Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 33
mundi yfirborð sjávar hækka um 200 metra við allar strendur. Þó að ekki væri brætt nema tiltölu- lega lítið magn af íshettunni, nægði það til að drekkja öllum íbúum New York borgar, Los Angelas, Lundú|na, Farísar og Rómar. í Rússlandi standa allar helztu borgir aftur á móti langt '-inni í landi og svo hátt, að slíkt syndaflóð mundi ekki valda þar neinum teljandi skemmdum, sízt þó ef Rússar gæfu sér tíma til að gera áður nauðsynlegar varn- ráðstafanir. Kolasallaaðferðin er þó svo hægvirk og auk þess svo kostnaðarsöm, að henni yrði 'varla beitt. En það er ekki að vita hvað Rússarnir á hafísjök- unum eru að ráðgera; kannski það að bræða íshettuna með þvi að breyta hafstraumunum, eða skella á hana vetnissprengju. Ein 50 megatonna sprengja, eins og þeir sprengdu árið 1961 fram- leiðir nægan hita til þess að bræða einn rúmkílómetra af ís, 7 áuk þess sem hún mundi spúa svörtu ryki yfir allt að tvö hundruð ferkílómetra svæði, sem kæmi þá í stað kolasallans. Slíkar víðtækar veðurfars- breytingar eru þó einungis einn þátturinn í hugsanlegri veður- farsstyrjöld. Hinn þátturinn, hin- ar svonefndu árásaraðgerðir, eru jafnvel enn uggvænlegri. Þær eru í því fólgnar að breyta veðri skyndilega á vissu svæði og um takmarkaðan tíma, eða með öðr- um orðum að valda fárviðri fyr- irvaralaust. Fellibyljirnir eru ógurlegastir allra fárviðra og hið ógurlegasta eyðileggingarafl, sem fyrirfinnst í náttúrunni. Vísindamenn hafa reiknað út að orka fellibyls geti numið 500 trilljón hestöflum, og standast engin mannvirki átök þeirra. Kjarnorkusprengjur eru „hentug“ vopn til gereyðingar á borgum og iðjuverum, en þær verða ekki notaðar gegn dreifð- um herjum og herskipum; bæði eru þær alltof dýrar og auk þess verður að beita þeim í hófi, ann- ars á sá, sem sigrar, það á hættu að hið geislavirka ryk af þeim verði honum sjálfum að bana. Gæti styrjaldaraðili aftur á móti vakið fellibylji og stjórnað þeim, gilti einu þó að herir og hernað- artæki væru á víð og dreif um víðáttumikið svæði. Að vísu gætu hermennirnir leitað skjóls í neð- anjaráðrbyrgjum, svo ekkli er víst að mikið mannfall yrði, þó' að fellibyljum væri beytt í styrj- öld — en þeir mundu stöðva allar hernaðaraðgerðir á því svæði, þar sem þeir geysuðu og annaðhvort sökkva skipum á sjó, eða laska þua svo mjög, að þau yrðu einskis nýt. Það sýndi sig, þegar þriðja delild bandaríska flotans lenti í fellibyl á Kyrra- hafi í síðari heimsstyrjöld. Byl- urinn tætti sundur stályfirbygg- ingar herskipanna, eins og þær væru rú krossvíði, sökkti þrem en laskaði tuttugu svo að við- gerð þótti ekki svara kostnaði, fykti flugvélum af móðurskip- inu og yfir 750 sjóliðar drukkn- uðu í hamförunum. Bandarískt blað sendi mann á fund viðkomandi sérfræðinga í hermálaráðuneytinu, og lagði hann fyrir þá vísu menn þá spurningu, hvort hugsanlegt væri, að Rússum gæti einhverntíma tekizt að vekja fellibylji og beizla þá. Þeir kváðu það ekki ólík- legt; sjálfir þekktu þeir aðferð- ina, þó að þeir hefðu enn ekki tök á að beita henni, en þegar hefur tekizt að breyta stefnu fellibyls með tæknilegum að- gerðum. Þar var um að ræða fellibylinn „Esther“, 1961. Þegar silfuriodid hafði verið stráð ofan í gin hans úr flugvélum skammt undan strönd Bandaríkjanna, sneri hann við og tók aftur stefn- una á haf út. Sumir vísindamenn halda því raunar fram, að þar kunni að hafa verið um hend- ingu að ræða — fellibylurmn mundi hafa breytt um stefnu án þess. Það verður þó ekki sann- að nema með endurteknum til- raunum. Hitt er víst, að á undan- förnum árum hafa fellibyljir ver- ið stórum mun tíðari í Banda- rikjunum en um getur áður, og margir vísindamenn álíta ekki útilokað að Rússar eigi nokkra sök á því, og séu þar að þreifa fyrir sér í tilraunaskyni. Sé svo, sannar það, að rússneskir veður- vísindamenn eru þar langt á und- an þeim bandarísku. Hver veit nema svo sé. En hvað svo sem kann að koma á daginn, þá er það eitt víst, að veðurfarsstyrjöldin á eftir að verða mjög umrætt fyrirbæri áður en langt um líður. Það er ekki að vita nema að Austur- veldin og Vesturveldin hætti öllu sínu orðaskaki um kjarnorku- vopn og taki þess í stað upp um- ræður um veðurvopn, fárviðri, fellibylji, þrumur og eldingar. Þá kemst fjöldi nýrra tækniorða í notkun; hver veit nema „storm- :sveitirnar“ fái þá nýtt hugtak, varnarsveitir, búnar tæknilegum vopnum gegn fellibyljum, og kunnáttu til að breyta stefnu þeirra — kannski að senda þá enn magnaðri tii baka, líkt og galdramennirnir draugana og uppvakningana og aðrar send- ingar í gamla daga. Vafalítið eig- um við eftir að lifa það að veð- urfarið taki hinum furðulegustu breytingum fyrir ráðnar aðgerðir þeirra, sem valdið hafa og þekk- inguna; að snjó kynngi niður um hásumar og tré beri barr á góu. Kannski verða líka fundnir upp fellibyljir, hálfu sterkari og hrað- ari í förum en þeir, sem nú þekkjast, og kannski fylgir þeim haglél, þar sem kornin verða hnefastórir íshnullungar. Þetta lætur ótrúlega í eyrum, <en það gerðu geimferðirnar líka :fyrir aðeins tíu árum. ★ II * 4 fpnar Stjörnuspáin gildir £rá fimmtudegi til fimintudags. ðHrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú færð boð um aðstoð úr óvæntri átt. Fólk sem þú vilt ekki hafa samskipti við treður sér upp á þig. Gættu þess að rugla því ekki saman við þann, sem vill þér vel, þó að málin hangi eitthvað saman. Þú færð upphefð fyrir eitthvað, sem ritað er. ©Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú ert óánægður með þátt í tilveru þinni, sem þú skalt drífa í að koma í lag. Þegar þú hefur tekið ákvörðun verða nógir til að styðja við bakið á þér. Þú hefur nógu lengi fórnað þér fyrir aðra, en nú gerist þess ekki lengur þörf. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert harður í dómum þínum og of skjótur til ákvarðana um persónugildi Péturs og Páls. Gagn- rýndu þig með sömu aðferð og gættu að hvort þú verður hrifinn. Gættu fengins fjár, því þeir tímar koma, sem þú þarft þess nauðsynlega með. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú hefur mikið samband við fólk, sem hefur margsinnis ergt þig, hræðstu ekki einveru þótt þú látir það róa. Þú getur litið með ánægju yfir farinn veg því þér hefur sannarlega tekizt að gera heilmikið úr litlu. CLjónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): fek. Þú ert of tortrygginn út í lífið í heild, þér verður miklu minna úr öllum hlutum ef þú sýnir alltaf svona öfgafulla varkárni. Þú ert greiðugur vinum þínum, en það er ekki alltaf ástæða til að segja já. Amor verður þér hliðhollur. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Sú deyfð og drungi sem hvílt hefur yfir þér mun hverfa sem dögg fyrir sólu. Þú nýtur þess að vera til og verður margt til þess. Reyndu að vera sem mest þú sjálfur, en ekki bundin af vilja eða skoð- unum annarra. Hafðu samband við vini þína. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Leggðu ekki peningana þína í neitt, sem ekki er alveg pottþétt. Ef þú ert óbundin, skaltu varast að taka nokkrar ákvarðanir til breytinga á því. Þú umgengst mikið félagsbræður og systur. Verðu tómstundunum til eigin hugðarefna. Drek^merkið (24. október — 22. nóvember): Láttu ekki undan síga þótt þú lendir í óvæntum erfiðleikum, það er ekki meira en búast má við hjá þeim, sem láta hendur standa fram úr ermum. Líkur eru til að þú fáir tilboð um betri vinnu, ann- aðhvort frá núverandi yfirmanni þínum eða utanaðkomandi. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Þú hefur mikla fjármálaáætlun á prjónunum og ef þú ert nógu harður af þér, geturðu smitað þá sem mest ríður á að séu samverkamenn þínir. Þú skemmtir þér lítið og ef til vill örlar á afbrýðisemi í garð þeirra léttúðugu í kringum þig. ©Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Óvænt kemur þér hjálp er þú nálgast strand. Til þess að ná tilgangi þínum verðurðu að breyta um starfsaðferð. Forðastu að fella dóm yfir öðrum, þú græðir ekkert á því. Ef þú þarft að ryðja þig gerðu það á þann hátt að það særi eða skaði engan. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú hefur gott tromp á hendinni, en hætta er á að þú spílír því of fljótt út, þannig að ágóðinn verði mun rýrari. Segðu einhverjum sem þú treystir frá fyrirætlunum þínum, þú getur vafalaust haft gagn af því. Vanræktu ekki heimili þitt. ©Fiskamerkið (20. janúar — 20. marz): Varastu að tefla á tvær hættur, því stjörnurnar leggja ekki blessun sína yfír neitt sem kallast getur glæfralegt. Treystu ekki því, að þú sért alltaf ráða- beztur. Leitaðu ráða, því þú ert í sjálfheidu. Þú færð félagsskap góðra vina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.