Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 32
baráttu sína fyrir málstað negra, var handtekinn fyrir minnihátt- ar umferðarbrot og settur í fangelsi, hringdi Kennedy til konu hans, og vottaði henni sam- úð sína og stuðning við málstað eiginmannsins. En Nixon hikaði, hélt að sér höndum í von um atkvæði hvítra í Suðurríkjunum. Honum varð ekki að von sinni. Hins vegar er talið að Kennedy hafi aflað sér atkvæða þorra negra í Bandaríkjunum, vegna afstöðu sinnar, sem var talin bera vott um mikið hugrekki. Fjöldinn sem fagnaði Kennedy á ferðum hans um Bandaríkin fór vaxandi með hverjum degi sem leið. Á einni ferð hans um Ohioríki var röð forvitinna áhorf- enda hvorki meira né minna en 113 mílna löng. Fólkið æpti í hrifningu, rauf raðir lögreglu- manna, og þusti til að taka í höndina á frambjóðandanum. Kennedy flutti ekki færri en 10 ræður daglega og heilsaði hundr- uðum ef ekki þúsundum með handabandi, enda var hönd hans orðin bólgin og stirð. Rödd hans virtist fara batnandi með hverj- um degi, og baráttuhugurinn vaxandi. Hann varð ákveðnari og snarpari í svörum sínum til Nixons. Blöðin tóku að spá Kennedy stórsigri. Starfsmenn hans vör- uðu hins vegar við slíkri bjart- sýni, þeirra útreikningar sýndu að enn þá munaði mjóu. Og það kom á daginn að þeir höfðu rétt fyrir sér. Kennedy sigraði með minni meirihluta en nokkur for- seti Bandaríkjanna á þessari öld. En eftir sigurinn náði hann vin- sældum, sem áttu ekki hliðstæðu. Hann fluttist inn í Hvíta húsið eftir að hafa svarið embættis- eið sinn 20. janúar 1961. Þar tók hann til óspilltra málanna. Hann skipaði ekki stjórnmálamann í embætti utanríkisráðherra. Þeim ætlaði hann að ráða sjálfur. For- stj óri Rockefeli er-stofnunarinnar Dean Rusk varð fyrir valinu. Nýskipaður aðalforstjóri Ford- verksmiðjanna, Robert McNam- ara varð landvarnarráðherra, óvenjulega skýr og framkvæmda- samur maður, sem átti ekki jafn- ingja í ráðneytinu. Robert, bróðir forsetans varð dómsmálaráð- herra. Hann hafði heitið því að sigrast á glæpamönnum í valda- stöðum hjá verkalýðsfélögunum og stuðla að bættum kjörum negra, með því að afla þeim jafn- réttis. Republikaninn Douglas Dillon varð fjármálaráðherra. Það var nauðsynlegt fyrir Kenn- edy að ganga talsvert til móts við republikana úr því sigurinn varð ekki meiri en raun bar vitni. Kennedy sendi þinginu hvert frumvarpið á fætur öðru. Um utanrikismálin voru litlar deilur, nema um tíma, vegna Kúbumáls- ins. Um innanríkismálin gegndi öðru máli. Helztu kosningaloforð hans voru gefin í andstöðu við 32 — VIKAN 12. tbL íhaldsöflin í Bandaríkjaþingi. Þau snerust gegn frumvörpum, sem flutt voru í samræmi við þessi loforð. Sum voru felld, önn- ur dregin á langinn, og síðar samþykkt útþynnt, nokkur þeirra ekki fyrr en eftir dauða Kennedys. Morðið á Kennedy Bandaríkja- forseta er mönnum í fersku minni. Enn er hann syrgður um allan heim, sem mikill og góður maður. En þótt helztu áhugamál hans næðu seint eða illa fram að ganga lifir andi hans í sölum Bandaríkjaþings og í hjörtum þeirra, sem unna jafnrétti og al- mennri velferð. Hann var djarf- ur umbótamaður, sem barðist fyrir málstað nýrra tíma, en slík- ir menn eiga ekki ætíð fullkomn- um samtímaskilningi að mæta. í kosningabaráttu sinni hafði Kennedy lofað negrum jafnrétti, öldruðum bættum