Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 18

Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 18
DAGUR VIÐ HINN ENDA VE FRÁSÖGN EFTIR NlELS ÓSKARSSON Hvað veldur því, að sá, sem kemur á ókunnan stað, segir, að fólkið þar sé skrýtið, þegar hann er kominn heim? Líklega það sama og veldur því, að íbúar staðarins segja, að hann sé skrýt- inn, þegar hann er farinn. Merg- urinn málsins er sá, að íslending- ar eru haldnir þeirri firru, að allt sé annarlegt utan síns fæð- ingarhrepps, eins og t.d. þeir í Suðursveit halda að Seltjarnar- nesið sé lítið og lágt. Mér er samt næst að halda að íslendingar séu allir sami grauturinn, en þeir eru langt frá því að vera allir í sömu skálinni. Því var það, að við fór- um, tveir Reykvíkingar, norður til Akureyrar, til þess að gera samanburð á þessum tveim slett- um af íslenzku þjóðinni. Ekki ætlum við samt að dæma um, í hvorri skálinni, Reykjvík eða Akureyri, er meira af kekkjum. Við fórum norður með svefn- Meðan aðrir sváfu sat spámaðurinn frá Fleetwood við gluggann og horfði á miðnætursólina. vagni, sem hér syðra er kallaður „hrotan“. Þar er fólk fljótt að kynnast, eins og oft er á ferða- lögum. Samt fannst mér, að þetta fólk, sem ætlaði að sofa saman í fyrsta skipti, ætti erfitt með að festa blund fyrstu kílómerana. Þess vegna var glatt á hjalla framan af nótt, en svefninn sigr- aði samt flesta að lokum. Til dæmis um, hve svefninn getur verið Iúmskur, segi ég frá tveim stúlkum, sem voru á leið í sum- arleyfi. Þær pískruðu og flissuðu, eins og ungmeyjar einar geta. En á Holtavörðuheiði sofnaði önnur í miðri setningu, en hin hafði þá sofið í góða stund. Setn- ingin varð ekki sögð til enda, fyrr en austan Skagafjarðar, og þá var þetta orðin 200 km löng setn- ing. Nokkrir sjómenn sátu aft- ast og voru við skál. Þeir sungu sig inn í draumalandið efst í Borgarfirði saddir lífdaga. Sá maður, sem mér þótti kynlegastur í hrotunni var lágvaxinn Breti, síðhærður og með alskegg. Ég kallaði hann spámanninn frá Fleetwood, því þar hafði hann slitið barnsskónum. Óteljandi öðrum skóm hafði hann slitið á tíu ára flakki um jörðina. Ilann festi aldrei blund, og meðan aðrir sváfu sat spámaður- inn frá Fleetwood við gluggann og horfði á miðnætursólina. Hrot- an bilaði í Öxnadal og meðan bílstjórarnir reyndu að ná sam- handi við Eyfirðinga um talstöð, stóðum við spámaðurinn frá Fleetwood á þjóðveginum, og ég spurði hann um erindi hans til íslands. Hann sagðist hafa dval- ið í Sahara eyðimörkinni á und- an fslandsferðinni. Þegar hann hafði verið þar í þrjá mánuði, var hann farið að langa svo í nýjan fisk, að draumar hans sner- ust eingöngu um íslenzku gol- þorskana, sem hann hafði svo oft étið sig saddan af í æsku. Brá hann þá við skjótt og fór til fs- lands, til að höndla hamingjuna í návist draumþorska sinna. Þennan morgun var ástar- stjarnan yfir Hraundrangi í Öxnadal hulin skýjum, eins og þegar Jónas kvað um hana forð- um, en samt sagðist spámaður- inn frá Fleetwood aldrei hafa séð merkilegri strýtur í Evrópu en Hraundranga og Eiffelturninn. Þegar við komum loks inn á Akureyri voru hinir innfæddu þegar komnir á kreik. Krakkarn- ir voru á stjái með brúnar mjólk- urflöskur og innkaupatöskur. Það var ekki laust við að fólk glotti að okkur, þegar við stauluðumst út úr hrotunni, og mér sárnaði það þangað til ég sá spegilmynd mína í búðarglugga, því það var engu líkara en maður hefði sömu lögun og sætin í rútunni að aft- anverðu. Þá reyndi ég að brosa framan í spegilmynd mína og bera mig mannalega, en hún gat það ekki og fór. Við byrjuðam á að fá okkur kaffi í matsölu „Við vinnum fyrir þ'.rn rétta mál- stað, sem hjartað gle£ r — og ;:vo auðvitað peninga". einni og hvílíkur yfirnáttúrleg- ur töfradrykkur er ekki Braga- kaffi, sem er búið til af innfædd- um akureyrskum meyjum. Ég tala nú ekki um ef þær líta út eins og brasilískar þokkagyðjur. Ég held næstum að þeirra kaffi geri alla glaða. Það er til lítil saga um mann, sem kom á Akureyri og fékk hvergi gistingu. Hann sneri sér þá til lögreglunnar og spurði, hvort hann gæti ekki fengið að sofa í steininum, en þá sagði Iögreglu- maðurinn: „Ef það er fullt hjá KEA þá er fullt hjá okkur.“ En við fengum aftur á móti inni á KEA, eftir að góðhjörtuð stúlka á afgreiðslunni þar hafði eytt þrem tímum í að finna laust her- bergi fyrir okkur. Á meðan geng- um við um bæinn og reyndum að tala við krakkana. Þau voru dálítið feimin við okkur, vegna þess að ljósmyndarinn var með hrollvekjandi tæki sín hangandi utan á sér. Og hatturinn minn er ekkert aðlaðandi síðan ég svaf á honum um árið. Einn strákpatti veigraði sér þó ekki við að tala við okkur. Hann sagði okkur, að hann ætti nýtt þríhjól, og að hann fengi alltaf ís á sunnudögum. Ég spurði þá strák, hvort hann fengi líka ís í vetrarkuldunum. Hann leit á mig hiæjandi og sagði: „Svaka- lega ertu skrýtinn manni. Held- urðu að ég geti ekki étið ís inni í húsi“. Þá kom mér í hug, að Svarfdælingur einn sagði eitt sinn við mig: „Ég verð aldrei montinn heldur drjúgur“. Við tókum fljótt eftir, að Akureyringar eru miklir bú- hyggjumenn. Garðar eru þar með afbrigðum fallegir og göt- ur hreinar, og búðargluggar eru næstum eins vel skyggðir og bezt gerist í Reykjavík. Þegar við höfðum fastnað okkur her- bergi á KEA gengum við hin- ar 108 tröppur að Akureyrar- kirkju. Allt var þetta upp í mót, sumt ógurlega bratt, eins og í himnaför kerlingar. í kirkjunni eru góð tæknileg skilyrði til trú- ariðkana. Þar eru hlustunartæki í tveim bekkjum, fyrir þá, sem heymadaufir eru, og ræðupúlt í framanverðum kór, þar sem leik- menn geta látið gamminn geysa á æskulýðsfundum án þess að raska helgi prédikunarstólsins. jg _ VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.