Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 30
en hinir tveir eru glaðlifandi enn þann dag í dag. Næstir Giancana eru fjórir menn, sem hafa titilinn caporeg- ima, sem gæti kallazt varafor- setar eða framkvæmdastjórar. Fyrstur þessara er Frank (Sterki) Ferrara. Hans sérgrein er fjárhættuspil, og vegna reikn- ingsþekkingar sinnar hefur hann einnig gjaldkerastarf innan glæpahreyfingarinnar. Ferrara er hávaxinn, gráhærður og virðu- legur, og fer sjaldan í föt, sem kosta undir 250 dollurum. Hann hefur nokkrum sinnum verið handtekinn — aðallega fyrir meint rán, brugg og tvívegis grunaður um að vera aðalmað- ur varðandi morð — en aldrei dæmdur, og á nú fatagerð, glas- þvottahús og ísgerðarfyrirtæki. Nýlega tók hann að sér sölu- mennsku fyrir M. F. Huges Oil and Coal Company, og á samri stundu tóku hundruð verthúsa og hótela að kynda hjá sér með olíu og kolum frá M. F. Huges. Næstur er þá Gus (Granni) Alex, af grískum ættum. Lög- reglan álítur, að hann sé fjár- hættuspila- og vændisráðherra glæpahringsins, og, til þess að halda sér í tengslum við almúg- ann, rekur hann vertshús í Chi- cago. Hann er 48 ára að aldri og býr í fínu húsi á bezta stað í borginni undir nafninu Sam Taylor og eyðir leyfum sínum ______________________________f í Saint-Moritz í Sviss. Einn hans beztu vina er John D'Arco, sem er framarlega í stjórnmálalíf'i Illinios og þeir synda saman á hverjum degi í Heilsuræktar- klúbb Chicagoborgar. Á dögum A1 Capones var hann þekktur undir gælunafninu „Vöðvabúnt- ið“, en breyttist síðar í „Byssan“, en nú dregur hann gælunafn af grönnum og íþróttamannslegum vexti sínum. „Byssan" var hann kallaður, eftir að þrír skítverka- glæpamenn fundust banaskotn- ir, og grunur lék á, að Gus Alex hefði verið að refsa þeim fyrir einhverjar misgerðir. Samkvæmt skattaframtali hans nú á hann þrjár glymskrattaverksmiðjur og sjálfsalaverzlun, sem hefur apparöt sín víðs vegar um Chi- cago. Þriðji framkvæmdastjóri Gian- canas er Felix (Milwaukee Phil) Alderiso, sem gengur nú laus til reynslu eftir dóm sem hann fékk fyrir fjárkúgun. Alderiso er sölumaður fyrir undraverðan fjölda af ýmsum fyrirtækjum í Chicago og verður furðulega vel ágengt í starfi sínu. Leynilög- reglan í Chicago álítur, að Alderiso sé ofbeldis og líkams- árásarráðherra Cosa Nostra. Bæði lögreglan og dómsmála- ráðuneytið í Washington álíta Alderiso og fjórða framkvæmda- stjórann: Fiore (Fifi) Buccieri. Buccieri er að því leyti ólíkur hinum þremur, að hann heldur sig mjög að tjaldabaki og lítið er um hann vitað, en starfsemi hans mun vera að sjá um okur- lánastarfsemi glæpahringsins, og grunur leikur á, að hann eigi sjálfur mörg fjármálafyrirtæki og þar að auki mun liann reka fáein spilavíti í vesturhluta Cicero. Að því er viðvíkur öðrum fyr- irtækjum en þessir menn eiga — með sérstöku leyfi Giancana — er Chicago með útborgum skipt niður í þrjú yfirráðasvæði, og hefur einn maður yfirstjórn á hendi í hverju hverfi. Vestur- hlutanum ræður Giancana sjálf- ur, norðurhlutann sér Ross Prio um og Frank LaPorte hugsar um suðurhlutann. Prio og LaPorte hafa Caporegimotign og standa að því leyti jafnfætis fram- kvæmdastjórunum fjórum. Prio er kominn um sextugt og hlaut sína menntun hjá Mafiunni á Sikiley, sem er fyrirmynd að Cosa Nostra og öðrum slíkum fyrirtækjum um allan heim. Chicagolögreglan segir, að hann hafi verið hlífðarlaus morðingi fyrr á tíð, með sérstakan smekk fyrir íkveikjum og sprengjum. Miklu minna er vitað um La Porte. Hann hefur mjög hægt um sig, heldur mikinn lífvörð, og hvorki lögreglu né blaðaljós- myndurum hefur tekizt að ná af honum myndum. Hann er sennilega íhaldssamastur allra forkólfa Cosa Nostra og heldur því stíft fram, að ofbeldi