Vikan


Vikan - 08.10.1964, Side 23

Vikan - 08.10.1964, Side 23
r ^ smjör og sultu, og eina dós af mjólk, sem kannske þurfti að endast í tíu daga. Venjulega reyndi brytinn að skammta of lítið, og við urðum að vaka yfir því að fá réttan skammt eins og barnmörg ekkja, sem fer út að draga í búið. Tvö göt voru boruð á mjólkur- dósina, og síðan tálgaðir tveir tappar, til þess að maurarnir kæmust ekki í hana. Ef maður opnaði dósina alveg, mátti eins búast við, að hún væri full af kakkalökkum næst þegar þurfti að nota hana. Stálbotninn í koj- unum skildi eftir krossmunstur á bakinu þegar risið var upp á vaktina, og í hvert skipti sem akkerið var látið falla, hrundu ryðflyksurnar yfir kojuna og allt, sem í henni var. Þetta var einmitt svona skip. Eini munurinn var, að margar kojurnar voru tómar. Skipsfélagar okkar reyndust vera ágætis náungar. Jack, ég og Stan vorum elztir og reyndastir. Hinir voru flestir ungir, og höfðu siglt sem hásetar eða messadreng- ir. Við vorum aðeins sex, allir munstraðir í neyð okkar, og urð- um því að vera aðeins tveir á vakt, í stað þriggja eins og venja var. Jack varð líka að ganga vaktir, í stað þess að vinna venju- legan dagvinnutíma, eins og báts- manni sæmdi. Stan hafði gaman af þessu. „Þú lékst á þá núna, Jack,“ sagði hann glettnislega. „Nú kemstu ekki til þess að gera neitt af bátsmannsstörfunum, en þú ert skráður sem slíkur, og þeir verða að greiða þér í samræmi við það.“ Hann virtist ekki taka það með í reikninginn, að skipafélagið þurfti heldur ekki að greiða mönnunum fjórum, sem ekki fengust á skipið. Skipstjórinn hafði flýtt sér að taka fríið sitt út, þegar hann vissi, að skipið átti að fara til Rússlands, og fyrsti stýrimaður hafði farið að dæmi hans. Við fengum því afleysingar- skipstjóra, taugaveiklaðan mann, sem virtist ekki hafa snefil af sjálfstrausti. Til allrar lukku fengum við 1. stýrimann, sem var gamall sjóhundur, kominn á eftir- laun, en himinlifandi af tilliugs- uninni um, að hans var enn þörf. Hann hafði verið búinn að fá sitt eigið skip, þegar útgerðin, sem hann hafði verið hjá um ára- bil, taldi hann ófæran um skip- stjórn. Rusty, eins og við kölluð- um hann, var viðfelldinn, gamall karl, þrátt fyrir svolítið grófa framkomu. Strax á fyrsta degi fórum við fram í eldhús með bakkana okk- V_______________________________J r a ar. Einhverri lafskássu var slett í eitt hólfið, ónefndri súpu í ann- að, og síðan fengum við búðings- klessu, sem var eins beisk á bragðið og kokkurinn, sem bjó hann til, var á sviipnn. HALDIÐ TIL RÚSSLANDS. Um kaffileytið fengum við te- sull og Harðar kringlur, en í morgunverð daginn eftir kaldan hafragraut og rúgkökur. Það kvöld var haldið úr höfn, og ferð- inni heitið til Rússlands. Dagur- inn hafði verið eins og ágúst- dagar verða fegurstir, en þegar við létum úr höfn, skildu margir áhafnarinnar eftir kvíðafullar fjölskyldur, þótt mörgum þeirra hefði tekizt að leyna því fyrir ættingjum sínum og ástvinum, hvert ferðinni var heitið. Okkur hafði verið sagt, að við kæmum við í Murmansk, og síðan færum við yfir norðurheimskautsbaug- inn norður í Síberíu. Eftir nokkra daga höfðum við siglt framhjá hinum stórkostlega fallegu norsku fjörðum, og á hverri nóttu nutum við miðnæt- ursólarinnar, sem þó var ekki sól, en skemmtilegt sambland myrkurs og birtu. Þegar fjarðalóðsarnir yfirgáfu okkur við Honningsvaag, sigldum við fyrir North Cape, og var okkur þá öllum fremur órótt inn- anbrjósts. Til allrar iukku var veðrið gott, og hjálpaði það vel til að halda skapinu í lagi. Við höfðum engan tíma til neinna dægrastyttinga, því á milli þess að ganga vaktir og dunda við ýmis störf á þilfar- inu, þá fór allur okkar tími í að formæla kokknum. Viðkoma okkar í Murmansk var eftir skipun rússneskra yfir- valda, vegna þess, að sú borg var talin opinber viðkomustaður á þcim slóðum. Þegar lóðsbáturinn kom út á móti okkur, voru tveir hermenn undir vopnum í fylgd með hafn- sögumanninum, og eltu hann upp kaðalstigann, sem við höfðum sett út fyrir þá. Eftir að hafa rannsakað skipið, stilltu hermenn- irnir sér upp á sinn hvorn brú- arvæng með mundaða riffla. Þeg- ar við vorum komnir upp að bryggju, streymdu um borð tólf hermenn í viðbót ásamt nokkr- um óeinkennisklæddum mönn- um. AHri áhöfninni var skipað að raða sér upp í eina röð á þilfar- inu, og voru tveir vopnaðir verð- ir settir til þess að gæta okkar. Hinir „gestirnir“ tóku til að leita í skipinu, hátt og lágt. Þegar leitinni var lokið, tók yfirmaður hermannanna öll vega- V.