Vikan - 03.09.1964, Side 15
3 Karlmennirnir í sænsku konungsfjöl-
skyldunni dáðust mjög að Gretu Garbo.
Hér er mynd af henni með núverandi
konungi Svíþjóðar, Gustaf Adolf, tekin
við miðdegisvcrðarboð, scm MGM hélt
honum og Louisu drottningu, þegar þau
heimsóttu Hollywood, cn þá var hann
krónprins.
Greta fór heim með „Kungsholm" fyrir
jólin 1928, og þegar skipstjórinn, Einar
Lundborg, kom scinna til Bandaríkj-
anna, heimsótti hann hana í kvikmynda-
verið og fékk þá að taka mynd af feg-
ursta farþeganum sínum. O
íbúar Gautaborgar fjölmenntu til að taka á móti Garbo, þegar hún
kom til Svíþjóðar á jólunum 1928. Hún varð að hafa sterkan lög-
regluvörð, en samt tókst hrifnum löndum hcnnar að lyfta bílnum
hcnnar á bryggjunni í Gautaborg. Kúðurnar voru brotnar og gler-
brotunum rigndi yfir fólkið.
Frægasli leikarinn i Hollywood, John Gilbert, þrábað
um ást liennar, sænsku prinsarnir Gustaf Adolf og
Sigvald, dáðu hana, og allt ætlaði af göflunum að
ganga, þegar hún kom til Gautaborgar á jólunum
1928. Heimsstjarna liafði myndazt, ævintýrið um
Gretu Garbo var orðið veruleiki. En sjálf var Garbo
þreytt og vildi helzt flýja frá öllu saman, en hún
gat ekki losnað . . .
sem Gilbert tólcst að fá liana til að samþykkja
að giftast sér. Hann setti hana inni í liraðskreið-
asta sportbilinn sinn og ók svo með hana yfir
landamærin til Mexico i leit að lientugum stað til
giftingar. Þegar þau kornu til Santa Anna, bað
Garbo um að fá að fara andartak inn á hótel. Þar
faldi hún sig á snyrtiherberginu fyrir konur og
laumaðist þar út um gluggann. Hún fór ein heim
til Hollywood með lest.
Ástæðan fyrir að hún þorði ekki að elska Jolin
Gilbert hefur sjálfsagt vcrið sú, að hún þekkti
draumóramanninn. Hún vissi að karlmennska
hans var sönnust framnii fyrir ljósmyndavélinni,
en i einkalífinu var það áfengið, sem hélt uppi
dirfsku hans og góðu skapi. Greta átti bitrar end-
urminningar um drykkjuskap frá æsku sinni í
Stokkhólmi. Hún mundi vel úrhrökin, sem söfn-
uðust saman á Fyllbacken skammt frá heimili
hennar á Blekingegötu á Söder. Hún kannaðist
við hinn brosmilda og laglega Jack, hann var
maður með hættulega óró i blóðinu.
Hún skrifaði heim til vinar sins: — Ég geri
ráð fyrir að þú hafir lesið í blöðunum um mig
og vissan leikara, en ég ætla ekki að gifta mig.
Hér eru allir á snöpum eftir fréttum, og láta mig
þess vegna ekki i friði. Stundum verð ég veik af
heimþrá, og nú þegar jólin nálgast, get ég ekki
annað en grátið. Hugsa sér, ef ég væri nú komin
til Stokkhólms, gæti horft á fólksstrauminn með
alla jólapakkana. Þetta verða þriðju jólin, sem
ég verð að heiman, og ég er óhamingjusöm og mér
finnst þetta ekki vera réttlátt. Það er sjálfsagt
barnalegt af mér að' láta svona, þegar ég veit að
ég kemst ekki heim, og ég ætti að vera þakklát
fyrir stöðu mína og gera mér ljóst, að milljónir
manna mundu þakka guði
fyrir að standa i mínum
sporum. En þannig er
þetta....
Þessi lieimþrá og ein-
manakennd, sem bréfið
sýnir ljóslega, varð svo
sterk, að þeir i Metro urðu
að sleppa stjörnunni sinni
í nokkra mánuði. Það
urðu því engin þriðju jól
í framandi landi.
Til þess að losna við of
mikið blaðaumtal, lagði
Greta af stað fyrr en til-
kynnt hafði verið. Far-
miðarnir voru pantaðir
fyrir Alice Smitli og upp-
hafsstafirnir A.S. stóðu á
farangri hennar. Hún
komst um borð án þess
að nokkur vissi, en brátt
barst fréttin út og blaða-
mennirnir komu á vett-
vang. Hún fór í kringum
þá með því að hylja fag-
urt andlit sitt undir barða-
stórum hatti og dökkum
gleraugum. Þetta var í
fyrsta sinn sem hún not-
aði þennan dularbúning,
en hins vegar eki í síð-
asta sinn. Þegar Kungs-
Framhald á bls. 40.
VIKAN 36. tbl. — Jg