og fjár- hættuspil sé undirstaða allra skipulagðrar glæpastarfsemi og er mjög á móti þeirri tilhneig- ingu að fela hina raunverulegu starfsemi og Cosa Nostra bak við yfirborðssaklausa skemmti- starfsemi og annað þess háttar. Hver hverfisstjóri hefur svo sér til hjálpar nokkra aðstoðar- undirforingja. Giancana hefur t.d. Willie (Kartafla) Daddano, sem hefur eftirlit með spilavít- um og kúluspilastofum. Sama starf hefur Sam Battaglia, þekkt- ur hrossaræktarmaður frá Hampshire, Illinois. Ennfremur hefur Giancana í þjónustu sinni tvo sérfræðinga í fjárhættuspili: Rocco Potenzo og Lester Kruse. Undir aðstoðarforingjana heyra svo enn aðrir hjálparmenn, sem að launum fyrir vel unnin störf fá smásvæði fyrir sjálfa sig. Og lægstir eru svo bardaga- mennirnir. Þeir vinna öll skít- verkin, — stela vöruflutninga- bílum með öllum farmi — þar með talið bilum sem flytja pen- inga og gersemar — koma stolnum verðmætum undan og í pening, og sjá um að misþyrma eða drepa þá, sem ekki „makka rétt“. Ef vel gengur hjá þeim, hafa þeir möguleika á að hækka í tign. Ef þeim tekst að komast undan lögunum, eða eru hand- teknir og láta ekkert uppi, er þeim iðulega gefið smáumdæmi til að sjá um eða annað eftirlits- starf, og eru þar með komnir upp á næsta virðingarþrep. Þeirra goð og fyrirmynd er Milwaukee Phil Alderiso, sem með djörfung og dug vann sig af lægsta þrepi upp í Caporegimo-tign á aðeins 10 árum. Alls munu starfsmenn Cosa Nostra hringsins í Chicago vera um 500 talsins. Nú kynni einhver að spyrja, hvers vegna milljónaborg á borð við Chicago léti 500 pésa fara svona með sig. Því er ekki beint auðsvarað, en þó hægt að benda á sitt lítið af hverju. Cosa Nostra hefur ekki vílað fyrir sér að múta bæði stjórnmálamönnum og lögreglumönnum, eða bein- línis komið sínum fulltrúum í þær stöður. Mannkindinni er þannig farið, að furðu margir falla fyrri freistingunni, þegar þeir þurfa ekki annað en rétta út hendina eftir peningunum, já, fá jafnvel stórupphæðir og ýmis fríðindi fyrir að leggja ekki stund á starf sitt, sem jafnvel getur verið hættulegt. Og einnig má benda á það, að hefndir Cosa Nostra eru grimmilegar, svo fáa fýsir að eiga þær yfir höfði sér. Þar má til dæmis segja frá því, hvernig fór fyrir Arthur Adler. Arthur Adler átti skemmtihús í hjarta Chicagoborgar. Það hét The Living Room, en var áður þekkt undir nafninu The Trade Winds. Þarna voru forkólfar Cosa Nostra tíðir gestir og eng- inn meiri háttar maður fór svo gegnum Chicago, að hann léti ekki sjá sig í The Living Room. 20. janúar, árið 1960, um hádegis- bil, yfirgaf Arthur Adler skrif- stofu sína og ætlaði að hitta konu sína til þess að borða með henni miðdegisverð. Hann týndist. Tveim mánuðum síðar fannst hann í skopræsi í úthverfi borg- arinnar, löngu dauður að sjálf- sögðu, og ekki minnsti vottur um áverka á líkinu. Um endalok Adlers hefur aldrei sannazt neitt, en lögreglan hefur ákveðna hug- mynd um, hvað gerzt hafi, og líklega myndi sú hugmynd stand- ast í reynd: Þegar Adler tók við rekstri The Trade Wind, og stofnaði um leið annað áþekkt hús, The Black Onyx, þá hann „vernd“ Cosa Nostra, m.a. með því að kaupa þá vöru, sem sölumenn hringsins falbuðu, og galt „verndina" ofsalegu verði. Smám saman dróst hann aftur úr með þessi gjöld, en lét þar að auki í það skína við kaupnauta sína, að hann væri góður með að borga þau aldrei og gæti jafnvel átt það til að segja yfirvöldun- um allt af létta. Önnur hugmynd er sú, að hann hafi neyðzt til þess að hjálpa Cosa Nostra að koma talsverðu af stolnum dýrgripum í lóg, en vegna skuldarinnar, sem hann var í við hringinn, freistaðist hann til þess að halda talsverðu OQ — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.