Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 44
sókn væri tilgangslaus. Hann
fékk þegar í stað áminningu frá
Dómsmálaráðuneytinu, þar sem
meðal annars var sagt: Hvernig
geta yfirvöld einnar þorgar í
Bandaríkjunum fullyrt, aðeins
tveim dægrum eftir víg æðsta
manns þjóðarinnar, að morð for-
setans sé ekki lengur rannsókn-
arvert? Það var aðeins fyrir mik-
inn þrýsting fr áæðri stöðum, þar
á meðal hinum nýja forseta, sem
Fritz og opinberi saksóknarinn,
Hanry Wade, tóku málið upp að
nýju. ★
LEYNDARDÓMUR
TURNSINS
Framhald af bls. 41.
Maðurinn framkvæmdi allt
með hröðum og liprum hreyfing-
um. Áður en hún gat náð taki
á bátnum, beygði hann sig út
fyrir borðstokkinn og lyfti henni
upp með taki undir arma henn-
ar. Hann bar hana inn í stýris-
húsið eins léttilega og hún væri
þanghrúga. Hún leit sjálfsagt út
eins og ein slík, hugsaði hún með
sér. Hárið límdist við hálsinn og
blár kjóllinn klístraðist við lík-
amann eins og hann væri úr
silkipappír.
Hann sagði: — Ég hef aldrei
mætt neinni hafmey á bessum
slóðum fyrr! Hann setti bátinn
á fulla ferð og vafði saman kaðl-
inum. — Það er bezt að þér far-
ið niður og þurrkið yður og far-
ið úr blautum fötunum.
Hún var farin að skjálfa.
— Paul, hvíslaði hún. —
Hann var með mér . . .
—- Hann hefði átt að vera það
áfram, jagði maðurinn.
— Hann reyndi að fara eftir
hjálp —• reyndi að klifra upp
bergið. Ég vissi, að hann gæti
það ekki.
— Það getur hann engum
nema sjálfum sér um kennt. Ég
þekki Paul. Hvemig missti hann
bátinn?
•— Hann rak út. Reipið gaf sig.
Hann batt hann við stein, en reip-
ið hefur annað hvort slitnað eða
runnið af steininum.
-— Það hefur sjálfsagt verið
fúið.
Hún starði á hann og velti
því fyrir sér, hver hann væri
og hvers vegna hann væri svona
ósvífinn.
— Beiur það nok.kra þyðmgu
núna? hrópaði hún ergileg. —
Nú er hann kannski í vandræð-
um þarna uppi — við verðum
að leita að honum.
- - Hann er ekki uppi á berg-
inu, sagði maðurinn þolinmóð-
lega. —■ Ég grandskoðaði hvern
blett þar með sjónaukanum á
leiðinni hingað inn.
En Marian heimtaði að þau
leituðu betur. Þau sigldu fram og
aftur meðfram fjallinu, eins
nærri landi og þau komust, og
hættu ekki fyrr en orðið var
of dimmt til að sjá nokkuð
— Honum hefur tekizt að kom-
ast upp, sagði maðurinn. —
Paul er mesti klaufi við báta,
en hann er fær á fótunum.
Marian sagði hratt: •— Hann
hvarf sjónum mínum. Hann get-
ur hafa dottið í sjóinn. Ég hefði
ekki getað vitað um það. Ég var
viti mínu fjær af hræðslu.
— Hvernig svo sem því er
varið, gat hann vitað, að þér
munduð drukkna þarna á syll-
unni, svaraði maðurinn rólega.
Hann sneri bátnum og svo
sigldu þau út úr víkinni.
Marian gekk niður í skipsklef-
ann. Björgunarmaður hennar var
búinn að segja henni, hvar hún
fyndi það sem hún þurfti á að
halda. Hún kveikti ljósið yfir
kojunni og sá síðbuxurnar og
peysuna, sem lágu þar saman-
brotin til fóta. Hún fann hand-
klæðið, afklæddist og þurrkaði
sér vandlega. Henni varð heit-
ara og leið hetur eftir að hún
hafði fatið í þurru fötin, sem
auðvitað voru alltof stór.