kjörum, fá- tækum hærri launum. I ræðu þeirri er hann hélt við embættis- töku sína lofaði hann að heyja stríð gegn kúgun, fátækt, sjúk- dómum og styrjöldum. Hann hét á alla Bandaríkjamenn til full- tingis við sig. Þessu kalli svöruðu Bandaríkjamenn vonbetri og glaðari en nokkru sinni fyrr, er á þá hafði verið kallað til stórra átaka. Foringjahæfileiki Kenn- edys lýsti sér bezt í þeim hæfi- leikum hans að hrífa menn með sér vegna háleitra hugsjóna. Flestum ber saman um að and- staðan gegn hugmyndum hans um bætt lífskjör og eflingu frið- arins, með nánari samstarfi við Sovétríkin, hafi verið á fallanda fæti er Kennnedy lézt. Voru þó aðeins liðin tæplega þrjú ár frá því að hann tók við forsetaem- bættinu. Um gervöll Bandaríkin voru menn að búa sig undir að framboð með stefnu Kennedys fyrir augum. íhaldsöflunum var alls staðar sagt stríð á hendur. Menn undu ekki lengur þeirri stöðnun sem fylgdi ýmsum göml- um hugmyndum og voru fyrir löngu búnir að fá nóg af úreltri utanríkisstefnu. Kennedy hafði farið víða, m.a. um Evrópu og Asíu. Hann var meiri heims- hyggjumaður en flestir áberandi samtíðarmenn hans. Á hans tíma hófst nýtt friðartímabil í kalda stríðinu. Bandaríkjamenn unnu hvern vísindasigurinn á fætur öðrum. Hann vildi hjálpa öðrum þjóðum á raunhæfari hátt en gert hafði verið og stofnaði m.a. Friðarherinn í því skyni. Þetta var „her“ ungra manna og kvenna, sem fór um allar jarð- ir til að dreifa þekkingu og reynslu Bandaríkjamanna. Ýms- ar hugmyndir hans um félags- legar umbætur, sem þykja eðli- legar á Norðurlöndum, voru gagnrýndar í Bandaríkjunum, en eiga þar vaxandi fylgi að fagna. Kennedy lagði áherzlu á að Bandaríkin yrðu að vera sterk, til að geta gegnt forystuhlutverki sinii, En jafnfraint gerðí hann kröfu til annarra þjóða um aukna þátttöku þeirra í viðureigninni við fáfræði, sjúkdóma og fátækt. Framhald á bls. 34. VeSurfarsbreytingar af mannavöldum Framhald af bls. 21. raun um það, sem þeir vildu vita. Að undanförnu hafa þeir telið sér hentugra að sprengja neðanjarðar, og álitíð sig læra eins af því. Þess ber og að geta, að sprengjur þær, sem þeir sprengdu í háloftunum, voru „hreinar", það er, lausar við allt: geislavirkt ryk. Var það með ráðum gert af Rússum, að mynda þennarr geislavirka rykhjúp í háloftun- um? Ekki er það neinum vafa bund- ið, að Rússar vilja gjarna hafá áhrif á veðurfarið, og þó eink- um á norðurhelft jarðar. Vitað er að þeir hafa komið sér upp athuganastöðvum á rekísjöklum í Norður-íshafinu svo hundruð- um skiptir, en hitt liggur ekki. eins ljóst fyrir, hvað þeir eru að athuga þar, en líkur benda til að allt standi það í sambandi við tilraunir til að hafa áhrif á veð- urfarið. Sennilegt er að þær at- huganir hafi og átt sinn þátt í þeirri áætlun, sem þeir skýrðu frá árið 1956, að gera stíflugarð í Beringsundið og breyta með því straumum í Kyrrahafi og Norður-fshafi. Úthafsstraumarn- ir miklu, sem flytja til svo gífur- legt vatnsmagn, að mestu fljót jarðar eru lækjarsytrur í saman- burði við slíkt reginflæði, hafa mikil áhrif á veðurfarið. Eins og nú er, mætist heitur sjór úr Kyrrahafinu og kaldur úr Norð- ur-fshafinu þarna á sundinu. Heiti sjórinn er saltari og því þyngri í sér, leitar því undir þann kalda og liggur þar á 200 m dýpi. Ráðagerð Rússa var í því fólgin að snúa þessu við, dæla heita