Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 11
Það var sagt,
aS gamla konan á
eyjunni væri skyggn.
Þessa dimmu
óveSursnótt sá hún
fyrir atburS
sem rættist
SONGURINN
. FRA
SJONUM
og þar settust þeir að. Þar lifðu þeir — og þar
dóu þeir. Sonur tók við af föður og hélt áfram
baráttunni í útvirkjum Noregs. En svo sigruðu
vélarnar hafið og fiskimennirnir gátu sleppt
árunum — saga erfiðisins var næstum á enda.
Þá var það ekki lengur til trafala, þótt leiðin
á miðin tæki einn eða tvo tíma. Fólkið fluttist
smátt og smátt úr eyjunum, fiskimennirnir
settust að á meginlandinu, þar sem þeir gátu
notið þess, sem fjölbýlið hafði upp á að bjóða.
Þannig varð það líka á Utöja, þessum hrjóstr-
uga hólma úti í mynni Vesturfjarðar, klukku-
tíma ferð frá ströndinni. Fólkið flutti þaðan,
hver eftir annan — og brátt var enginn eftir
nema hann Simon og fjölskyldan hans. Því að
Simon vildi ekki flytja. Hann var fæddur og
uppalinn á Utöja og gat ekki hugsað sér að
búa annars staðar. Hann fékk sér mótorbát eins
og aðrir og fiskaði með næstum uppkomnum
syni sínum, en hann flutti ekki burt. Það var
bara Margit, konan hans, sem aldrei kunni
reglulega vel við sig á eyjunni. Hún var frá
meginlandinu og hafði sjálfsagt alltaf heimþrá,
þótt hún léti það aldrei í 1 jós. Reyndar átti hún
einn nábúa þarna á eyjunni. Það var hún
Finn-Marja.
Fyrir mörgum herrans árum síðan hafði hún
komið með tataraflokki til eyjarinnar, en hann
Smásaga eftir
Tormund Nic. Heldaltl
Þegar mildur sumarsvalinn strýkur blíðlega
klettasnösina í hafinu, sem nefnd hefur verið Utöja,
þegar sjófuglarnir safnast saman á fögru vor-
kvöldi, og þegar niður hafsins glæðir daga og
nætur sérstæðu lífi — þá er varla hægt að hugsa
sér friðsælli og byggilegri stað en þennan. En
þegar hafið rís upp í öllu sínu veldi og holskefl-
urnar skella á skerjum og strönd, þegar myrk
óveðursský þjóta á fleygiferð um himinhvolfið,
og þegar fiskimennirnir verða að hætta lífinu
daglega í baráttunni við náttúruöflin — þá vek-
ur það furðu manns, að fólki skyldi geta dottið
í hug að taka sér bólfestu hér úti 1 reginhafi.
Spurningin er eðlileg — og svarið er einfalt.
í þá daga, þegar fiskimennirnir urðu að notast við
árarnar og seglin, var það mikils virði að búa
eins nærri fiskimiðunum og hægt var. Þeir leit-
uðu því að eyjum, sem lágu vel við miðunum, þar
sem hægt var að reisa sér bústað og finna var,
hafði orðið að leita þar skjóls í óveðri. Brátt
átti hún vingott við einn af fiskimönnunum
og þegar flokkurinn fór aftur, varð Marja eftir.
Hjónabandið varð barnlaust, og þegar maður
hennar fórst á einni stormasamri nóttu, varð
hún Marja —- eða hún Finn-Marja, eins og
var kölluð — ein eftir í húsinu. Þar bjó hún
áfram. Hún eltist með árunum, eins og aðrir,
og hún vildi ekki flytja frá eynni. Á hverju
lifði hún? Jú —■ það var sagt, að Finn-Marja
væri skyggn, að hún gæti séð inn í framtíð-
ina eins og aðrir lesa á bók. Þess vegna var
oft sent boð eftir henni yfir á meginlandið, til
alls konar fólks. Það var margt, sem kom til
greina — það gat verið kýr, sem skyndilega varð
veik, eða stúlka, sem vildi vita, hvort kærastinn
hennar væri í raun og veru ástfanginn af henni,
eða fiskimaður, sem vildi kynna sér, hvar beztu
Framhald á bls. 29.
VIKAN 12. tbl. — U