____________________________J r ^ bréfin okkar, og bar þau saman við myndirnar af hverjum ein- um. UNDIR SOVÉZRI VERND. Þegar allar myndirnar höfðu verið bornar saman við andlit- in á okkur, lögðu verðirnir hald á alla sjónauka, ljósmyndavélar, kort, loftskeytatæki og allt þess háttar, og höfðu þetta með sér í land, ásamt vegabréfunum okk- ar. Allt þetta umstang tók um fjórar klukkustundir, og á með- an urðum við að híma úti á þil- fari í kuldanum, og aldrei litu verðirnir af okkur augunum. Þegar okkur var leyft að fara aftur niður í vistarverur okkar, sagði Stan, um leið og hann fleygði sér á bakið í kojuna sína: „Ja, ekki lítur það nú vænlega Út.“ „Nei,“ samsinnti ég. Hann hafði einmitt kveðið upp um hugsanir okkra allra. Alla þessa nótt í Murmansk mok- uðum við og bárum kol í fötum ásamt kyndurunum. Hvert hlass- ið eftir annað var híft inn fyrir borðstokkinn, stórar gegnfrosnar hrúgur. Það var komið fram í septem- ber, og á þessarri norðlægu breiddargráðu var enga miskunn að finna hjá frostinu og nætur- kuldanum. Klukkutíma eftir klukkutíma beygðum við aum bökin, stöppuðum niður hálf- frosnum fótunum, og nudduðum krókloppna fingurna, sem varla dugðu lengur til þess að halda á skóflunum. Loksins héldum við af stað til Síberíu, eftir að hafa gúlpað í okkur morgunverð, og var ferðinni heitið til timbur- borgarinnar Igarka. Tveir úthafslóðsar tóku við stjórn skipsins. Skipstjórinn og loftskeytamaðurinn voru ekki lengur nothæfir fyrir þessa leið- sögumenn, þar sem loftskeyta- tækin höfðu öll verið tekin úr skipinu í Murmansk, og þeir sigldu eftir leynikortum, sem kom okkur í gegnum tundur- duflanetið á þessarri leið. Rússarnir stóðu fjögurra tíma vaktir til skiptis, og þegar ekki var not fyrir kortin, sváfu þeir á þeim í kortaklefanum. Stund- um gáfu þeir mjög snöggar og örar skipanir til mannsins, sem var við stýrið, og gaf það til kynna, að sums staðar væri bilið á milli tundurduflanna mjög stutt. Þannig gekk ferðin fyrir sig, og dagarnir liðu, unz við feng- um enn einn leiðsögumann um borð, sem átti að sigla með okk- ur hina fimm hundruð mílna leið, V f hættulegasta hluta leiðarinn- ar„ upp Yenisei ána. Veðrið var stillt og gott, en kuldinn óskaplegur, enda vorum við nú komnir vel norð- ur fyrir heimskautsbaug. Á freðmýrunum meðfram ánni var engan gróður að sjá. Þegar við vorum komnir upp að bryggju í Igarka, þá streymdu hermenn enn um borð. Tveir þeirra voru á vappi um þilfarið. Einn varðmaður var við hvorn enda landgangsins. Á enda bryggjunnar var vélbyssuhreiður, og var byss- um stöðugt beint að skipinu. Með stuttu millibili, eftir allri bryggjunni, var komið fyrir varðskýlum, og var vopnaður hermaður í hverju þeirra. Eini maðurinn, sem fékk að fara upp af bryggjunni, var skipstjórinn. Á hverjum morgni komu tveir hermenn eftir honum um borð, og fylgdu honum hvert fótmál, þar sem hann var að sjá um hleðslu skipsins. Strax í býti morguninn eft- ir að við komum í höfn, var tekið til við að lesta skipið. Nær öll áhöfnin var sett til að fylgjast með talningu, og fór hún fram niðri á bryggj- unni. Ég var einn þeirra, og unnum við á tveimur tólf tíma vöktum. Við unnum með rússnesk- um stúlkum, sem töldu í timb- urbúntunum, en við gengum síðan úr skugga um, að þær hefðu talið rétt, en svo var híft um borð, og timbrið sett í lestina. Við fengum ekki að fara út fyrir það svæði, sem afmarkaðist af skut og stafni skipsins. I fyrstu gekk útskip- unin mjög vel, en svo tókum við eftir því, okkur til mikill- ar undrunar, að verkinu seink- aði að miklum mun, og að því er virtist, af engri sjáanlegri ástæðu. Meðan við sátum og biðum eftir næsta timburhlassi, tók ég af rælni upp skrifblokk- ina, sem ein af talningarstúlk- unum hafði lagt frá sér á timburhlaða. ÓTTASLEGIN NEITUN. Er mér var litið á fremsta blaðið, sá ég mynd af Stalín í einu horninu, og þar fyrir neðan myndir af þremur mönnum, sem sennilega hafa verið ímynd ungra manna í Rússlandi. Afgangurinn af Framhald á bls. 45. V___________________________J J VIKAN 41. tbl. — 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.