Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 46
A P P E L S í N SÍTRÓN UME Svalandi - ómissandi á hverju heimili það. Ég veit að hún sagði að það hefði verið morð, og að hún hefði það eftir vitni, en það var tóm vit- leysa. Hún vildi einungis ná sér niðri á föður sínum, það var alltaf illt með þeim frá fyrstu tíð". „Tilnefndi hún þetta vitni?" „Hvernig hefði hún átt að geta það, þar sem ekki var um neitt vitni að ræða?" „Getur það átt sér stað, að hún hafi sjáIf verið vitni að því, sem gerðist? Deloney er dauður, hún líka. Það gæti skýrt það, sem hún sagði vinum sínum skömmu áður en hún var myrt". Hún svaraði því engu. Við ókum nú þar sem þéttbýlla var og ég dró úr hraðanum. Frú Hoffman leit stöðugt um öxl, rétt eins og hún óttaðist, að Bridgeton kynni að veita sér eftirför. „Ég vona að Hoffman drekki ekki meðan ég er í burtu", sagði hún. „Bert Haggerty er heima hjá honum, en hann hefur aldrei stjórn á neinu eða neinum, að minnsta kosti ekki Heienu. Þau fengu skilnað f Reno í vor sem leið". Og þegar við svo námum staðar úti fyrir hótelinu, bætti hún við: „Hvers vegna gat hún ekki krækt sér í mann, sem eitthvað kvað að? Undarlegt það — hún var vel gef- in og glæsileg, en það var eins og hún gæti aldrei unnið hylli manna, sem töggur var í". Ég fann augu hennar hvíla á mér, eins og hún væri að reyna að geta sér til um hvað kynni að hafa orðið, ef dóttur hennar hefði verið lengra lífs auðið. Ég varð henni samferða inn í anddyrið, fór inn í símaklefa og hringdi heim til frú Bradshaw. Um leið og ég heyrði að fyrsta hring- ingin kvað við, heyrði ég titrandi rödd gömlu konunnar í eyrum mér: „Roy . . . er það Roy?" „Nei, — Archer". „Ég skil þetta ekki. Hann er van- ur að hringja um þetta leyti. Hafið þér séð blöðin?" „Nei". „í fréttinni af för hans á ráðstefn- una, er sagt að ungfrú Sutherland yfirkennari hafi farið með honum. Kjánalegt af honum að segja mér það ekki. Haldið þér að hann kunni að hafa einhvern áhuga á ungfrú Sutherland?" „Ég veit nú minna um það". „En hún er aðlaðandi stúlka, finnst yður það ekki?" Mér kom helzt til hugar að hún hefði drukkið eitthvað í sterkara lagi með kvöldverðinum. „Ég leiði það algerlega hjá mér. Ég hringdi einungis til að vita hvort þér hefðuð tekið nokkra ákvörðun um það, sem ég var að minnast á". „Ég get víst ekki tekið neina ákvörðun um það að Roy forspurð- um. Og nú bið ég yður að hafa þetta ekki lengra, herra Archer — Roy getur hringt á hverri stundu". Hún lagði á. Svo var að sjá, sem ég kynni ekki lag á gömlum konum. Ég gekk inn [ borðsalinn ( von.um að frú Hoffman kynni að rekast þangað, en það brást líka. Það var eins og allt sæti fast í svip- inn. Ég gekk aftur fram í anddyrið og keypti bæjarblöðin. í aðalfrétt- inni var sagt frá byssufundinum og gefið í skyn að þar með væri sök Dollyar sönnuð. Loks fór ég enn í símaklefann og hringdi til God- wins sálfræðings. Stúlkurödd svar- aði að hann væri því miður ekki við — sennilega væri hann staddur í hjúkrunarheimilinu. Þegar þangað kom, sá ég rauða Porschebilinn standa þar fyrir utan. Það glaðnaði yfir mér — kannski var ekki öll nótt úti enn . . . Hjúkrunarkonan vísaði mér inn í litla skrifstofu, þar sem Godwin sálfræðingur sat og beið. „Er Alex inni hjá konu sinni?" spurði ég. „Já, hann kom og vildi umfram allt fá að tala við hana, en annars hef ég ekki séð hann fyrr í dag. Svo kvaðst hann þurfa að tala við mig á eftir". „Minntist hann nokkuð á að yfir- gefa konu sína?" „Nei". „Ég vona að hann sé hættur við það". Ég sagði sálfræðingnum svo frá samtali okkar, Kincaids eldri og Alex, og að Alex hefði farið heim með föður sínum. „Við getum ekki dæmt hann hart fyrir stundarveikleika; hann er ung- ur og þetta er mikið álag. Og það mikilvægasta er að hann skuli hafa séð sig um hönd og snúið aftur til konu sinnar". „Hvernig líður henni?" „Hún virðist rólegri. Hún hefur þó ekki énn viljað tala um atburð- ina, að minnsta kosti ekki við mig. Ég mun því ekki leyfa yður að ræða strax við hana". „Veit hún hvað gerzt hefur síðan; um byssufundinn til dæmis?" „Nei". Hann lagði hrammstórar hendurnar á rispaða borðplötuna. „Ég reyni að draga úr vandamálum hennar, sízt að auka á þau. Farg fortíðarinnar og síðustu atburða lá svo þungt á henni í nótt er leið, að engu mátti muna og ég vil ekki eiga slíkt á hættu aftur". „Getið þér komið í veg fyrir að hún verði yfirheyrð?" „Ekki til lengdar. Oruggast væri, að takast mætti að leysa þessa morðgátu og sanna þar með sak- leysi hennar". „Að því vinn ég. Ég hef rætt við Alicu móðursystur hennar og athug- að allar aðstæður þar, sem frú Mc- Gee var myrt. Og ég fann allsterkar sannanir fyrir því, að jafnvel þótt McGee hefði myrt eiginkonu sína — sem ég dreg í efa — þá hafi telpunni verið það ógerlegt að sjá svo út um gluggann til ferða hans, að hún bæri kennsl á hann . . . með öðrum orðum, vitnisburður hennar t'yrir réttinum, var einungis upp- spuni móðursystur hennar, sem lagði henni orð í munn". „Engu að síður var McGee sek- ur", mælti Godwin sálfræðingur þrákelnislega. „Mér þætti fróðlegt að heyra rök- Hljómplatan meS íjórtán Fóstbræðrum er að slá öll sölumet íslenzkra hljómplatna enda er hór á ferS- inni einhver skemmtilegasta og vandaðasta hljómplatan um ára- bil. Á plötunni eru átta lagasyrpur, eða alls 40 lög, og er þetta LP 33 snúningshraða plata. Platan kostar kr. 325,00 og verð- ur yður send hún um hæl, burð- argjaldsfrítt, ef þér sendið tékka eða póstávísun að upphæð kr. 325,00 SG - bliémplötiir Box 1208 — Reykjcwfk ÞAÐERSPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Óskadraumurinn við heimasauminn Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir viS allra hæfi. VerS kr. 550,00 og meS klæðningu kr. 700,00. BiSjiS um ókeypis leiSarvfsi. Fæst í Reykjavfk hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GfSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sfmi 20672 — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.