrar summu fyrir að „vernda“ spilavítin, en
Frank vildi ekki semja, því þótt hann hafi e.t.v. áður þegið
slíka „vernd“, hefði framlenging „verndarsáttmálans" verið
opinber staðfesting á því, að hann væri Cosa Nostra maður.
Og svo mikla sómatilfinningu hefur Frank Sinatra, að það
vildi hann ekki.
Hins vegar vissi hann, hvað það þýðir, þegar „vernd“ Cosa
Nostra hefur verið afþökkuð. Það þýðir sama og gagngerð
eyðilegging þeirra verðmæta, sem ekki eru „vernduð“. Svo
það var allt eins gott fyrir hann að lýsa því strax yfir, að
26
VIKAN 12. tbl.