Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 31
af verðmætinu eftir handa sjálf-
um sér.
Hvort sem réttara er, varð ár-
angurinn sá, að Adler var drep-
inn.
Lögreglan hefur fengið „óstað-
festar en áreiðanlegar" —- eins
og fréttastofurnar segja — upp-
lýsingar um það, að Adler hafi
verið rænt og hann fluttur til
frystihúss einnar afurðasölu
Cosa Nostra, — þar sem, að því
er framámenn hringsins hafa
gortað af, óþekktur glæpamaður
var hakkaður niður og dreift á
veitingastaði borgarinnar sem
„manburgers“ ( í stað , hamburg-
ers“). Innan þykkra veggja
frystihússins var Adler kvalinn
um hríð, en að lokum var slöng-
um handslökkvitækja troðið i
eyrun á honum og skrúfað fullt
frá, með þeim árangri að geysi-
legur þrýstingur carbon dioxides
orakaði ákaft heilablóðfall. Við
krufningu er ekki hægt að greina
á milli þessa og heilablóðfalls
af eðlilegum ástæðum.
f bókum lögreglunnar í Chi-
cago stendur, að Adler hafi ver-
ið kyrktur „með hendi eða tæki“.
Því allt verður eitthvað að
heita.
Morð Adlers var 941. óupplýsta
morðið í Chicago síðan 1919, en
alls eru morð með þessum hætti
orðin eitthvað um 1000, eða um
23 á ári. Þetta er met, jafnvel í
Bandaríkj unum.
Það er því ekki að ófyrirsynju,
að Robert Kennedy, dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur
beinlínis sagt Cosa Nostra og
tilsvarandi starfsemi stríð á
hendur. Og á sínum stutta ráð-
herratíma hefur honum orðið
lýgilega mikið ágengt. Nú er svo
komið, að ýmis glæpaverk, sem
unnin voru fyrir opnum tjöld-
um fyrir einu ári, eru aftur kom-
in undir yfirborð jarðarinnar, og
það er að því leyti gott, að það
gerir þeim, sem vihna þau, erfið-
ara fyrir. '•
Einnig hefur borgarstjórinn í
Chicago, Richard J. Daley, geng-
ið ötullega fram í því, að draga
úr valdi Cosa Nostra. Hann hef-
ur gert mútuþegum og erindrek-
um Cosa Nostra meðal stjórn-
málamanna mun erfiðara um
vik að dansa eftir línu glæpa-
hringsins, þótt mikið sé enn
óunnið í því efni.
Hann gerði líka þarft verk
og mikið, þegar hann réði Or-
lando W. Wilson, prófessor í
glæpafræðum frá Kaliforníuhá-
skóla sem yfirmann alls lög-
regluliðs Chicago. Fyrsta verk
Wilsons var að „stinga út“ í fjár-
húsi lögreglunnar, því hann rak
miskunnarlaust alla þá, sem
hann þóttist hafa grun um, að
væru á snærum Cosa Nostra, og
réð aðra, sem hann treysti bet-
ur, í þeirra stað. Hann kom einn-
ig á laggirnar áreiðanlegri leyni-
þjónustu innan Chicagolögregl-
unnar undir stjórn Josephs
Morris, sem var einn hinna fáu,
heiðarlegu lögreglumanna Chi-
cago. Um sama leyti fékk Chi-
cago heiðarlegan, opinberan sak-
sóknara, Daniel P. Ward, og
þannig mætti lengi telja.
En margt er eftir enn, meðal
annras að breyta almenningsálit-
inu, sem finnst ekkert athuga-
vert við Cosa Nostra. Einn hinna
nýskipuðu, heiðarlegu lögreglu-
forsprakka í Chicago sagði: —
Fyrir íbúum borgarinnar er
þetta aðeins eins og skemmtileg-
ur knattspyrnuleikur: Lögreglan
gegn glæpamönnunum. íbúarnir
hrópa með liðunum sitt á hvað
og halda, að þeir séu aðeins
áhorfendur, en gæta þess ekki,
að þeir eru sjálfur knötturinn.
Annar lögreglumaður sagði: —
Stundum minna Chicagobúar
mig illilega á Þjóðverja Hitlers-
tímans. Þó þeim sé sagt, að
Buchenwald sé mitt á meðal
þeirra, trúa þeir því ekki, segja,
að það sé aðeins illgjarn áróður
utangarðsmanna.
Svo má illu venjast, að gott
Þyki. ★
Naumur sigur en sífellt
vaxandi fylgi
Framhald af bls. 19.
in courage og styrjöld sinni við
aðra demokrata um forsetafram-
boðið.
