Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 10

Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 10
AÐ TEUfl KJflRK i ALLSNÆGTAKYNSLÖÐINA Prestshjónin í Holti, Hanna og sr. Sigurður ásamt Prestsetrið Holt undir Eyjafjöllum. Að Hjördísi, dóttur Sigurðar. Hún var þarna í heimsókn, Dóttursonur sr. Sigurðar hleypur til afa síns á hlaðinu I baki gnæfir Holtshyrnan. en er annars gift Úlfari Skæringssyni, skíðakennara. Holti. Fólksvagninn er farkostur prestsins. Wmmm 1 . ' >v Það stytti upp einn dag og sólin brauzt fram úr skýjaþykkninu, sem hafði legið eins og mara yfir Suðurlandi með mismunandi miklu slagviðri. Regnbólstrarnir höfðu kom- ið eins og holskeflur úr suðri og austri, kolgráir og vatnshlaðnir; þegar bezt lét sást aðeins giitra í fölgula blikuna á milli þeirra. Þannig eru óþurrkasumur á Suðurlandi. Grængresið er farið að vaxa uppúr töðunni á túnunuin, það glittir jafnvel í vatn undir heyinu. í þesskonar árferði þyrmir yfir menn á hverjum morgni, þegar þeir heyra að enn lemur regnið rúðurnar og vita að taðan heldur áfram að spretta úr sér eða lirekjast. Menn gretta sig framan i grámuskuna og árétta það enn einu sinni, að nú sé hann brugðinn fyrir alvöru, engin von um uppstyttu fyrr en um höfuðdag. En þetta var sem sagt daginn, sem stytti upp. Markafljót breiddi úr sér þar sem Skarphéðinn snaraði sér yfirum milli höfuðisa hér áður fyrr og sólskinið glitraði í lækjaveisunum, sem steyp- ast hvítfyssandi niður lilíðarnar hjá Stóradal. Landið var eins og svefndrukkinn unglingur, sem ris upp með stírurnar í augunum og sér að það er komið hádegi. Aldrei eru litir eins tærir, ljósbrigðin aldrei eins viðkvæm og finleg eins og eftir langvarandi regn. Og líklega tekur maður hvergi betur eftir Sr. Siguröur við minnismerkið um Holtskirkju, sem stóð þarna í kirkjugarðinum frá 1170 til 1889, en var flutt að Ásólfsskála.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.