Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 41
Sjórinn var að því kominn aS kaffæra Marian, þar sem hún stóS á syilunni, meS ókleift bjarg- iS á aSra hönd en ólgandi hafiS á hina. Bátinn hafSi rekiS burtu, og Paul lá sennilega limlest- ur einhversstaSar milli klettanna. HvaS gat hún gert? Enginn gat vitað hvía' þau voru. Hún hafði ekki séð neina báta á þessum slóðum, en þó að einhver færi framhjá víkinni, mundi ekki auðvelt að koma auga á hana, þar sem hún stóð og þrengdi sér upp að háu og bröttu berginu. Brátt yrði al- dimmt. Öldurnar mundu flæða yfir hana og skola henni með sér eins og þangi. Þær flæddu þegar yfir fætur hennar og sú síðasta náði alltaf hærra en sú, sem á undan fór. Neðsti hluti syllunnar var þegar undir sjó. Það var aðeins smánibba, sem hún stóð á, sem enn var ofan- sjávar. Hún vissi, að svo gat það ekki lengi gengið. Þetta 'var ekki nema frestur á því, sem óumflýj- anlega varð að koma. En ennþá átti hún þó örlitla von. Krafta- verk gat hent. Hún starði aftur út yfir vík- ina. Hún var breiðust yzt, en klettarnir voru alls staðar þver- hnýptir niður að sjávarmáli. Niðri í djúpinu gat hún greint öldurnar þrengja sér inn í hverja skoru. Hún rifjaði upp fyrir sér, það sem Paul hafði sagt henni.... hellarnir neðansjávar áttu sök á hættulegum straumum þegar flóð var. Þess vegna hafði hann orðið svona skelfdur, þegar hon- um mistókst að binda bátinn, sem rak strax í burtu. Það var ekki hægt að komast inn eða út úr víkinni nema með bát, og það var aðeins einn staður, þar sem hægt var að ganga á land, lítil sandströnd, þegar fjara var. Þau höfðu klöngrast yfir stórgrýtta ströndina til að komast að hum- argildrunum, en sjórinn hafði löngu þakið þá strandlengju. Og til bátsins sást ekkert. . . Hún fór aftur að horfa upp að klettabrúninni. Þótt hún hefði reynt að fylgjast með ferðum Pauls, var engin leið fyrir hana, að vita hvað komið hefði fyrir. Hefði hann dottið og hrapað nið- ur hinum megin, hefði ójöfn brúnin hulið það alveg fyrir henni. Hún hefði ekki getað heyrt skvampið, því að öldugnýr- inn í kringum hana yfirgnæfði allt annað. Hún sá ekki skýrt lengur. Það var eins og hún stæði í víðáttu- miklum fossúða, sem umlyki hana algjörlega. Öldurnar þyrl- uðust upp í kringum hana og skvettust að kjólfaldinum. Hún þrýsti andlitinu að köldum stein- inum. Skelfingin, sem gripið hafði hana frá því að Paul fór, var nú horfin. Hún var ekki lengur hrædd. Nú gat hún hugsað um atburði síðustu tuttugu og fjögurra tíma. Þegar hún kom á stöðina. Hvern- ig Paul hafði boðið hana hjartan- lega velkomna þegar hann hjálp- aði henni úr lestinni, um glettnis- lega athugasemd hans um, að þau væru nú ekki nema þre- menningar að skyldleika . . . Um móður Pauls — Florence frænku — sem bauð hana velkomna til Hill Terrace, og þegar hún hefði hitt málafærslumanninn þann sama dag, og hann hafði látið i ljós feginleik sinn yfir að hafa haft upp á henni — erfingja Joe frænda. Samt hafði engin sagt henni, hvernig Joe frændi hafði dáið . .. Marian hrökk snögglega upp af hugsunum sínum. Fyrst hélt hún, að nú væri hún að drukkna. Hún heyrði eitthvert dimmt. og stöðugt hljóð, eins og mótordrun- ur í gegnum hafrótið. Hún opn- aði augun, en hún hafði ekki gert sér ljóst, að hún hafði lokað þeim. Klettaveggurinn var kaldur og votur við andlit hennar. Sjór- inn náði henni nú upp að hnjám. Hún sneri sér við. Mótorhljóðið var þarna raunverulega. Það var bátur þarna. Marian stóð grafkyrr og horfði út á hafið, en hjarta hennar barð- ist um. Hún fylltist ákafri gleði. Hana langaði til að hlaupa og veifa, en hvorugt gat hún gert. Hún gat aðeins staðið þarna og starað út á sjóinn. Þetta var lítill mótorbátur með smá skipsklefa. Hann vagg- aði þarna letilega á öldunum tæpa þrjátíu metra frá henni. Maðurinn við stýrið virtist ró- legur og fullur sjálfstrausts og um háls hans hékk sjónauki. Hann beygði sig niður og mótor- hljóðið varð daufara, en hélt samt reglulega áfram. — Getið þér synt? kallaði han. Röddin var róleg og eðlileg, eins og þau sætu einhvers stað- ar saman í ró og næði, þegar hann bar fram þessa spurningu. •— Ekki nógu vel! Marian hristi höfuðið og rödd hennar var ve.ikburða og torkennileg. — Þér bjargið yður- sjálfsagt, svaraði hann og byrjaði að vinda upp kaðalstreng. Hann undribjó kastið. — Takið á móti! Kaðallinn flaug beint til henn- ar. En hann hafði ekki ætlazt til að hún gripi hann — sú hreyf- ing hefði getað komið henni úr jafnvægi. Þess í stað slóst hann við vegginn bak við hana og féll léttilega á axlir henni. Marian tók um hann báðum höndum. — Leggið hann yfir höfuðið og undir handleggina, skipaði hann. Hún hlýddi og beið þar til hann hafði lagt bátnum í hlé. Þá sleppti hann stýrinu og tók um hinn enda reipisins. — Eruð þér tilbúnar? Verið bara rólegar, en haldið fast í reipið. Marian fann, að reipið sat fast um líkama hennar og hélt sér dauðahaldi í hnútinn á brjóstinu. Hún kinkaði kolli. — Farið bara rólega að þessu, kallaði hann. — Gangið alveg út á brúnina og stökkið svo út í. í hans munni virtist þetta allt svo einfalt og öruggt. Þegar næsta alda féll frá, gekk hún niður að brúninni. Húb. fann hvernig reipið hertist að henni, og sjórinn freyddi í kringum mjaðmir hennar. Hún beið þar til næsta alda lagðist að. Hún skall á vegginn bak við hana og kastaði henni um koll. Enn hert- ist reipið og hún fann að hún var dregin niður í öldurótið. Hún lokaði augunum og hélt niðri í sér andanum og reyndi að hefja sig upp aftur með fótunum. Hún komst upp á yfirborðið og þegar hún var laus við brotsjóina upp við klettana gekk þetta greiðlega. Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.