Samkvæmt Gallup-skoðana-
könnun naut Kennedy í upphafi
kosningabaráttunnar stuðnings
52% kjósenda en Nixon 48%. En
er tíu dagar voru liðnir höfðu
hlutföllin breytzt Kennedy í
óhag. Ástæðan var fyrst og
fremst sú, að Kennedy hafði ekki
tíma til að ferðast og halda ræð-
ur. Hann var bundinn við þing-
störf í Washington. Þar gekk hon-
um flest í óhag. Frumvörp hans
voru þynnt eða kæfð í fæðing-
unni. Helztu kosningamál hans
fengu herfilega útreið. Þegar
hann fékk loks tækifæri til að
yfirgefa Washington var hann í
ergilegu skapi, hafði flest á horn-
um sér, vegna úrslitanna á þingi,
ágreinings meðal stuðnings-
manna hans og margra annarra
hluta vegna. Skap Kennedys
þessa dagana hafði sín áhrif á
samstarfsmenn hans og varð til
þess að veikja starf þeirra allra.
Rödd Kennedys var heldur ekki
í sem beztu iagi. Hann hafði bók-
staflega misst röddina í prófkosn-
ingnuum í Vestur-Virginiu, og
óttaðist nú meira en allt annað
að hún þyldi ekki áreynslu næstu
mánaða. Hann fór til talkennara,
sem leitaðist við að venja hann
á að beita lungunum meira en
hann hafði gert. Þetta hjálpaði
honum talsvert mikið. Fyrstu
dagana var • Kennedy heldur
ekki nema sæmilega öruggur
með sig. Hann vissi ekki hvernig
hann átti að koma fram sem mað-
ur, er vildi gerast forseti Banda-
ríkjanna. En smám saman fékk
útlit hans og persónuleiki fast-
ari mynd, sem var sterkari með
hverjum deginum sem leið.
Sama varð ekki sagt um Nix-
on. Framan af var hann örugg-
ur, baráttuglaður og sigurviss.
Hann sýndi alls staðar sömu
hörkuna og þá sem hann var
frægur fyrir. En eftir því sem
á kosningabaráttuna leið, var
eins og hann missti móðinn. Hann
hafði tekið áskorun Kennedys
um kappræður í sjónvarpi. Það
fór ekki fram hjá kjósendum að
Nixon beið þar ósigur, á úrslita-
stundu. Hann mætti þreyttur og
illa á sig kominn til fyrstu sjón-
varpskappræðunnar. Mynd hans
í sjónvarpinu var skuggaleg,
dökkir baugar undir augunum og
skeggrótin kolsvört. Kennedy var
bjartur og frísklegur yfirlitum.
Nixon talaði til Kennedys en
Kennedy til þjóðarinnar. Sjötíu
milljónir manna horfðu á kapp-
ræðurnar. Eftir þær þýddi eng-
um republikana að halda því
fram að Kennedy væri óreyndari
og óþroskaðri en Nixon.
Annað varð einnig til að
hleypa nýju kappi í kosningabar-
áttu Kennedys. Einn af frægustu
klerkum mótmælenda í Banda-
ríkjunum, Norman Vincent
Peale, gaf út mjög harðorða yfir-
lýsingu um hættuna af kaþólikka
í forsetastóli(. Yfirlýsingin var
gefin út í nafni ráðstefnu sem
mótmælendur höfðu haldið til að
ræða sérstaklega um afstöðuna
til Kennedys. Yfirlýsing Peales
varð til að skapa öldu samúðar,
sem fleytti Kennedy, hátt yfir þá
menn sem reyndu að gera hann
tortryggilegan vegna trúarskoð-
ana sinna. Þeir höfðu gefið út
bækur og bæklinga, dagblöð og
tímarit til að sverta kaþólsku
kirkjuna, kaþólikka og Kennedy.
Ein vinsælasta bókin af þessum
hatursbókmenntum hét María
munkur, gömul klámsaga um
nunnur og munka í klaustrum.
Republikanar reyndu að þvo
hendur sínar af þessum skamm-
arlega áróðri, en þeir áttu engu
að síður sinn þátt í honum, þó
Nixon gerði allt sem hann gat
til að eyða hinum trúarlegu deil-
um.
Blaðamenn sem fylgdust með
kosningabaráttunni urðu brátt
greinilega varir við vaxandi til-
finningu Nixon-manna fyrir
ósigri. Stuðningsmenn Nixons
ræddu það hvaða menn Kennedy
myndi velja í einstök ráðherra-
embætti. Á sama tíma jókst
mönnum Kennedys baráttugleði
og hugrekki. Skoðanakannanir
sýndu nú að Kennedy var í sig-
urstöðu, einkum eftir sjónvarps-
kappræðurnar. En staðan gat
breytzt á hverri mínútu. Eisen-
hower, sem hafði lítið komið við
sögu í kosningabaráttunni, og
var aðeins í meðallagi hrifinn af
Nixon, gat birzt á hverri stundu,
og þá var ekki að vita nema
hann gæti tryggt flokksbróður
sínum sigurinn. Hann hikaði þar
til það var um seinan.
Hik einkenndi Nixon og repu-
blikana. Þegar negraforinginn
Martin Luther King, virtur um
öll Bandaríkin fyrir friðsamlega
VIKAN 12. tbl. — gl