Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 16
Á hverju hausti kom Nelson Harris í skólann með nýjum ásetningi. Annað skólaárið var ásetningurinn sá að fá ágætiseinkunn, núna að glata hrein- leika sínum. Hann var kominn að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki unnað sér hvíldar, fyrr en hann væri laus við hann. í skólanum hafði Nelson unnið sér orðstír fyrir kvæði sín, sem fjölluðu um samskipti kynjanna. Sérstaklega eitt, sem hét „Logandi ást“, og birtist i skólablaðinu. Eftir að það kom út, tóku strákarnir í bekknum að horfa á Nelson með sérstöku augnaráði, og tveir eða þrír strákar í fyrsta bekk tóku. að ganga í dökkbláum, níðþröng- um buxum, eins og Nelson. Þó sást hann sjaldan í kvenlegum félagsskap í Overbrook skólanum. Að-j spurður sagði hann, að hann kysi helzt þessar heilsuhraustu bikinverur, sem dveldu tíðum á Delray ströndinni, þar sem foreldrar hans áttu heima. Og heima sagði hann, að hann liti ekki við öðrum en skólastúlkunum, sem skildu kvæðin, sem hann þyldi þeim á ástar- stundum. Aðeins einn piltur í Overbrook hafði grun um leyndarmál Nelsons. Og því miður var það herbergisfélagi hans, Woddy Whales. Um skeið hafði Nelson haft veður af því, að þessi fáláti drengur viðrukenndi ekki verðskuldun hans til frægðarinnar. Og svo var það í maí, síðasta ár, meðan prófin voru í fullum gangi, að Nelson hljóp illilega ó sig með því að segja Woddy klúran brandara, sem hann hafði nýlega heyrt, nema hvað með þessu opinberaði hann jafn mikla fáfræði sína í kvenlegri líffærafræði og ferðalangur hefði gert í landafræði, hefði hann sagzt hafa ekið suður til Frakklands — frá Spáni. Þótt Woddy hefði ekki kveðið upp úr með efasemdir sínar ennþá, héngu þær yfir höfði Nelsons eins og fallöxi. Því var það, að Þegar Glarwyns kvenna- skólinn bauð piltunum frá Overbrook til dansleiks eitt föstudagskvöld, að Nelson þáði boðið með þeim eina ásetn- ingi að finna sér ástmey. Þrem mínútum eftir að hann kom, sá hann réttu stúlkuna. Hávaxna og ljóshærða, með handlegginn hringaðan um háls dansfélaga síns og dillandi sitjanda, sem sveiflaðist eggjandi eftir hljóðfallinu. Ákveðinn í fasi gekk hann yfir nývaxborið dansgólfið í leikfimis- sal kvennaskólans og bankaði í öxl dansfélaga hennar. — Ég heiti Shirley Easterly, sagði hún með vörum, sem varaliturinn virt- ist drjúpa af, eins og hún biði þess eins í óþreyju að prinsinn hennar birt- ist til þess að teyga af vörum henn- ar. Um leið og hún lagði handlegginn um háls Nelson Harris, tók hann eftir því, að hann var alsettur gullnum, fín- gerðum hárum. Eins og í draumi tók Jg — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.