Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR, 30. JANÚAR.
„Hvað hefurðu verið að hugsa um frá því við hittumst seinast?" spurði
ég Þórberg, um leið og ég gekk inn í Unnskiptingastofuna.
„Ég hef dálítið verið að hugsa um sögu, sem Erlingur grasalæknir segir
frá í viðtali í tilefni af því, að hann varð níræður. Lastu þetta ekki?"
„Nei".
„Það er sumt einkennilegt af því, sem hann segir. Hann virðist til dæmis
hafa læknað krabbamein. Læknarnir, Guðmundur Magnússon og Matthías
Einarsson, höfðu haft mann til meðferðar, en án árangurs. Maðurinn var stokk-
bólginn öðrumegin á hálsinum og fram undir barka og aftur á hálsinn. Auk
þess hafði hann tvo bólguhnúða á annarri kinninni. Hann gat ekki opnað
munninn, en hann hafði skörðóttar tennur og þar var látið inn á milli, það litla
sem hann gat nærzt. Erlingi hafði verið sagt eftir læknunum, að það væri
krabbi, sem gengi að manninum, og þeir höfðu gefið hann upp á bátinn.
En hann vill ekkert um það fullyrða. Erlingur tekur nú sjúklinginn heim
til sín, rannsakar meinsemd-
ina, ristir í bólguna og kom
þá út úr meininu svartur lög-
ur. Hann hafði svo ýmsar
tilfæringar, en frá því er
skemmst að segja, að maður-
inn læknaðist eftir nokkurn
tíma og fór albata heim til
sín. Segist Erlingur ekk vita
betur en hann sé enn lifandi.
Ég fann það út fyrir mörg-
um árum, að krabbi væri eða
gæti verið smitandi. Ég hafði
aldrei heyrt neitt um það. En
ég hafði nokkur rök fyrir því.
Mörgum árum seinna hitti ég
hálærðan lækni á götu og
sagði við hann: „Ég held,
að krabbi geti verið smitandi". Læknirinn svaraði, að læknar væru nú farnir
að hallast að þeirri skoðun, að sumar tegundir krabba gætu smitað.
IÞÆGILEGUM
YLEFTIR
DAUÐANN
Fyrir ennþá fleiri árum fann ég út orsakir ísalda: Annað hvort væri geim-
urinn ekki alls staðar jafnheitur eða sum svæði hans væru mengaðri ryki
eða þokum en önnur. Þegar sólkerfi okkar færu gegnum þessi svæði, kóln-
aði á jörðinni, svo að af hlytust ísaldir. Ég hafði orð á þessu við náttúru-
fræðing, á meðan við gengum saman sunnan til í Lækjargötu. Hann svaraði:
„Náttúrufræðingar eru farnir að hallast að svipuðu núna". En ég sé að
Oparin og lesenkov bera brigður á þetta. Ég er að reyna að finna svona
ýmislegt út eins og þeir gömlu grísku. Þeir komust furðu nálægt því rétta,
þó að þeir hefði ekki atomheila. Maður getur komizt ótrúlega langt, ef
manni tekst að losa sig við allar langanir, aðra en þá að finna sannleik-
ann. Það er lóðið. Það er guðdómurinn. En margir vilja ekki komast að því
sanna, ef sannleikurinn er þeim ekki að skapi. Hversu marga hef ég ekki
heyrt segja: Mér er illa við endurholdgun og ég trúi ekki á hana. Ekki skal
ég endurholdgast. Þetta fólk hugsar eins og pólitíkusar og hagfræðingar;
Eg má ekki hugsa rétt, ef þeir stóru tapa á því eða ég missi embætti mitt
fyrir það. Þetta er undirrót hinna verstu þjóðameina. Mér er líka illa við
endurholdgun. En ég trúi samt, að hún sé staðreynd".
Margrét kom inn í stofuna. Hún var með öskju með konfekti í og rétti
okkur. „Viljið þið smakka bezta konfekt í heimi?" spurði hún.
„Auðvitað", sagði ég. Og Þórbergur fékk sér líka mola.
„Það er ekkert konfekt, sem jafnast við þetta", sagði Margrét og settist.
„Nei", sagði ég.
Margrét sagði okkur frá því, hvað hún hefði verið slæm á taugum und-
anfarið, eins og eitthvað væri á hreyfingu undir skinninu á öllum líkam-
anum og alveg tilgangslaust að reyna að klóra sér. „Ég er miklu betri
af ofnæminu núna í bili", sagði hún. „En andskotans taugarnar ætluðu
alveg að gera út af við mig í nótt". Hún hryllti sig í herðunum. „Ég reif
mig til blóðs þegar ég klóraði mér við nefið í nótt", bætti hún við.
„Það hlýtur að lagast", sagði ég til upplyftingar.
