Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 4
Að þessu sinni birtum við nokkrar
myndir af fornum bifreiðum Reykja-
víkur úr safni Sveinbjörns Egilssonar
fulltrúa hjá Sjóvá, en myndirnar voru
á sínum tíma teknar af Ólafi Magnús-
syni ljsómyndara.
Þær eru allar frá bernsku bifreið-
anna hér á landi, teknar flestar á
tímabilinu 1913—15, nema myndin af
BSR-bílunum, sem mun vera tekin
í kringum 1927. í dag finnst okkur
þetta furðuleg farartæki og næsta hjá-
kátleg í útliti, en þá var þetta það
nýjasta á sviði tækninnar, stórglæsi-
legir farkostir, ógnvekjandi og fagr-
ir í senn.
Til þess að setja þá í gang, þurfti
að snúa sveifinni, sem lafir framan
úr þeim öllum. Þá varð ökumaður-
inn fyrst að stilla alla takka rétt í
mælaborðinu — hæfilegt bensín, fullt
innsog fyrstu þrjá snúningana, svo
var aftur farið inn og bensínið minnk-
að aðeins og innsogið sett inn til hálfs,
þá átti hann að hrökkva í gang við
fyrsta kvartara.
GGGGrrrrrrrrr, sögðu þá sumir eða
tktktktktktktktktktk, eftir því hvaða
tegund það var, aðrir sögðu brrrrrrrr
svo undir tók í næstu húsum. Og
ekki tók betra við þegar flautan var
notuð, því hún gat vakið dauða af
svefni þegar hún öskraði AAððuga —
aðuða.
Eftir því sem tímar liðu, breyttist
útlitið, bílarnir urðu lægri, lengri,
rennilegri og þægilegri bæði fyrir bíl-
stjórann og farþegana. Þá voru gang-
setningarsveifarnar ekki fastar fram-
an á vélinni, heldur lágu þær undir
framsætinu og var stungið inn í þar
til gert gat framan á bílnum.
Vélin í þessum bílum sagði: ffffffffff
eða ssssssssss — eftir því hver teg-
Þessi virðulegi ungi maður er enginn
annar en Egill Vilhjálmsson, sem
nú er einn með stærri bílainnflytj-
endum hér á landi. Okkur er
tjáð að þetta hafi verið hans fyrsti
bíll — auðvitað Ford — en
fleiri komu á eftir.
Bifreiðafélag Reykjavíkur hét þessi
félagsskapur, og þeir höfðu sína
bílskúra þar sem nú stendur Odd-
fellowhöllin við Vonarstræti. Höfð-
inglegust er drossían í miðj-
unni! O
mm
,,////////////,■/,,///////////////,■
S '
.-x-ö
1 j p-r ■ Y/' "ÍsÉI:
■/.;/ ;
undin var, og flautan: blaa-blaa eða
blöö-blöö.
Sá sem ætti aðeins einn slíkan bíl
hér á landi í dag, mundi ekki vera í
neinum vandræðum með að koma
honum í peninga, því hann hefði vafa-
laust hækkað töluvert í verði síðan
hann var fluttur inn. Þá kostuðu bíl-
ar eitthvað í kringum 2 þúsund krón-
ur. Vafalaust hefði verðið hundrað-
faldazt —- eða meira. Þessir 17 BSR-
drossíur á myndinni væru dálagleg
eign í dag, ef þær væru í góðu ásig-
komulagi, og margir fáanlegir til að
spranga í þeim um götur bæjarins.
Um þennan bíl vitum við eiginlega
ekkert. . . ! Hann lítur varla út
fyrir að vera farþegadrossía, heldur
einhverskonar flutningavagn, senni-
lega opinn að aftan. Kannske
hefur hann verið notaður til að flytja
út kökur og brauð. .. kannske til
að flytja fulla karla í steininn. Það
er ekki la.ust við að maður gæti hald-
ið að maðurinn með yfirvara-
skeggið sé með einkennishúfu á höfð-
inu. Allavega er hann með þykka
prjónavettlinga á höndum — og
hinn er með kragann brettan upp fyr-
ir eyru í kuldanum. Takið eftir
keðjunum á afturhjólunum. £>
Og hér sjáum við bílakost B.S.R. í
kringum 1927, þar sem þeim er
raðað upp í Austurstræti fyrir fram-
an afgreiðsluna, sem þar var.
Litlar breytingar hafa orðið á húsun-
um síðan þá. Þau eru ennþá sama
módel... en þessir klassísku
bílar eru nú löngu horfnir af sjónar-
sviðinu.
4
VIKAN 41. tbl.