Vikan - 08.10.1964, Qupperneq 12
Þeir, sem kvaddir höfðu verið til
að bera ábyrgð á öryggi Ernest Hem-
ingway, voru f vanda staddir þegar
innrásin í Normandy hófst. Allt til árs-
ins 1944 hafði sá aldni stríðsgarpur
ekki virzt hafa sérlega mikinn áhuga
á að notfæra sér réttindi sín sem stríðs-
fréttaritari. En nú, þegar Bandamenn
höfðu loks tekið rögg á sig og ákveð-
ið að halda yfir sundið og gefa Hitler
á hann svo um munaði, lét gamli mað-
urinn fyllilega á sér skilja, að nú væri
hann þess albúinn að halda út í stríð.
Eins og gefur að skilja, kærðu hvorki
blaðaútgefendur né hernaðaryfirvöld
sig um það, að eiga það á hættu, að
verða krafðir ábyrgðar fyrir það, að
hafa teflt jafn ómetanlegum bók-
menntadýrgrip í tvísýnu, með því að
setja hann þar, sem bardaginn var
harðastur. Annað mál var svo það,
að þeim var ógerlegt að meina gamla
manninum algerlega að koma nálægt
vígvöllunum, þar sem hann var nú
einu sinni ókrýndur konungur allra
stríðsfréttaritara. Það voru því saman-
tekin ráð þeirra, að lofa karli að róa
— en ekki lengra undan landi en það,
að honum væri óhætt.
Gamli maðurinn hafði ekki minnstu
hugmynd um allt þetta ráðabrugg,
þegar hann æddi af stað frá New
York árla maímorguns; hafði ekki hug-
mynd um það, frekar en mér gat komið
það til hugar, þegar ég slóst í för-
ina með honum í kránni í Bottwood
á Nýfundnalandi, að ég ætti þar með
fyrir höndum að verða vitni að því
hvernig ein af þessum furðusögum
af Hemingway varð til.
A meðan við Hemingway og flug-
báturinn okkar tókum þarna eldsneyti
til langflugsins frá Nýfundnalandi til
frlands, endurnýjuðum við gamlan
kunningskap og bárum saman bækur
okkar. Eg hafði ekki frá svo ýkja-
mörgu að segja sjálfur; ég hafði sam-
ið um það við lækninn minn að hann
frestaði því um nokkurn tíma að gera
á mér kviðristu við magasári, svo að
ég gæti farið heldur ómerkilegra er-
inda á vegum flotans t sambandi við
fyrirhugaða innrás. Hemingway fór
að sjálfsögðu í mikilvægum og strang-
leynilegum erindagerðum, eins og hans
var von og vísa. Hann trúði mér þó
ÆMINGUm
STRÍÐIÐ
Hann var gamalreyndur
stríðsmaður og fannst
hann hafa komizt í feitt að
taka þátt í innrás-
inni í Normandy. Þar
gerðist hann fyrirferðarmikill,
kom sér upp
„einkaher" og tók að sér
stjórnina.
VINN6L
12
VIKAN 41. tbl.