Hún gat ekki hætt að hugsa
um vandamál sín. Hún gat ekki
búið áfram á Hill Terrace. Hún
mundi láta Florence frænku hafa
húsið og fá henni peninga svo
að hún gæti haldið því við. Hún
gat sjálf aldrei orðið hamingju-
söm hér á þessum stað, milli
þessara hræðilegu kletta og hafs-
ins úti fyrir. Tuttugu og fjórir
klukkutímar nægðu alveg. Hún
óskaði þess, að Slater mála-
færslumanni hefði ekk'i tekizt
að hafa upp á henni Henni hefði
liðið betur án þessara minninga.
Hún horfði út um gluggann.
Fyrst þurfti þetta að koma fyrir
Joe frænda og nú — þetta . . .
Hún hristi þetta af sér og opn-
aði dyrnar út.
Ljósið skein út á brúna og
hann stóð enn við stýrið. Hann
brosti til hennar og það skein
í hvítar reglulegar tennur. Hún
tók nú eftir því, hve hann var
óvenjulega myndarlegur og geð-
þekkur.
— Líður yður betur núna?
Hún gekk til hans. Himinninn
var stjörnubjartur og smáský-
hnoðra dró öðru hverju fyrir
tunglið. Hún gat nú séð nokkur
ljós á stangli inni á ströndinni
við Wychwood Creek.
— Ég vildi að ég vissi, hvernig
Paul hefur það, sagði hún lágt
— Hvernig sem honum hefur
gengið, var það ófyrirgefanlegt
af honum að tefla lífi yðar í
þessa hættu. f hvaða tengslum
eruð þér við hann?
-— Við erum þremenningar.
-— Mér datt það í hug. Þér
eruð fröken Saunders. Hann leit
rannsakandi á hana.
— Hvernig vitið þér það?
•— Joe frændi yðar sagði mér
frá yður. Ég heiti Chard, fornafn-
ið er Alan. Ég bý hér. Skrifa
bækur og greinar. Treysti mér
ekki til þess að vera í fjölmenn-
inu í London.
— Já, þá hljótið þér að hafa
þekkt frænda minn, sagði hún.
— Ég þekkti hann vel. Við
vorum vanir að fara út að fiska
saman. Hann talaði oft um yður,
en hafði ekki séð yður lengi.
— Nei, sagð Marian. Hún
mundi eftir síðasta skiptinu,
sem hún hafði hitt Joe frænda
sinn. Það voru sex ár síðan —
það var þegar móðir hennar var
jörðuð. Hann hafði komið til að
votta systur sinni síðasta virð-
ingarvottinn —• systurinni, sem
hann hafði vanrækt svo lengi.
En olía hafði reynzt honum
þykkari en blóð. Það var pen-
inga að fá úr olíu. Hann hafði
farið aftur til útlanda, til að
græða meiri peninga. Hann hafði
boðizt til að sjá fyrir Marian,
en hún var orðin sautján ára
og gat séð fyrir sér sjálf. Hún
var þegar búin að fá góða at-
vinnu hjá umferðaleikhúsi. Hún
var næstum búin að gleyma Joe
frænda sínum. En hann hafði
munað eftir henni. Lögfræðing-
Hinn ný|i BMW
LS Luxus
er umfranrs allf þægilegur og
lípur SMÁBÍLL
Og hinir alþekktu og ó
viSjafnanlegu BMW
1500 og 1800
eru eins og
hugur manns
í hverri hreyf-
ingu.
LEITIÐ UPPLÝSINGA:
Einkaumboö fyrir:
Bayerische Motoren Werke AG Munchen
KRISTINN GUÐNASON H.F.
Klapparstíg 25—27 — Símar 21965 22675
— VIKAN 12. tbl.