sjónum upp, svo að hann yrði ofan á þeim kalda, og kváðu það mundu valda því að loftslag hitnaði til muna í nálæg- um löndum, svo að hitinn í Síberíu yrði allt að því 40 stig og ámóta í Norður-Kanada, Alaska og nyrzt í Evrópu, og allt gróðri vafið, þar sem nú er hrjóstugt og harðbýlt. Þeir vildu fá Bandaríkjamenn í félag við sig um þessar framkvæmdir, hvað varð til þess að vísindamenn þar fóru að rifja upp fræði sín um sjávarstraumana. Og það væru ýkjur að segja, að þeir yrðu yfir sig hrifnir af fyrirtækinu. Að vísu voru þeir ekki í vafa um að slíkar framkvæmdir myndu ylja upp loftslagið í Síberíu, en þeir voru ekki eins vissir um að það hefði blessunarrík áhrif á veður- far í Norður-Araeríku. Auk þess óttuðust þeir að þær kynnu að hafa ófyrirsjáanlégár hliðarverk-' anir. Veðurfarið er margslung- ið fyrirbæri. Sé eitthvað farið að hreyfa við því á einum stað, er ekki að vita hvaða dilk það kann að draga á eftir sér annars staðar. Ef loftslagið í Síberíu hlýnaði til muna frá því, sem nú er, gat það valdið breyting- um á öllu raka- og vindakerfinu á norðurhelft jarðar. Árangur- inn af því gat meðal annars orð- ið sá, að austurhéruð Bandaríkj- anna breyttust í gróðurlausa eyðimörk. Kannski höfðu Rúss- arnir líka gert sér grein fyrir þvi, þó að þeir væru ekki að hafa orð á því. Það var þó ekki víst. „Gufuhvolfið er eins og sof- andi tröll“, getur að lesa í álits- gerð Bandarísku vísindastofnun- arinnar um veðurstjórn. „Það er eflaust hægt að vekja það með ýmsu rnóti — kitla það með fjöð- urstaf, berja það nautasvipu eða bera að því logandi eldspýtu, en hvernig bregzt það við, þegar það hefur verið vakið af svefni sínum; tekur það því góðlátlega, eða tryllist það?“ Einn af kunn- ustu vísindamönnum á þessu sviði vestur þar, kemst þannig að orði: „Við höfum enn ekki neina þekkingu á því, hvernig færi fyr- ir okkur sjálfum, ef við reynd- um að beita veðrinu sem baráttu- vopni gegn Rússum. Ef okkur tækist til dæmis að breyta veð- urfarinu í Síberíu — hvaða áhrif mundi það þá hafa á okkar eigið veðurfar?“ Svo er sjá sem Rússar séu aftur á móti ekki smeykir við að taka áhættuna, og þess vegna fylgj- ast bandarísku vísindamennirnir með allri viðleitni þeirra til að ná stjórn á veðurfarinu með ekki minni ugg en áhuga. Kommúnist- um hefur til dæmis þegar tekizt að breyta veðráttunni á Amu Darya auðninni í Vestur-Kína nokkuð, og þeirri tilraun er hald- ið áfram. Það var rússneskur veðurfræðingur, G. A. Avayuk, sem gerði áætlun þar að lútandi árið 1959, en hún var í því fólg- in að strá kolasalla yfir jökul- bunguna miklu, sem gnæfir yfir auðnina. Kolasallanum var síðan stráð úr flugvélum, unz jökull- inn var allur grásvartur orðinn. Þar sem svart drekkur hitann í sig, en hvítt lítt sem ekki, þiðn- ar jökullinn meira en ella, og er því haldið fram, að þegar flæði 50% meira vatnsmagn af jöklinum niður á auðnirnar en áður, og auk þess hefur loftslag- ið hlýnað þarna og rakamagn loftsins aukizt að mun, og er ræktun þegar hafin á auðnirini. Og nú kvíða Bandaríkjamenn því, að þeir rússnesku kunni að beita þessari sömu tækni gegn þeim, fyrst þessi framkvæmd virðist ætla að takast. Væri haf- íshettan á Norðurheimskautinu brædd, og sömuleiðis allur jökull- inn á Suðurheimsskautslandinu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.