Vikan - 08.10.1964, Side 13
fyrir því, að enn væri ekki óaftur-
kallanlega um seinan að koma ein-
hverri vitglóru að í þessari styrjöld,
en það var bara þetta, að til þess
þurfti stríðsvizku, sem ekki varð troðið
inn í þó koparhausa, er sátu á hálsi
hershöfðingianna. Hann sjálfur vissi
aftur á móti upp á hár, hvaða aðferð
skyldi beitt. Um leið og náð var fót-
festu handan sundsins, átti að afhenda
frönsku andspyrnuhreyfingunni öll her-
gögnin í stað þess að vera að ferja
allan okkar herstyrk þangað líka, og
láta svo vini hans, Maquisana, um það
að frelsa sína ástkæru fósturiörð.
Þegar við vorum setztir að í Dorchest-
er hótelinu við Hyde Park í Lundúnum
tuttugu og fjórum klukkustundum síð-
ar, hafði hann sagt mér í stuttu máli
undan og ofan af hinni meistaralegu
hugmynd sinni. Hann gat ekki beðið
með að hefja undirbúninginn að fram-
kvæmd hennar. Aður en honum hafði
unnizt tími til að taka upp farangur
sinn, var hann farinn að tala á dul-
máli í símann, og notfæra sér „sam-
bönd" sín.
Er ég kom svo úr ferðalagi til Corn-
wallstrandarinnar nokkrum kvöldum
síðar, bar loftárás og Hemingway upp
á sömu stundina. Hann hafði þá kom-
izt á snoðir um, að hann mundi ekki
komast með fyrstu innrásarherdeildinni,
esm send yrði yfir sundið, hvorki sem
stríðsfréttaritari eða á annan hátt.
Æðisgengin skothríðin úr loftvarnar-
virkiunum og hvinurinn af sprengiun-
um, sem rigndi úr flugvélum nazist-
anna yfir hina myrkvuðu milljónaborg,
var ekki nema lágvær og hófstilltur
undirleikur við reiðiofsa gamla manns-
ins. Veifandi dós með niðursoðnu
nautakiöti í annarri hendi og tveim
samanlögðum brauðsneiðum í hinni,
þuldi hann öll þau blótsyrði á fiórum
tungumálum sem hann kunni, til að
lýsa meinlausustu atriðum þess sví-
virðilega „baktialdamakks", sem nú
var haft ( frammi til að koma í veg
fyrir það, að hann stigi fyrstur fæti
á ströndina handan við sundið. í þann
mund sem dálítið fór að draga úr
þeim reiðilestri, var nautakjötið ( dós-
inni komið í kássu og smjörið á milli
brauðsneiðanna orðið að ólseigum osti.
Aldrei hafði ég séð Hemingway, sem
að öllu jöfnu var maður orðprúður, í
slíkum feiknaham.
Þó að hann væri æðsti maður stríðs-
fréttastofu Colliers [ Evrópu kom það
honum að tiltölulega litlu haldi ( sam-
bandi við hinn fyrirhugaða D-dag. Þeir,
sem höfðu allt vald yfir stríðsfréttarit-
urunum í hendi sér, höfðu ekki skipað
honum í fylgd með bandarfskri inn-
rásarherdeild, heldur var svo til ætl-
azt að hann fylgdist með því, er hann
sjálfur kallaði „kjúklingaflug brezkra
mömmudrengja". Og gamli maðurinn
var sannfærður um, að hann mundi
ekki komast yfir sundið fyrr en á
seytiánda eða átjánda D-degi, nema
þessum fyrirskipunum fengist breytt.
Og þeim skyldi líka svo sannarlega
verða breytt, að honum heilum og
lifandi!
Þegar ég kom svo næst í gistihúsið
um það bil viku fyrir hinn fræga dag,
var orrusta Hemingways við fyrrnefnda
yfirboðara sína í fullum gangi. Hann
var þá nýsloppinn út úr siúkrahúsi, þar
sem hann hafði orðið að láta sér lynda,
að liggia á meðan verið var að festa
aftur á hann höfuðleðrið með rúm-
lega fimmtíu nálarsporum, eftir að
hann hafði flegið það af sér, þegar
bíll hans lenti í árekstri við vatns-
geymi vegna myrkvunar. Skýrði hann
það ólán sitt á þann hátt, að allt
legðist nú á eitt gegn honum.
A milli þess sem ég skrapp eftir
viskýi og bitter, sem hann hesthúsaði
sjálfur af mikilli atorku og ráðlagði
mér að gera sömu skil, þar eð hvort-
tveggja væri sannkallað kraftaverka-
meðal við magasári, skýrði gamli mað-
urinn mér frá gagnaðgerðum sínum,
sem voru svo snjallt hugsaðar, að þær
gáfu ekkert eftir þeim snjöllustu átök-
um sem frægustu skáldsnillingar á öll-
um öldum hafa upphugsað sem efni-
við í sínar frægustu sögur. Og svo
fór líka, að hann hafði af það, sem
hann ætlaði sér. Honum hafði tekizt
að safna um sig hirð fárra en val-
inna og háttsettra, nýbakaðra foringia,
sem enn voru mjög áhrifagiarnir og
litu upp til gamla mannsins sökum
frægðar hans. Og svo fór, áður en lauk,
að margir af æðstu innrásarforingjun-
um töldu sér það sérstakan heiður að
mega hafa gamla manninn í fylgd
með sér yfir á frönsku ströndina þann
fræga D-dag. Þó að sumir kæmust
kannski ekki að virkjahliðum Hitlers
fyrr en á seyþánda eða átjánda degi,
þá ætlaði gamli maðurinn sér ekki að
vera í þeirra hópi.
