Vikan - 08.10.1964, Blaðsíða 5
GAMLAR
MYNDIR
0 Jón Sigmundsson mun þessi bílsljóri heita,
og bíllinn er greinilega Ford. Meira vitum við eigin-
lega ekki um myndina — það geta allir séð,
hvar hún er tckin. Liklega hefur þetta verið
al-glæsilegasta leigudrossían hér á landi í þá tíð,
með gleri á milli farþegarýmis og bílstjóra,
svo mcnn gætu verið alveg „prívat" aftur í. í góðu
veðri var svo hægt að opna að aftan, til að
hleypa góða veðrinu þar inn.
Myndin er tekin fyrir utan bifreiðastöð Páls Stefáns-
sonar, sem sjálfur mun sitja í yfirbyggðu drossí-
unni. Næstur honum er sennilega Magnús
Bjarnason bílstjóri, en lengst til vinstri Magnús
Ólafsson, sem ennþá ekur sinni bifreið á BSK. Það
er þó ekki sama bifrciðin, því miður — hann
hefur ávallt fylgzt með tímanum og ekur aðcins
því bezta og nýjasta hverju sinni.
I'að var siður í Reykjavik í gamla daga, að gefa
mönnum ýmis aukanöfn til styttingar, og margir
kölluðu Magnús þá Snæra-Manga, sem var
til komið vegna þess hve Iaginn hann þótti
að gera við bílana sína með því að binda þá sam-
an með snæri. Hann er löngu hættur því... O