Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 51
 «■ Nýtt útlit Ný tækni MALMGLUGGÆR f/i 4^/ LÆKJARGÖTTJ, HAFNARFIRÐI. — S/M/ 50022 Farartæki íyrirraanna Ludwig Erhard notar — eins og fyrirrennari hans — mest Mercedes Benz 300. Fyrir nokkrum árum gerði BMVV bíl, sem kallaður var „Andenauer Wagen“, en hann gerði enga sérstaka lukku. MB heldur áfram að vera kanslarabíllinn. Lyndon B. Johnson erfði Lincolninn, sem Kennedy var veginn í, með öllum e.ukahlutum — sætum og toppi. Á bílinn hefur nú verið sett hærra sætisbak, sem hefði e.t.v. getað komið í veg fyrir dauða Kennedys hefði það verið sett á í tæka tíð. Nikita Krúsjoff ekur að öll- um jp.fni í glansnúmeri sovézkrar bílaframleiðslu, ZIL 111 G. Tveir bílar af þessari gerð eru framleiddir á mánuði hverjum handa fyrirmönnum Sovétríkjanna. Charles de Gaulle notar tvo sérbyggða Citroén. Oftast notar hann þann, sem myndin sýnir, — lengda og skrautbyggða útgáfu af DS 19. Um þessar mundir er Renault — sem franska ríkið á — að smíða tvo for- setabíla, sem eiga að taka við af þessum. Antonio Segni lítur auðvit- p.ð ekki við öðrum en Pinin- farina sniðnum bílum. Aðallega ekur hann um í þessiljn glæsilega Lancia- Flamina. Sirikit frá Thailandi og Bhumibol drottning sýna gestum land sitt úr rjóma- gulum Rolls Royce, sem er útbúinn með sérstakri loft- kælingu fyrir farþega. Þau eiga líka stóran Bentley, og drottningin hefur til um- ráða MB 190SL, þegar hún þarf að flýta sér. Páll páfi VI. erfði eftir fyr- irrennara sinn sérbyggðan MB 300. Hluta af þakinu er hægt að leggja aftur, og aftur £ er aðeins einn hæg- indastóll, því páfinn er ávallt einn. Elísabet II. — Þótt Bretar séu góðir og duglegir bíla- framleiðendur, grípur henn- ?.r hátign til færri og auð- reiknaðri hestafla, þegar hún fer í opinberar öku- ferðir. Þá ferðast hún í far- artækinu, sem mydnin sýn- ir: Viðhafnarvagni drottn- ingarinnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.