Ekki kom honum heldur til hugar,
að telja sig bundinn af því ákvæði
Genfarsáttmálans, þar sem segir að
stríðsfréttaritarar skuli ekki taldir her-
menn, enda beri þeir ekki nein vopn.
Gamli maðurinn hafði tekið þátt í
fyrri heimstyrjöldinni og Spánarstyrj-
öldinni, og leit á sjálfan sig sem mik-
inn stríðsmann. Um leið og hann heyrði
bergmál af skothríð, var ekki um ann-
að að ræða, en að hann tæki stjórn-
ina í sínar hendur. Og honum var ekk-
ert að vanbúnaði. Þegar gamli maður-
inn hélt út í stríð, bar hann vopn og
hertygi, sem nægja mundu fjórum —
skothylkjabelti með allskonar skotum,
skáhallt yfir barm og axlir, heilan
helling af handsprengjum, að minnsta
kosti eina marghleypu og skeiðahníf
við belti sér og loks hríðskotariffil í
herðafeta.
Það var ekki fyrr en að hann var
kominn langleiðina yfir sundið, að
viðkomandi hernaðaryfirvöld komust
að því, að hann var um borð í her-
flutningaskipi, sem mundi verða með
þeim fyrstu upp að frönsku strönd-
inni. En þá var líka um seinan að
setja allt á annan endann þess vegna.
Hemingway varð ekki stöðvaður nema
horfið væri að því ráði að stöðva
innrásina. Gamli maðurinn var geng-
inn þeim úr greipum.
Ég hitti Hemingway svo ekki fyrr
en nokkuð löngu síðar. Einn af þeim
háttsettu, sem stóð með honum að sam-
særinu, sagði mér aftur á móti, að
gamli maðurinn hefði staðið við öll sln
heit, og verið kominn aftur til Lundúna,
áður en tveir sólarhringar voru liðnir,
reyksollinn í andliti, fötin ötuð mold
og leir, en sjálfur hefði hann vitan-
lega verið glorhungraður, auk þess sem
hann var að sjálfsögðu sárþyrstur eins
og venjulega.
Og hvaða mannraunum hafði gamli
maðurinn svo lent í, þessa tvo sólar-
hringa . . . ?
Nokkrum dögum síðar var ég í för
með bandarísku innrásarherjunum inn
frá ströndinni, og spurðist fyrir um
það hve margir foringjar hefðu þá
fallið í bardögum. Það var á leiðinni
til St. Lo, sem ég hitti fyrir eitt af
þeim bandarísku herfylkjum, sem geng-
ið hafði á land sjálfan innrásardag-
inn, þar sem innrásarherirnir fengu
hvað heitastar móttökur. Ég lagði fyrir
þá spurningu mína.
„Yfirforinginn . . . við höfum haft
tylft af yfirforingjum síðustu dagana.
Þeir falla yfirleitt jafnóðum."
„Þú ættir að segja honum af villi-
manninum, sem stjórnaði landgöngu
okkar."
„Hverjum . . . Ernest Hemingway?
Hann mundi aldrei trúa því. Ég trúi
því ekki sjálfur — og sá ég það þó
eigin augum."
„Það gerir ekkert til að minnsta
kosti, þó að þú segir honum af því."
„Jæja — en eins og ég tók fram,
þá er ég viss um að þú trúir því
ekki . . ."
Þeim sagðist svo frá, að þeir hefðu
veitt því athygli, þegar þeir stukku fyr-
ir borð [ innrásarprammann, sem skyldi
flytja þá frá skipinu upp í flæðarmál-
ið, að þessi aukanáungi var með í
förinni. Fyrst höfðu þeir ekki hug-
mynd um hver hann væri, né heldur
hvaða herfylki hann heyrði til. Hann
bar ekki nein einkennismerki, eða ann-
að, sem sagt gat til um hann. Hann
var bara tröllstór, með úlfgrátt al-
skegg og einskonar vefjarhött á höfði,
eins og þessir indversku furstar. Að
minnsta kosti var hann allur vafinn
um höfuðið; þeir voru flestir meira og
minna sjóveikir eftir siglinguna yfir
sundið og tóku því ekki svo grannt
eftir slíkum smáatriðum. Þó versnaði
þetta um allan helming eftir að þeir
komu um borð í innrásarprammann,-
það var strekkingsrok og brim; gaf
á ! sífellu, svo að þeir urðu holdvotir.
Skotin úr fallbyssunum um borð [ her-
skipunum hvinu án afláts uppi yfir, en
sprengikúlum rigndi allt umhverfis þá
úr landi og allstaðar vall, kraumaði
og logaði. Stýrimaðurinn reyndi eftir
megni að verja prammann áföllum
um leið og hann svipaðist um eftir
einhverjum stað á ströndinni, þar sem
hugsanlegt væri að taka land.
Þá gerðist það, að sá gamli grá-
skeggur kom auga á staðinn og sýndi
stýrimanninum hvernig hann ætti að
leggja að.
Framhald
á bls. 47
VIKAN 41. tbl. — -£2