Vikan


Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 03.09.1964, Blaðsíða 48
Þetta fallega og stílhreina MILAN-sófasett er meS springi í baki og lausum springpúðum í sæti. Áklæði eftir eigin vali. íslenzkt, norskt, danskt, þýzkt og belgískt. MI LAN-sófasettið er hægt að fá með 3 og 4 sæta sófum Seljum frá flestum húsgagnaframleiðendum landsins. stjakinn hans, hróp Margots, Bastillan, eiturskrínið. Síðan þurrkaðist þetta allt saman út, og hún var gripin af þeirri líkamlegu skelfingu, sem aðeins getur gagntekið þær konur, sem hafa ekki notið fleiri karl- manna en eins. Hún brauzt kröítuglega um, og reyndi að losna úr faðm- lögum hans. Hún ætlaði að æpa, en tókst ekki að koma upp nokkru hljóði. Lömuð og skjálfandi fann hún sig ofurliði borna, en vissi varla sjálf, hvað var að gerast. — Nei! Nei! kveinaði hún. Þegar hann sleppti henni, greip hún höndunum fyrir andlitið. Hún þráði að deyja, og líta aldrei framar dagsins Ijós. De Vardes spennti þögull á sig beltið aftur. — Nú ættu varðmennirnir að vera komnir, sagði hann. — Komið. Þegar hún sýndi engin merki þess að hlýða skipun hans, tók hann í handlegg hennar og dró hana út úr afkimanum. Angelique sleit sig lausa en fylgdi á eftir honum þegjandi. Skömmin og svívirðingin stóðu eins og logandi fleinn í holdi hennar. Aldrei framar gæti hún horfzt í augu við Joffrey, eða kysst Florimond. De Vardes hafði eyðilagt allt fyrir henni, eyðilagt líf hennar. Hann hafði rænt hana því eina, sem hún átti eftir — hreinleik ástarinnar. Fyrir neðan tröppurnar stóð varðmaður, og tautaði eitthvað við sjálf- an sig, þar sem hann hallaðist fram á sverðið sitt við hliðina á ljóskeri, sem hann hafði lagt á jörðina. — Nokkrir ræningjar í nánd? spurði markgreifinn. — Nei, en það hlýtur að hafa gerzt eitthvað þarna, áður en ég kom. Hann lyfti upp luktinni, og benti á stóran blóðpoll á jörðinni. — Ég fylgdi blóðferlinum, og það litur út fyrir, að þeir hafi kastað fórnarlamb- inu í ána. — Allt í lagi, vörður. Stattu þig. Nóttin var dimm. Það sá ekki til tunglsins. Rétt hjá þeim gljáfruðu öldur Signu. Angelique kallaði lágri röddu: — Margot! 1 sama bili varð hún gripin löngun til þess að fyrirfara sér. Að stinga sér niður í þetta flóð af fljótandi myrkri. En vitundin um Joffrey í fang- elsinu kom í veg fyrir að hún léti slíkt eftir sér. Hún hrasaði í aurnum, þegar hún lagði af stað upp eftir bakkanum. Hún sá varla niður fyrir fætur sér fyrir myrkrinu. Aðeins einstaka lukt varpaði daufri skímu hér og Þar, yfir dyraskiltum og við heimili betri borgara. Angelique vissi, að Pont Neuf var einhvers staðar hægra megin við hana. Hún fann hvita handriðið án mikilla erfiðleika. Þegar hún setti fótinn upp á brúna, skaut eitthvað kollinum upp fyrir framan hana, sem minnti á kengbogna, mannlega lirfu. Af viðurstyggilegum þefnum, sem fylgdi, gat hún sér til, að þetta væri einn betlaranna, sem hafði valdið henni óþægindum fyrr um daginn. Hún hörfaði aftur á bak, og rak upp hræðsluóp. Hratt fótatak nálgaðist, og rödd de Vardes mark- greifa skarst) gegnum myrkrið: — Burt með Þig þrjótur, annars rek ég þig í gegn! Hann ýtti sverðinu í magann á betlaranum, og hann var fljótur að koma sér á óhultan stað. ■— Og nú eruð þér kannske fáanleg til að segja mér, hvar þér eigið heima, sagði de Vardes stuttaralega. Með samanbitnum tönnum sagði Angelique honum það. Hún var hrædd við París um nótt. Hún fann á sér ólgandi návist ósýnilegra vera, sem ekki áttu heima á yfirborði jarðarinnar. De Vardes litaðist um, hvað eftir annað. Einn betlaranna hafði yfir- gefið iítinn hóp, og læddist á eftir þeim með hæfilegu millibili. — Er langt eftir? — Við erurn næstum komin, svaraði Angelique, sem þekkti nú aftur húsagaflana við Rue de l’Enfer. — Það var eins gott því að annars hefði ég neyðzt til að stinga gat á nokkra maga. Nú skuluð þér hlusta á mig. Komið aldrei framar til Louvre. Farið í íelur og látið allt hið liðna gleyma yður. — Ég fæ ekki manninn minn úr fangelsinu, með því að fara í felur. —• Gerið eins og þér viljið, trúa og siðprúða eiginkona! hreytti hann út úr sér. Angelique fann að blóðið þaut fram í kinnar henni. Hún fékk næstum óviðráðanlega löngun til þess að kasta sér á hann, bíta hann og kyrkja hann í greipum sér. 1 sama bili skauzt ennþá ein skuggamyndin fram úr hliðargötu. Mark- greifinn kastaði Angelique upp að húsveggnum og stillti sér upp fyrir framan hana, með sverðið í hendinni. 1 skininu frá luktinni yfir dyrum Gastons Fallots, greindi Angelique tvo tötrum klædda menn. Annar var með langan rýting, hinn með eldhúshníf. — Peningana eða lífið, sagði annar þeirra hásri röddu. — Ef þið fáið eitthvað, verður það högg af sverði minu. Angelique teygði sig eftir bronsdyrahamrinum og knúði dyra eins fast og hún gat. Eftir langa mæðu opnaðist örlítil rifa. Angelique kast- aði sér inn í fordyrið, og það síðasta,í sem hún sá af markgreifanum, var að hann hélt ræningjunum tveimur frá sér með sverðinu. 30. KAFLI Það var Hortense, sem kom til dyra. Hún var í náttkjól úr grófu efni, með kerti í hendinni. Hún fylgdi systur sinni upp stigann og hvíslaði ásakanir með reiðiþrunginni rödd. Hvað var það, sem hún hafði alltaf sagt? Gála, það var það, sem Angelique hafði alltaf verið, síðan hún var barn. Ágirndargæs, sem hafði ekki áhuga fyrir neinu öðru, en auðæfum maika síns, og hikaði ekki við að halda því fram, að hún elskaði hann, Þótt hún notaði fyrsta tækifærið, sem gæfist í París, til þess að druslast í rennusteininum með saurlífisseggjum. Angelique hlustaði varla á hana. Hún hlustaði af alefli á hljóðin, sem bárust neðan af götunni. Hún heyrði höggvið með beittu stáli, svo óp og loks fótatak hlaupandi manns< — Hlustaðu, muldraði hún, og þrýsti handlegg Hortense. — Hvað? — Ópið! Það er áreiðanlega einhver meiddur. —■ Hvað með það? Nóttin tilheyrir glæpamönnum og ofbeldisseggj- — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.