„Af hverju heldurðu það?" spurði meistarinn og andlit hans var eins og
stórt spurningarmerki.
Ég svaraði:
„Þegar við byrjuðum að tala saman haustið 1958, sagðirðu mér, að
gigtin hefði farið úr Margréti, af því ég hefði verkað svo vel á hana. Nú
hlýtur hún auðvitað að lagast á taugunum".
Þau brostu bæði. En hvorugt sagði neitt. Þórbergur klóraði sér á höfðinu.
„Þetta er mjög erfiður kvilli", sagði hann.
„Þetta má ég samt hafa", sagði Margrét. En Þórbergur fór að segja
okkur á hvaða sjúkdóm lýsing Margrétar minnti sig. Hann sagði:
„Ef þessi lýsing þín væri færð ofurlítið í stílinn, og þó ekki mikið, kæmi
hún að mestu leyti heim við lýsingu Jóns
þumlungs á þeim heilvítis kvölum, sem
hann mátti útstanda þegar djöflarnir
skriðu í holdi hans eins og maðkaveita.
Þetta hefur verið einhver bilun á taug-
um, kannski komin af ofsatrú Jóns á
galdraofsóknir gegn sér og trúar á tilveru
djöfla. Þó skulum við ekki fortaka, að
eilífðarverur hafi líka verið þar eitthvað
að verki. Varaðu þig á einstefnuakstrin-
um".
Margrét virtist fá nóg af þessum sam-
anburði. Hún stóð upp, gekk út og lok-
aði á eftir sér. En Þórbergur hélt áfram
að tala um Erling grasalækni.
„Tveir kunningjar mínir hafa fengið hjá
honum lækningu við magaveiki", sagði
hann, „og höfðu þó báðir leitað til lærðra
lækna, en árangurslaust. Og nú las ég
það í sumar, að lyfjaverksmiðja í Eng-
landi hefur rannsakað í nokkur ár hómó-
patameðulin og sannað, að hugmyndin að
þeim sé byggð á hárréttum grundvelli
og þau hafi lækningamátt. Sá sem fyrst-
ur setti fram kenninguna um hómópatí-
una var þýzkur læknir, Samuel Hahne-
mann hét hann. Eftir því sem þessi stofn-
un segir, er það útgeislunin úr þeim efn-
um, sem lyfin eru bún til úr, sem hef-
ur þennan lækningamátt. Og þá datt mér
! hug: Kannski hefur Eyjólfur gamli hómó-
pati á Reynivöllum bjargað lífi mínu,
þegar ég var á barnsaldri og hjartað
í mér bilaði, að öllum líkindum af kíg-
hósta, sem Eyjólfur kallaði draghósta. Þá
fékk ég stundum köst, þannig að ég blán-
aði upp í andlitinu eins og ég væri að
kafna. Þá var hlaupið til Eyjólfs eftir
meðulum og mér var sagt svo frá, að
það hafi alltaf brugðið við, þegar ég var
látinn fara að taka inn meðulin hans".
„Hvað hefði nú gerzt, ef þú hefðir
dáið úr kíghósta", skaut ég inn í.
Þórbergur gekk að glugganum og
horfði til stjarnanna. Svo hélt hann áfram
að ganga um gólf og sagði: „Þá hefði
hinn Himneski brúðgumi aldrei komizt í
kynni við systur konungsins í vestrinu.
Skilurðu sprokið?"
„Þú minntist á píslarsögu Jóns þuml-
ungs. Hvernig þótti þér að lesa hana?"
„Hún var fróðleg".
„Hafði hún nokkur áhrif á þig?"
„Ekki á ritmennsku mína. Sumir hafa
haldið það, en það er misskilningur. Jón
er stílisti, en efnið var ógeðfellt. Mér þyk-
ir ævisaga Jóns Indíafara miklu skemmti-
legri, og ég hef oft lesið hana mér til
gamans. Ævisaga Jóns Indíafara og Grön-
dals þykja mér skemmtilegastar af is-
lenzkum ævisögum. Og mér er óhætt að
bæta við ævisögu Sigurðar míns Ingjalds-
sonar frá Balaskarði, sem ég held, að sé
sú alþýðlegasta bók að frásagnarhætti,
sem ég hef lesið. Siðara bindið er skrifað
vestur í Ameriku og er lakara".
„Heldurðu, að þú hafir lært eitthvað
af þessum bókum?"
„Ég vil ekki sverja fyrir að ég hafi
svolítið lært af ævisögu Jóns Indíafara.
Ég bregð stil hans einstöku sinnum fyrir
mig, þegar ég vil gera mig dálítið skrýt-
inn í augum lesandans. Mér er alltaf
minnisstæð sagan af þvi, þegar hann var
í herbúðunum austur í Indlandi og hafði
VIKAN 12. tbl. — 0