Vikan


Vikan - 03.09.1964, Side 43

Vikan - 03.09.1964, Side 43
hitataskl fyrlr hiiaveitu Fylgist með tækninni! Nýjustu Danfoss sjálf- virku hitastillitækin full- komna þægindi hitaveit- unnar og mmnka hita- kostnaðinn. Tækin sjá um að ofnarnir fái aðeins það hitamagn, sem nauðsynlegt er tll að herbergið haldi því hitastigi sem þér óskið. Forðist ó- þarfa áhyggjur með því að nota Danfoss hitastilli- v tæki. Vélaverzlun Síml 24260 Gautaborgar, svo að hún losnaði við blaSamennina. Garbo kyssti unga manninn aS skilnaSi þegar Kungsholm lagSi frá bryggju, og áhorfendur hrópuSu húrra og óskuSu henni alls liins bezta. í New York vildi fólk frétta af þesu konunglega ástarævintýri. Garbo varS alveg örvilnuS og svaraSi: — Ég leik mér ekki meS smádrengjum. Ef til vill sagSi hún þetta til þess aS særa ekki John Gilbert. Hann hafSi sent henni hundruS skeyta und- anfarna mánuSi og nú beiS hann hennar eftirvæntingarfullur. En þau byrjuSu strax aS rífast, og Garbo sá sig tilneydda til aS tilkynna: — MikiS hefur veriS skrifaS uiu vináttu okkar. ÞaS er aSeins vinátta, og ég mun aldrei gifta mig. En þiS getiS skrifaS, aS John Gilbert er ein- hver bezti maSur, sem ég hef þekkt. Hann er skapstór. Hann er fljótur aS breyta um skap og segir þá margt, en jiaS gerir ekkert til. Mér likar mjög vel aS leika á móti honnm. Hann er mjög hugmyndaríkur og örv- andi leikari. Hann gerir upp- tökurnar lifandi og eðlilegar. ÞaS er mikil hjartahlýja og stórhugur í þessum orSum. Viku seinna kvæntist Gilbert í þriSja skipti. Garbo var spurS um á- lit sitt. — Ég vona aS mr. Gilbert verSi mjög hamingjusamur, sagSi hún. Hún hafSi annaS aS hugsa um. Hljómmyndir voru komnar á markaSinn og viS jjau skipti hurfu margir af vinsælustu kvik- myndaleikurunum i gleymsku. Rödd jjeirra var ekki nógu góS. Hvernig mundi fara fyrir Garbo — drottningu kvikmyndanna? Leik hennar í tónmynd var frestaS í lengstu lög. En svo var ekki hægt aS draga jiaS leng- ur. Hún fékk hlutverk í mynd eftir sögu Eugene O’NeilI „Anna Christie’, en söguþráSur hennar er um unga stúlku, sem kemur ung frá SvíjijóS og lendir í amcr- isku hóruhúsi, en tekst aS kom- ast burt. Hún leitar aS föSur sin- um, sem er sjómaSur, og fær aS vera hjá honum og lifiS bros- ir aftur viS henni. Garbo talar, sögSu blöSin viS frumsýninguna í New York, og gestir kvikmyndahússins biSu í dauSaþögn eftir aS hún kæmi fram. ÞaS er ekki fyrr en nokkuS er liSiS á myndina, aS Anna Christie kemur inn á litla hafn- arkrá til þess aS leita aS föSur sínum. Hún gengur aS afgreiSslu- borSinu, kastar sér(niSur á stól og segir: — Einn whisky fyrir mig, félagi. Og vertu ekki aS telja dropana. Hún sagSi margt betra siSar í myndinni, og gagnrýnendur voru sammála um, aS rödd hennar væri þrungin sömu fegurS og hún sjálf. Garbo hafSi styrkt stöSu sina í hásætinu. Viku siSar var frumsýning á fyrstu hljómmynd John Gilbert. Hann var viSstaddur þar meS konu sína, en þau voru nýkomin úr EvrópuferS, sem Metro hafSi boSiS jieim í. Gilbert hafSi ný- lega undirskrifaS samning viS kvikmyndafélagiS, þar sem lion- um var tryggSur einn fjórSi úr milljón dollurum fyrir hverja mynd næstu árin. Hann var hamingjusamur. Þegar IjósiS slokknaSi í saln- um og Gilbert laut aS konunni, mótleikara sinum, og hvislaSi ástarorð í eyra hennar, var rödd lians eins og eins drengjanna úr Wicnarkórnum. Áhorfendur veinuðu af lilátri. Gilbert lædd- ist út. Kona hans yfirgaf hann, því aS hún vildi ekki vera gift'manni með slíka rödd. Gilbert voru gefin fleiri tækifæri, en það tókst ekki betur hjá honum og brátt urðu lilutverk lians minni og ómerkilegri. Hinn mikli elsk- liugi kvikmyndaheimsins, sem áður fyrr kom i sportbil í kvik- myndaveriS og heilsaði til beggja handa, læddist nú út bakdyra- megin. IJann kvæntist í fjórða sinn kornungri stúlku og ein- angraði sig uppi i húsi sínu i fjöllunum. Þar flaut wliiskýiS í stríðum straumum og brátt var hann orðinn einrænn og bitur. En þegar minnzt var á Garbo varð hann aftur hlýlegur. — Flest fólk lifir og deyr án þess að hafa kynnzt ástinni. En ég hef þekkt Garbo. Ég hef alltaf saknaS hennar, og ég held aS liún liafi saknaS mín. Einn morguninn fannst liann látinn af hjartaslagi. Hann varð 38 ára. Brosmildi og fallegi Jack hennar Garbo var á brott. DAGUR VIÐ HINN ENDA VEGARINS Framhald af bls. 19. eyri og Reykjavík er sá, að á Akureyri gengur lífið hægar og er ekki orðið trylltur eltingaleik- ur við klukkuna. Jafnvel á laug- ardagsmorgni hafði ég engan séð lilaupa í bankann, meðan Reyk- víkingar gleyma ýsunni í fisk- búðinni, því þeir eru að verða of seinir að ná í kartöflur. Aldrei sá ég hálfsofandi skrifstofublók hlaupa öskrandi eftir strætó, og aldrei var för mín heft af hring- iðu bíla. En á laugardögum í Reykjavík springur vinnuvika borgaranna í loft upp, og þeir æða áfram, eins og flugeldar, sem hafa misst prikið. Kvöldverður á hótel KEA er gott tækifæri til að hugleiða Iið- inn dag. Það er vegna þess, að þar þarf maður ekki að hrópa á þjónana með þjósti eins og sumsstaðar, heldur eru þeir alltaf til taks. Klukkan 9 byrjar hljóm- sveit hússins að leika. Og sjá! Bítlar Akureyrar eru mættir, fal- legir á lagðinn og líkir þingeysk- um dilkum fyrir ofan augu. Þá datt mér í hug: Er á smáa fslandi enginn bær svo lítill, að ekki sjáist öskrandi ullargærubítill. Það er raunalegt að sjá þá, hvar á landi sem er, standandi álútir vegna þess, að þeir hafa gefist upp á að vera þeir sjálfir. Eða mundi ykkur ekki bregða, ef þið sæjuð íslenzka hesta ganga á stultum, jafnvel þótt erlendir hestar séu stærri? Þegar við skruppum á rúntinn um kvöldið, sá ég, að það er ekk- ert nýtt undir miðnætursólinni. Við vorum komnir til að vega og VIKAN 36. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.