Vikan - 03.09.1964, Side 23
Búið til snið með því að teikna þau á pappír eftir uppgefnum málum skýringa-
myndanna og klippa út. Bakstykkið er merkt AB við miðju að aftan og D C á öxlum.
Framstykkið er merkt D C á öxlum og F við miðiu að framan.
Leggið sniðin á efnið, og ath. að þráðrétt liggi við miðju að aftan á afturstykkinu
og við öxl á framstykkinu. Sníðið með 1 sm. saumfari 4 stk. af hvoru sniði. Saumið nú
stykkin saman, fyrst neðra borð kragans. Byrjið við miðju að aftan A B, þá axlir D C.
að síðast miðju að framan F. Saumið síðan yfirborð kragans á sama hátt. Strauið var-
lega út saumförin, leggið stykkin saman réttu móti réttu og ath. mjög nákvæmlega,
að saumarnir mætist, mælið, þræðið og saumið 1 sm. frá brún. Klippið ójöfnur af
saumfarinu, snúið kraganum við, rúllið sauminn mjög vel út ! brúnina og þræðið tæpt.
Strauið kragann varlega, leggið á hálsmálið röngu móti réttu, og ath. að stærð
hálsmálsins sé hæfileg fyrir innri brún kragans, samræmið með því að kringja, ef
með þarf.
Saumið kragann við hálsmálið með venjulegu 5—7 sm. breiðu hálsmálsfóðri, sniðnu
eftir hálsmálinu. Hafið fóðrið heilt og þráðrétt að aftan og framan og saumið
það saman á öxlum.
Leggið fyrst kragann á hálsmálið, röngu móti réttu, eins og áður var lýst og síðan
hálsmálsfóðrið á kragann, réttu móti réttu, ath. að miðjur og axlir standist á. Saumið
1 sm. frá brún.
Klippið upp í saumfarið hér og þar, leggið það út á röngu hálsmálsfóðursins,
málslínan ákveðnari og hálsmálsfóðrið helzt kyrrt. Tyllið hálsmálsfóðrinu föstu við
axlasaumana.
Einnig má ganga frá hálsmálinu með því að sníða 2Vi sm. breitt skáband, leggja
það á kragann, réttu móti réttu, og sauma 1 sm. frá brún, klippa upp í saumfarið
og stinga það niður á sama hátt og á barmfóðrinu. Brjótið síðan Vi sm. innaf og
leggið lauslega niður við í höndum.
íiíiililli
Pllllii
xT ' V:.
■
Ía-íx'K'
VIKAN 36. tbl.
23