Vikan - 08.10.1964, Side 6
Horska
Dala-garnið
íízkupeysan í ár
ER PRJÓNUÐ ÚR DALA-GARNI.
HEILO -4- ÞRÁÐA.
FASAN SPORTGARN -6- ÞRÁÐA.
DALA-GARNIÐ ER GÆÐA VARA.
MÖLVARIÐ - HLEYPUR EKKI - LITEKTA
OG HNÖKRAR EKKI.
MJÖG FJÖLBREYTT LITAÚRVAL.
TUGIR MYNSTRA FÁANLEG.
ÞESS VEGNA VELJIÐ ÞER AÐEINS
DALA-GARNIÐ TIL AÐ PRJÖNA ÚR.
DALA-GARNIÐ FÆST UM ALLT LAND.
DALA-UMBOÐIÐ
(
UNGT FÓLK Á GÖTUNNI.
Kæri Póstur.
Mig langar til að spyrja þig
að einni spurningu, sem ég vona
að þið svarið.
Hvert eiga unglingar á aldrin-
um 14—17 ára að fara þegar
Lídó hættir störfum sem ungl-
ingaskemmtistaður?
Það er einn annar staður starf-
ræktur fyrir unglinga og það er
Breiðfirðingabúðin og þangað
komast ekki allir unglingar í
bænum. Þessir menn, sem öllu
eiga að ráða með aldursmörk og
fleira, halda kannske að með
þessu móti haldi þeir ungling-
unum heima á kvöldin, en það
er mesti misskilningur (ég hugsa
bara út frá sjálfri mér). Nú verð-
ur farið að starfrækja partý út
um allan bæ, og er mörgum for-
eldrum meinilla við þau og vilja
heldur vita af börnum sínum á
balli í Lídó eða annars staðar.
Þess vegna beini ég tilmæl-
um mínum til þessarra manna
að koma einhversstaðar upp
skemmtistað í staðinn fyrir Lídó.
Ég veit ég mæli fyrir munn
flestra unglinga í bænum (eða
réttara sagt skrifa).
Vona að þið birtið þetta bréf
sem fyrst.
Ein vongóð um nýjan
skemmtistað.
---------Alveg hárrétt. Þótt af-
arnir og ömmurnar hafi hvorki
haft sjónvarp né Lídó þegar þau
voru ung, þá hefur tíðarandinn
breytzt og viðhorf unga fólksins
eru önnur nú, en fyrir fimmtíu
árum síðan. Það tíðkast nokkuð
að unglingar stofni með sér alls
kyns skemmti- og ferðaklúbba
og ef áhugi er nægur fyrir hendi
og reglusemi gætt, þá er ekki
ósennilegt, að skólar og aðrar
opinberar stofnanir geti reynzt
ykkur hjálplegar við útvegun
húsnæðis. Ef þið hafið áhuga
á að stofna slíka klúbba, ættuð
þið að snúa ykkur til Æskulýðs-
ráðs, sem áreiðanlega getur hjálp-
að ykkur við framkvæmdir.
VARÚÐ, SPÁKONUR.
Kæri Póstur!
Notið þið hann G.K. sem til-
raunadýr, þarna á Vikunni? Af
hverju ég spyr? Jú, því að þið
sendið hann alltaf til að tala við
vafasöm fyrirtæki. Nei, G.K.
minn, þú skalt ekki láta þessa
þorpara ... (ég þori ekki að segja
meira, það er aldrei að vita upp
á hverju þessir Fálkar taka, jæja,
áfram með smérið) senda þig
til spákonu, ekki nema það þó.
Ég fékk einu sinni nóg af þeim,
kerlingin mín, hún Gunna, sagði
mér að fara til spákonu, og þegar
hún segir manni að gera eitt-
hvað þá er eins gott að hlýða.
Og hún spáði því (spákonan),
að ég myndi búa við eymd og
volæði í náinni framtíð. Og ekki
nóg með það, hún sagði líka að
ég myndi tapa öllum hlutabréf-
unum mínum, en, hvað skeður,
ég byrja á því að fá stóran vinn-
ing í happdrætti, og eftir það
byrja ég að græða á tá og fingri,
hef aldrei verið eins ríkur og
einmitt nú, HEYRÐU, og hlust-
aðu, jú, jú, hún Gunna er að
koma heim.
Jæja, vertu blessaður, góði, og
þakka þér fyrir allt gott.
G. K.
P.s. Vonast eftir útúrsnúning.
---------Láttuekkisona, maður.
G.K. lifir hérna eins og blóm I
eggi. Sjálfur fór ég til spákonu
í gær og hún varaði mig við
manni, sem varaði menn við að
fara til spákonu. Eða varaði hún
mig við að hlusta á menn, sem
vöruðu menn við að tala við spá-
konur? Nei, maður spákonunnar
varaði mig við að vara spákon-
una við að vara sig á mér.
SPÁKONUR
VALDA VONBRIGÐUM.
Til Póstsins:
Hvenær verður gerð gangskör
að því að drepa þessar stórhættu-
legu galdrakerlingar, sem ganga
enn lausar. Nýlega setti ein
amerísk norn allan heiminn á
annan endann, þegar hún spáði
því, að The Beatles mundu far-
ast í flugslysi, sem auðvitað rætt-
ist ekki. Ef þessu heldur áfram
munu allir heiðarlegir menn taka
sig saman og endurreisa hinar
fornu galdrabrennur.
Einn bálreiður.
---------Nú, jæja já. Hvenær
gerðist þetta. Aldrei hef ég heyrt
nokkurn minnast á þetta. Það
er aldeilis óforsvaranlegt að
gefa mönnum tyllivon, sem er
barasta tóm tjara. Heyrðu, viltu
ekki gefa mér nánari útskýringu
á þessu með heiðarlega menn og
galdrabrennur.
0 — VIKAN 41. tbl.