Vikan - 03.09.1964, Síða 11
þessu en undir Eyjafjöllum. ÞaS gerir bergifS,
þetta stöllótta, krumsprangaÖa og siflúraða móberg,
hver hamragarðurinn og raninn á fætur öörum,
grænkan i neðra og raunar upp um öll þessi þver-
hnípi. Allt kvikt af lifi, fugli og grösum. Þannig eru
Eyjafjöllin einn uppstyttudag seint í júlí.
Holtshyrnan er eins og vestfirzku fjarðagnipurnar,
séð af sléttlendinu neðan við Skálabæina. Þegar nær
dregur verður ásýnd hennar allt að þvi ógnvekj-
andi og maður getur dundað sér tímunum saman
við að sjá kynjamyndir út úr rúnum ristu andliti
hennar líkt og einstaka Kjarvalsmyndum.
Prestssetrið Holt stendur á flesjunni framan við
Hyrnuna.
Fólksvagninn stóð á hlaðinu og horfði á Hyrnuna,
bærinn hélt áfram að horfa til hafs, grasið í kirkju-
garðinum var lagzt í legur og beið eftir sláttu-
manninum, séra Sigurður var að fá sér hádegislúrinn
og frú Hanna bauð okkur velkomna að Holti. Með
mér var Baltasar hinn spánski, sem lesendur Vik-
unnar þekkja af teikningum í blaðinu. Hanna sagði:
— Hann svaf í allan gærdag og hálfan daginn þar
á undan. Hvað á maður að gera annað en að sofa í
þessari endalausu rigningu? Undir þá skoðun tók
Hjördís, dóttir sr. Sigurðar, sem var í heimsókn í
Holti um þessar mundir ásamt börnum sínum tveim.
Hún er gift Úlfari Skæringssyni, skiðakappa og kenn-
ara og þau búa búi sínu vestur i Colorado í Banda-
ríkjunum; þar kennir Úlfar á skíði og þau una hag
sinum vel.
Sr. Sigurður gekk i stofu og fagnaði okkur vel,
hress og endurnærður eftir hádegislúrinn. Ég sagði
sísona:
— Hvaða áhrif hefur það á kennimenn og skáld,
þegar ekki styttir upp vikum saman?
— Ég var, bóndi hér og rigning um sláttinn
verkar illa á mig. — Mér liður illa vegna ná-
grannanna, þó að ég sé sloppinn. Þegar maður er
hættur að hafa kýr og kindur, áhyggjur af skepnu-
höldum og heyverkum, þá er rigningin ekki til neinna
baga fyrir andlega heilsu. Þegar hann hvolfir úr sér
dembunum, þá sest ég inná skrifstofu og skrifa smá-
sögur mér til skemmtunar.
— Já, ég er fyrir mitt leyti sannfærður um að það
er betra að búa með smásögur en kýr í rigningartíð.
Hefurðu ekki bent nágrönnum þínum á þetta?
— Nei, ég hef nú látið það vera. Það er ekki víst
að þú mundir kaupa af þeim smásögurnar. Mark-
aðurinn er meiri fyrir mjólk en smásögur, þegar
öllu er á botninn hvolft.
Við gengum út og lituðumst um af hlaðinu og
gengum inn i gamla, niðurlagða kirlcjugarðinn að
minnismcrkinu, sem þar liefur verið reist í stað
kirkju.
— Hversvegna var kirkjan lögð niður?
— Hún var flutt að Ásólfsskála vegna þess að
hætta var á, að Holtsáin bryti land og eyddi jafnvel
bæjarstæðinu. Eins og sjá má af þesu minnismerki,
Vikan
heimsækir
sr.
Sigurð
í Holtí
Frú Hanna spilar á orgelið í
stofunni i Holti og sr. Sigurð-
ur hlýðir á.
þá var hér kirkja frá 1170
til 1889. Minnismerkið stend-*
ur þar sem áður var kór kirkj-
unnar.
— Hefur það haft einhver
áhrif á andagiftina að sitja
þarna við minnismerkið?
Andinn komið fremur yfir þig
þar en annarsstaðar?
— 0 sei sei nei. Aftur á
móti held ég meira uppá
þennan stað, sagði sr. Sigurð-
ur og benti á legstein úr
stuðlabergi austar i garðin-
um. — Þarna hvílir merkis-
maðurinn og sálmaskáldið
Þorvaldur Böðvarsson, sem
var prestur hér i Holti og
orti nokkra ágæta sálma, til
dæmis Dýrð sé guði í hæst-
um hæðum. Tómas Sæmunds-
son, Fjölnismaður, getur hans
einhversstaðar mjög lofssam-
lega.
— Er þetta hlunnindajörð?
— Tæpast lengur. Hér var
reki á allbreiðri fjöru og sú
var tíðin, að ég fékk nægan
við í girðingarnar af fjörunni.
En nú er þar allt um þrotið
og sömuleiðis veiðin i Holts-
ós, sem áður var allmikil.
Hún hefur verið að minnka
þessi átján ár, sem ég er bú-
inn að vera prestur i Holti.
Mér datt það ekki í liug, þeg-
ar ég kom hingað fyrst, að
maður ætti eftir að ilend-
ast svona lengi hér undir fjöll.
unum.
— Þið kunnið vel við ykk-
ur í Holti?
— Prýðilega.
— Er gott að messa yfir
Eyfellingum?
— Afbragð.
— í hverju liggur það?
— Það liggur í þvi að þeir
eru kurteisir og góðir hlust-
endur og svo er hér kirkju-
rækið fólk. Það var hérna
fyrr á árum að við gerðum
VIKAN 36. tbl. —
0