Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 5

Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 5
ST. PAULI Margir íslendingar hafa komið til St. Pauli hverfisins í Hamborg, og enn fleiri hafa heyrt um það talað. Þar er eitt frægasta - eða réttara sagt alræmd- asta skemmtihverfi Evrópu, ekki sízt fyrir þá, sem sækjast eftir stundarsælu í örmum léttúðar- drósa. Myndin sýnir eina götu þar, og þarf engum getum að því að leiða, hverskonar iðja er stunduð þar innan- dyra. Gatan er lokuð í báða enda, og stendur skýrum stöfum á hliðinu, að unglingum sé þar bannaður aðgangur. BÍTLASKOÐUN Líklega er gaman að vera ung stúlka, liggja í sól suður í Nauthóls- vík og fletta blöðum með myndum af Tlie Beatles. Ekki livað sizt, ef hægt er að láta sig dreyma um, að bítlarnir komi hlaupandi upp úr víkinni og alla leið til manns. Þetta var meðan Filippus prins var hér við fuglaskoðun. Kristin lét sig gossa - og kom í sjónvarpinu Þorvaldur Steingrímsson, fiðluleikari, var um tíma í Bandaríkj- unum og bjó bæði vestur ó Kyrrahafsströnd og í Dallas í Texas, borginni þar sem Kennedy var myrtur. Yngri dóttir hans, Kristín, er gift þar í borg og ætlar að setjast þar að. Hún gekk í fall- hlífarstökkklúbb í Dallas, en það er vinsæl íþrótt og þykir mjög hrífandi. Sportið er fólgið í því að lóta sig falla sem lengst óður en fallhlífin er opnuð, helzt að opna hana ekki fyrr en örfáir metrar eru til jarðar. En byrjendur reyna ekki þessháttar kúnstir, heldur opna þeir fallhlífina fljótlega og þrjú allra fyrstu stökkin eru raunar fram- kvæmd þannig, að fallhlífin er opnuð úr flugvélinni, ef taug- ar stökkvarans skyldu nú hafa brugðizt. Það komu bæði Ijósmyndarar og sjónvarpsmenn, þegar Kristín stökk í fyrsta sinni, eftir því sem hún sagði. Hún fór í stökkv- aragalla af forseta klúbbsins og spennti á sig hjálm. Svo var flogið með hana upp og þegar myndatökumenn bíða niðri á jörðu, er ekki hægt að missa kjarkinn og snúa við, svo hún lét sig detta út í himinblámann. Fyrst flæktist annar fóturinn í böndunum og vissi beint upp, en hún hafði að greiða úr öllu saman á leiðinni niður og lendingin gekk vel. En þeir höfðu gleymt að segja henni, hvað hún ætti að gera við fall- hlífina, þegar niður á jörðu kæmi og hana grunaði ekki að það gæti verið neitt vandamál. En þá var það að vindurinn tók í fallhlífina eins og segl og dró Kristínu með sér og varð úr því ákjósanlegt efni fyrir myndatökumennina. Þetta var svo sýnt í sjónvarpinu. Kristín var sem snöggvast á ferðinni hér heima í júlí, en fór svo út til Dallas til að byrja búskap og sagðist ætla að halda áfram að iðka fallhlífarstökk. VIKAN 36. tbl. — g

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.