Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 14
Greta Garbo og John Gilbert í myndinni „Þrá“, sem tekin var 1927. Það var fyrsta myndin, sem þessir heimsfrægu leikarar léku saman i. Eftir öll ástaratlotin í kvik- myndinni og vináttu þeirra utan kvik- myndaversins héldu allir að brúðkaup væri í nánd, en Greta hvorki þorði né vildi giftast. 5. hiluti Ævintýrið um EFTIR þrjú ár og átta kvikmyndir í Hollywood var Greta Garbo orðin drottning kvikmyndanna. Hendur hennar voru sem skap- aSar fyrir ástaratlot, dásamleg augu hennar lofuðu uppfyllingu djörfustu drauma, bros hennar, var óendanlega blítt og öll elskuleg fram- koman lýsti af ást. En það var líka köld fjarlægð í fari hennar, sem gerSi það að verkum, að meira að segja þeir frökkustu hikuðu frammi fyrir henni. Áhorfendur elskuðu hana, þeir litu á hana sem kæran vin, ástkonu, syst- ur eða fjarlæga veru. Kvikmyndir Gar- bo voru ekki merkilegri en aðrar myndir, en Garbo lyfti fábreyttu efninu í æðra veldi með þvi að leggja sál sína í leikinn. Samt var hún aldrei áberandi tilfinningarik. Hún notaði aðrar aðferðir, og hún hafði einkenni- lega næma tilfinningu fyrir tjáningu kvikmyndanna — á þeim tíma sem ákaft fas og augu full af geðshræringu voru alls ráðandi í kvikmyndum, kom hún með hægláta framkomu og kyrr augu. Meðan aðrar filmstjörnur gáfu tilfinningunum lausan tauminn, sýndi hún aðeins titrandi bros og myrkur í augum. Hún var álitinn leyndardómsfull og óráðin gáta. Allir vildu vita eitthvað um þessa tuttugu og þriggja ára sænsku stúlku í Hollywood, en hún komst — VIKAN 36. tbl. undan öllum tilraunum blaðamanna. Hún vildi ekki og gat ef til vill ekki svarað spurningum þeirra. Þá sneru þeir sér til starfsfélaga henn- ar, mótleikara hennar og þá aðallega til John Gilbert. Hinn laglegi og brosmildi Jack var fús að segja frá Gretu, hann hafði leikið á móti henni í öllum vinsælustu myndunum og var sérfræð- ingur í heitum ástarsenum. Jú, það var rétt, hann hafði beðið hennar, honum liafði að visu verið neitað, en.... Ég vil heldur eiga með henni einn klukkutíma en heilt líf með hvaða annarri konu í öllum heiminum, sagði eftirlætisgoð kvikmynda- gesta, John Gilbert og hló svo að skein í hvítar og fallegar tennurnar. Hvernig var hún? — Ó, hún er dásamleg. Það hefur aldrei verið sköpuð jafn töfrandi vera. Hún er full af duttlungum eins og sjálfur skrattinn, óútreiknanleg, skapheit og dularfull. Stundum neitar hún að vinna, og vilji hún það ekki, gerir hún það heldur ekki. Hún leikur ekki nema hún sé vel fyrir kölluð. En hvi- lík geislun frammi fyrir myndavélinni! Hvílikur þokki! Hvílík kona! Einn daginn er hún barna- leg, trúgjörn, hreinn unglingur. Þann næsta er bún dularfull, þúsund ára, eggjandi og þekkir allt. Garbo er fleiri manneskjur í einni en nokk- ur annar. Allur heimurinn hafði áhuga á sambandi henn- ar við John Gilbert. Ætluðu þau að gifta sig? •— Ég er trúlofaður henni, en ég veit ekki hvort hún álítur sig trúlofaða mér, sagði John Gilbert við blaðamennina. — Þú ert ekkert annað en stórt barn, sagði Greta við hann. En Gilbert gafst ekki upp. Ilann keypti lystisnekkju og lét gera hana upp fyrir hvorki meira né minna en 100000 doll- ara. Hann skirði skipið „Tælidrósin“ eftir fyrstu mynd Gretu, og svo tilkynnti hann, að þau ætl- uðu að fara saman burt úr Hollywood og dvelja í ár á Kyrrahafinu. Sú ferð varð aldrei að veru- leika. John Gilbert var draumóramaður og átti erfitt með að gera greinarmun á ævintýrum kvikmynd- anna og raunveruleikanum. En það var kæru- leysi hans og áhyggjuleysi, sem töfruðu Gretu. Þrátt fyrir velgengnina og 260 000 dollara árs- tekjur, leið henni ekki vel, hún var tortryggin, feimin og varkár, og henni fannst ekki að hægt væri að treysta neinum í Hollywood, þar sem allir höfðu svo kalt hjarta og uppgerðarleg bros. En Jack var öðruvísi. Hann bar enga virðingu fyrir stórlöxunum, var fljótur að svara fyrir sig og sýndi þeim, sem litu stórt á sig, lítilsvirðingu. í félagsskap hans gat Greta hlegið og verið eðli- leg. Ameríkumaðurinn John Bainbridge hefur sagt frá lífinu í húsi Gilberts uppi í fjöllunum, « en hann hefur skrifað bók um ævi Gretu Garbo. Greta var sjaldan ein með Jack, því að hann vildi hafa fjölda fólks i kringum sig og vildi venja Gretu við að taka á móti gestum. Það gekk ágætlega, þegar gestirnir voru ekki of margir. Þá fóru þau oft í eitthvert kvikmyndahúsið og Greta klæddi sig þá eins og Jack og vinir hans, i víðan polo- jakka með bundnu belti. — Nú er ég ein af ykkur, sagði hún hlæjandi. En væru fleiri gestir varð hún taugaóstyrlc. Hún hafði einhvern tíma útbúið matarborð með smurðu brauði og fór svo til Jacks og hvislaði: — Heldurðu að fólkið fari ekki að borða? Jack stakk upp á því, að hún tilkynnti að maturinn væri til, en hún gat ekki fengið sig til þess. Líklega var það á einni slikri veikleikastundu,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.