Vikan


Vikan - 03.09.1964, Síða 36

Vikan - 03.09.1964, Síða 36
Barna-kuldaskór sterkir - ödýrir ÞESSIR SKÓR ERU SÉRLEGA HEPPILEGIR SEM SKÓLASKÓR, ÞAR SEM ÞEIR ERU ÓREIMAÐIR OG ÞVÍ AUÐVELT AÐ FARA ÚR ÞEIM OG í. SKÓRNIR ERU ÚR LEÐRI, LOÐFÓÐRAÐIR, UNDIRSÓLI ER ÚR GÚMMÍ, MILLISÓLI ÚR LEÐRI. SKÓR ÞESSIR ERU NÚ TIL í STÆRÐUNUM 24-33. EINNIG VÆNTANLEGIR f STÆRÐUNUM 34-38. GÓÐIR SKÓR GLEÐJA GÓÐ BÖRN. Skóhúsið HVERFISGÖTU 82 - SÍMI 11-7-88. „Hvísla . . . ?" — Já, svo lesendur VIKUNNAR heyri þetta ekki. Þá varðar nefni- lega ekkert um þessa hluti. Ég segi þeim svo bara það sem mér þykir bezt. Að ég nú tali ekki um skatt- stjórann. „Allar línur í lófanum," sagði Amy, sem hélt lófa mínum upp í loft með annarri hendi, en benti með hinni, „segja sína sögu. Þessi er kölluð lífslína og sýnir — ásamt öðrum línum — lengd lífsins og fleira. Onnur sýnir ástand heilsunn- ar, önnur tilfinningar, ein sýnir hjartalag, ein gefur til kynna hvaða takmörkum er náð [ lífinu. Hæð- arnar milli línanna segja líka sí'ia sögu, lag fingranna, neglurnar, hnúarnir, — þumalfingurinn gefur miklar leiðbeiningar, og svona mætti lengi telja. En ég held að við ættum ekki að fara nákvæm- lega út í það, því það mundi taka of langan tíma ef ég ætti að kenna þér þetta allt saman, sem hefur tekið mig nokkur ár að læra." — Segðu mér eitt, Amy. Ég tel víst að þú getir spáð fyrir sjálfri þér, — er það ekki? „Jú, auðvitað get ég það eins og öðrum . . ." — Og þú ferð eftir því, sem þú sérð í lófanum? „Já, það geri ég. Auðvitað er það alltaf svo, að maður reynir að blekkja sig á vissan hátt, því það er hægt að þýða táknin á svo marg- an máta. Ef maður vill telja sér trú um eitthvað sérstakt, þá gerir mað- ur það ósjálfrátt. Maður er ekki eins ópersónulegur við sjálfan sig og aðra." — Nefndu mér dæmi . . . „Ja, til dæmis . . . ef ég sé veik- indi framundan, þá reyni ég ósjálf- rátt að telja mér trú um að þau verði ekki eins alvarleg og þau sýn- ast í lófanum. Annars tel ég að maður geti breytt mörgu því, sem maður sér í lófanum . . . annars væri tilgangs- laust að segja fólki frá því. Ef einhver óþægilegur eða jafnvel hættulegur atburður eða tímabil sést framundan, þá á maður að gera allt sem hægt er til þess að varna þv! að slíkt komi fram. Þá breytast línurnar í lófanum jafn- framt, þannig að ef maður kemst framhjá slíku tímabili klakklaust, þá hætta línurnar að sýna það. — Ef þú sérð veikindi framund- an . . . „Ef ég sé veikindatímabil fram- undan, getur það alveg eins þýtt að heilsufarslegt ástand mitt sé tæpt eða bágborið á því tímabili, og að ég verði veik að óbreyttum aðstæðum. En ef ég gæti mín vel þetta tímabil og forðast þreytu, áreynslu eða einhverja vissa hluti, þá get ég forðazt veikindin, línurn- ar breytast smám saman, þangað til ég er komin yfir tímabilið." — í þeim tilfellum verður spáin ekki rétt! „Jú, hún er rétt að því leyti að ég spái aðeins hættu á veikindum. Ekki endilega sjálfum veikindunum. Jafnvel þótt ég sjái t.d. slys á vissu tímabili, getur viðkomandi gætt sín svo vel að aldrei verði af slysinu. Þá er líka tilganginum með spánni náð." — Ef þú værir nú f hjónabands- hugleiðingum, Amy, og sæir [ lófan- um að þín áform á því sviði væru eintóm vitleysa, — hvað mundir þú gera? „Það er auðvitað undir svo mörgu komið. Ég mundi rannsaka ástand- ið og reyna að finna hvað væri að. Ef það væri mín sök, mundi ég reyna að lagfæra það. Einhvernveg- inn mundi ég reyna að bjarga því við." — Og kannske hætta við, ef þú sæir í lófanum að það væri einasta ráðið? „Kannske. En þarna er það eins og ég sagði áðan. Maður reynir alltaf ósjálfrátt að blekkja sjálfan sig. Ef ég væri yfir mig ástfangin af manninum, mundi ég vafalaust reyna að telja mér trú um að þetta væri einhver vitleysa, eða tíma- bundnir erfiðleikar, sem mundu lag- ast með góðum vilja." (Um þetta leyti f viðtalinu fór Amy að spá fyrir mér, og sagði mér alla mína ólifaða ævi. Eins og ég gat um áðan, þá finnst mér að ykkur varði hreint ekkert um það, hvernig sú spá var, og leyfi mér að sleppa henni. Svona aðeins til skýr- LUCAS- C.A.V. - GIRLING Notið ávallt orginal varahluti: LUCAS varahlutir í rafkerfið. C.A.V. varahlutir í olfukerfið og stærri rafkerfin. GIRLING varahlutir í hemlakerfið. Höggdeyfar. AÐALUMBOÐ FYRIR JOSEPH LUCAS (EXPORT) LTD. R. SÆ MUNDSSON umboðs- og heildverzlun Laugavegi 176 — Sími 37456. Söluumboð: BLOSSI S.F. Laugavegi 176 — Sími 23285. gg — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.