Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 21
NGARNAR Áður en sá uggvænlegi möguleiki verður ræddur nánar, skulum við gera okkur dálítið ýtarlegri grein fyrir þessum veðurfarsbreyt- ingum. Öldum saman hafa íbúar Moskvu orðið að sætta sig við meiri vetrarhörkur en um getur í nokkurri höfuðborg annarri. En nú bregður svo við, að vetrarveðráttan þar gerist stöðugt mildari á undanförnum árum og um leið vorar þar fyrr en áður. Sama er að segja um veðurfarið í Síberíu; þar hefur dregið svo úr frost- hörkum, að skipulagssérfræðingarnir í Sovétríkjunum eru famir að ráðgera þar samyrkjubúskap. Meðalþykkt ísþekjunnar í Norður- íshafinu hefur minnkað úr 365 sm í 218 sm, og sumstaðar norður þar, sem ekki var skipgengt sökum lagnaðaríss nema þrjá mánuði á ári, fara nú skip allra sinna ferða í fulla sjö mánuði. Er hugsanlegt að sovézkir vísindamenn hafi fundið ráð til stór- felldra breytinga á veðurfarinu, og hrundið þeim ráðstöfunum í f ramkvæmd? Fyrir svo sem tíu árum mundu menn hafa svarað slíkri spurn- ingu með því að brosa og yppta öxlum. Og vera má að öllum almenningi þyki hún broslega fjarstæðukennd. En ábyrgum mönn- um sem þekkingu hafa á þessum málum, kemur ekki til hugar að brosa og því síður, sem þekking þeirra er meiri. Sannleikur- inn er sá, að ný vísindagrein er þegar í uppsiglingu, sem átökin milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa veitt beggja skauta byr. Það mætti kalla hana veðurfarsstjórn. Markmiðið er það, að geta ráðið veðurfarinu og beitt því sem hverju öðru styrjaldar- vopni ef í það fer. Ekki þar fyrir, að það er nokkuð langt síðan að menn létu sér það til hugar koma að hafa mætti nokkur áhrif á veðrið. Síðan 1940 hafa öðru hverju birzt fréttir af tilraunum þar sem þurrís var dreift yfir ský til að gera rigningu, eða reynt var að dreifa burt þoku með því að kynda elda. Að sumum þessum tilraunum stóðu heiðarlegir vísindamenn, en oft voru þar líka á ferðinni skrum- arar og svindlarar. En allra voru þessar tilraunir í smáum stíl og eingöngu miðaðar við að hafa stundaráhrif á veðrið á mjög tak- mörkuðu svæði. Hin nýja vísindagrein, varðandi veðurfarsstjórn til styrjaldar- nota, setur sér ekki neinar takmarkanir. Þar koma öll veðráttu- afbrigði til greina. „Það er hugsanlegt að koma megi af stað þrumu- veðri, sem trufli allar samgöngur og öll fjarskipti á vissu svæði, þar sem og þegar verst gQgnir fyrir fjandmennina", segir einn af flotaforingjum þeirra í Bandaríkjunum, sem að undanförnu hefur unnið með ýmsum vísindamönnum að leynilegum tilraunum á þessu sviði. „Ekki er heldur útilokað að við komumst einhverntíma upp á lag með að vekja fellibylji og stjórna þeim og stýra til þess að valda enn alvarlegri truflunum. En slíkt yrði þó ekki nema smá- ræði, miðað við það ef takast mætti að valda langæjum veðurfars- breytingum á víðu svæði, og lama þannig landbúnað óvinanna, siglingar og aðra helztu atvinnuvegi". Og fyrir skömmu lét einn af æðstu mönnum bandaríska sjóhersins, William Raborn vísiaðmír- áll, þessi orð falla: „Ef við næðum stjórn á veðurfarinu, mundi það valda róttækari breytingum á öllum styrjaldarrekstri en upp- finning kjarnorkusprengjunnar". í rauninni er alls ekki óhugsandi að veðurfarsstyrjöldin gé þegar hafin. Margir ábyrgir vísindamenn álíta, að sú mikla breyting, sem orðin er á veðurfarinu, síðustu árin, eigi rætur sínar að rekja til kjarnorkusprenginga í háloftunum — sér í iagi þeirra, sem gerð- ar voru yfir Síberíu á sínum tíma, en Síbería er það svæði, sem mestu ræður um veðurfar allt á norðurhveli jarðar. Heimskunnir vísindamenn eins og veðurfræðingurinn Gilbert Plass og dr. Bern- ard Vonnegut, sá er frægur varð fyrir að valda regni með því að láta strá skýin silfurioide, álíta greinilegt samband með þessu óvenjulega veðurfari og hinu geislavirka ryki í gufuhvolfinu. Ryk þetta hefur gerbreytt hitastreyminu frá sólinni til jarðar og frá jörðinni aftur út í geiminn, og þetta hefur svo valdið róttækum breytingum á þeim meginloftstraumum, sem mestu ráða um veður- farið á jörðu niðri. Því er það, að sá meginstraumur, sem, þegar allt er með felldu, ber með sér hlýtt loft yfir Suður-Evrópu og Bandaríkin, hefur nú breytt um farveg og flytur hlýtt loft yfir Rússland en kalt loft frá Norðurhjaranum yfir Bandaríkin. Þetta er vísindalega sönnuð staðreynd og ekki nein spurning lengur, eins og síðar verður að vikið. Hitt er aftur á móti enn spurning, hvort Rússar hafi sprengt umræddar kjarnorkusprengj- ur uppi í háloftunum í þeim tilgangi. Það er full ástæða til að ætla að svo hafi einmitt verið. Upp úr 1955 skutu þeir yfir hundrað stórum kjarnorkusprengjum í loft upp frá tilraunastöðvunum í Norður-Síberíu. Bandarískir kjarnorkuvísindamenn hafa löngum undrazt það hve gífurlega stórar sprengjur Rússar notuðu til slíkra tilrauna. Vetnissprengjur kosta of fjár. Hví svona margar og kraft- miklar, spyrja þeir bandarísku, sem töldu sig ekki þurfa að skjóta nema fáum og litlum, til þess að komast að Framhald á bls. 32. VTKAN 12. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.