Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 19
GARINS
Ævinlega þykja mér hinir lituðu
gluggar yfir aitari fegurstir af
öllu í kirkjunni. Sá í miðjunni
af þremur er forn, var áður í
enskri kirkju. Þegar sú kirkja
var sprengd í loft upp í stríðinu,
var glugginn fagri það eina, sem
drottni þótt þess vert að þyrma.
Þá hefur hann verið með hugann
norður á Akureyri, blessaður.
Nokkrir bæjarbúar tjáðu mér að
kirkjusókn væri dræm, nema á
stórhátíðum. Og óneitanlega
finnst mér það eiga betur við
þetta kjarnmikla fólk að dunda
í gaHðinum sínum og þóknast
þannig hinum áþreifanlega guði,
heldur en að sitja undir messu.
Úr kirkjunni lögðum við Ieið
okkar í lystigarð Akureyrar. Þeg-
ar við gengum framhjá Mennta-
skólanum, sem hefur mótað svo
margan kynlegan kvist í íslenzku
þjóðlífi, fannst mér sem þar sæti
konungur í fullum skrúða á fjós-
haugi, því garður og tún skól-
ans er illa hirt. Slíkt er sjaldgæf
sjón á Akureyri, og er mér næst
að halda, að túnið utan skólans
sé þvældara og flóknara á sumr-
um en námsefnið innan hans á
vetrum. Þegar kemur í lystigarð-
inn berst á móti manni grósku-
þrunginn ilmur og svo lífgandi
að furðu sætir. Það er engu lík-
ara en garðurinn sé gerður með
það fyrir augum, að þeir, sem
þangað koma, fyllist löngun til
að aukast, margfaldast og upp-
fylla jörðina.
Skýringuna er að finna letr-
aða á steinbekk í miðjum garð-
inum: Konur gerðu garðinn. Sam-
vinna milli þjóða er þarna í góðu
Iagi, að minnsta kosti hafa Akur-
eyringar tekið nokkrar Græn-
lenzkar jurtir í fóstur ásamt hin-
um suðrænu blómum, Reykvík-
ingar ættu að taka færeyskar
plöntur til uppeldis, til þess að
standa jafnfætis norðanmönnum.
Ég vona að Akureyringar geri
vel við amerísku heimskauta-
plönturnar, eins og Ameríkanar
við heimskautaunglingana ís-
lenzku, sem þeir hafa á fóðrum.
Við ættum líka að biðja Færey-
inga að gróðursetja melgrasskúf-
inn harða í skrúðgörðum, síðan
getum við fengið græðlinga er-
lendis frá, og þá mun okkur
þykja melgrasskúfur fagur.
Við lágvaxið furutré stóð gamall
maður að slætti. Hann hafði unn-
ið lengi í garðinum og sagði okk-
ur margt um hann. Ég spurði
þennan hógværa verkamann í
víngarði Drottins, hvort enn
væri unnin sjálfboðavinna í garð-
inum. „Við vinnum allir fyrir
þann rétta málstað, sem hjartað
gleður“, sagði hann, brá svo Iján-
um í gras og bætti við: „Og svo
náttúrlega peninga.“
Þegar við gengum aftur niður
í bæ komum við að flöt, grasi-
vaxinni, sem er tjaldstæði fyrir
ferðamenn. Það er svo snilldar-
lega staðsett, þarna rétt hjá sund-
lauginni, að ég öfundaði tjald-
búana. Og væri því ekki rétt af
Reykvíkingum að koma sér upp
tjaldstæði á hentugum stað, t.d.
á Stjórnarráðslóðinni.
Þegar þarna var komið var ég
farinn að taka eftir, að eitthvað
I „hrotunni" á leiðinni norður. Þar
kom að svefninn sigraði flesta.
var frábrugðið Reykjavík, hvað
útlit húsa snerti. Svo einu sinni,
meðan ég virti fyrir mér forkunn-
arfagra fánastöng, mundi ég eftir
því, að nú láta Reykvíkingar
sjónvarpsstengur ganga fyrir
fánastöngum. Þá fór ég að spyrja
bæjarbúa um álit þeirra á sjón-
varpsmálinu, svona rétt upp á
grín. Flestir spurðu undrandi:
„Hvað er nú það“. Og ein kona
sagðist heldur vilja stuðla að
æðarvarpi en sjónvarpi.
Þá þótti mér sýnt að útlitsmun-
ur bæjanna lægi í sjónvarps-Ieysi
Akureyringa. Ég gaf mig þá á
tal við unglingspilt og spurði,
hvort hann hefði séð sjónvarps-
loftnet. Hann sagði mér þá þessa
sögu um einu sjónvarpsstöngina
á Norðurlandi:
Einu sinni flutti kona nokkur
úr Njarðvíkum til Akureyrar og
settist að I gömlu húsi. Hún flutti
með sér sjónvarpsstöng og festi
hana á stromp hússins, til þess að
minna sig á gamla heimilið. Svo
var það eitt sinn í norðan þræs-
ingsroki, að stönginni leiddist
svo, að hún reyndi að sveifla sér
á loft og fljúga suður heiðar,
eins og svanir og Douglasvélar
gera. Strompurinn brá þá á leik
og hrundi með stönginni ofan í
garð og eyðilagði þar snúrustaur
og gamlar hjólbörur. Þegar kon-
an kom að varð hún svo reið,
að hún tók sjónvarpsstöngina
eins og níðstöng, sneri henni í
átt að Keflavík og hefur notað
hana í stað snúrustaursins síðan.
Og þá er spurningin: Er þetta
gagnlegasta sjónvarpsstöng á ís-
landi?
Og við erum aftur komnir nið-
ur í bæ, þar sem aðalgöturnar
mætast á Ráðhústorginu, sem
Akureyringar kalla Bankatorg. Á
torgi þessu er virðulegt tré og
umhverfis það bekkir, sem við
settumst á og virtum fyrir okkur
blaðsöluvagn bæjarins. Hvergi
hef ég séð þvílíkt samansafn af
afþreyingarritum á jafn litlum
sölustað, allt frá hringhendum
Rósbergs G. Snædals (á 99
aura stykkið) niður í kynóra-
skrif.
Þarna á torginu sáum við eina
drukkna manninn, sem við sáum
á Akureyri, og talizt gat á al-
mannafæri. Einn fullur á Akur-
eyri samsvarar aðeins sjö í
Reykjavík og einum hálffullum
í Keflavík, svo varia er orð á
því gerandi. Sá drukkni tók okk-
ur tali, hann var saupsáttur við
heiminn og hafði aðeins tvisvar
dvalið í öðrum bæ en Akureyri,
þ.e.a.s. Grimsby og Reykjavík og
líkaði heldur betur við Grimsby.
Ég spurði manninn, hvers vegna
torgið héti Ráðhústorg, en hann
svaraði um leið og hann benti
á tvö gömul hús sunnan torgsins:
Þeir halda að þeir geti breytt
þessu í ráðhús, iss, maður, jafn-
vel ég gæti það ekki. Því hygg
ég Akureyringa komna lengra í
sínum ráðhúsdraumi en Reyk-
víkinga, sem hafa ekki einu sinni
ráðhústorg.
Það var tekið að kvölda, skugg-
arnir farnir að leita í suður og
Svalbarðsströndin orðin drunga-
leg. Mér varð þá ljóst, allt í
einu, að mestur munur á Akur-
Framhald á bls. 43
Það er svona augnatillit, sem Sunnlendingar fá. Það er forvitni blandin
vorkunnsemi.
VIKAN 36. tbl. —