Vikan - 08.10.1964, Page 31
Óviðjafnanlegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist
SILVER GILLETTE: hin ótrúlega beitta og mjúka Gillette egg é
rakblaði úr ryðfríu stáli, sem engin rakstursaðferð jafnast á við.
• mýksti. bezti og þægilegasti
rakstur. sem völ er á
® rySfritt stái, scm gefur yður
flesta rckstra á biað
o gæðin aíiiaf söm við sig—öll . * r\ rv
blöðin jafnast á við það siðasta RYÐFRIA STALBLAÐIÐ
SILVER GILLETTE - ÞRIGGJA BLAÐA PAKKI - ENDIST VIKUM SAMAN - AÐEINS KR. 25,00
MJÓLKURVERÐ 0G
MARGT FLEIRA
Framhald af bls. 9.
þótt blessuð stúlkan hefði eitt-
hvað misreiknað sig, og ef sá
grunur minn er á rökum reistur,
skal hótelinu bent á að senda
mér viðbótarreikning — ég skal
með glöðu geði borga það sem
á vantar og það strax og ég get
klipið eitthvað undan gjaldheimt-
unni til þess.
í þessari sömu ferð komum við
í Valhöll og fengum okkur há-
degismat. Ristaðan silung, súpu
og mjólk. Þetta var ljómandi
matur, og ekki yfirgengilega dýr,
— nema mjólkin. Ég veit ekki
um nokkurn mann, sem fær eins
gott verð fyrir mjólkina sína
og Markús í Svartagili, því eitt-
hvað hlýtur hann að fá, úr því
Hótel Valhöll stendur sig ekki
við að selja mjólkurpottinn á
minna en 60 krónur.
Já, það er hætt við, að hann
faðir minn ætti eitthvað í hand-
raðanum, hefði hann fengið
svoddan prísa fyrir mjólkina
sína.
En bíðum nú við. Reikningur-
inn var fróðlegur fyrir fleira en
það, að á honum stóð að mjólk-
urglasið — sem tekur tæpan pela
— kostaði 15 krónur. Þar stóð
nefnilega: 2 lunch kr. 196,00 2
mjólk 30 kr.
Við vorum bæði hneyksluð.
Hvernig í ósköpunum stendur á
því, að það var ekki hægt að
skrifa 2 milk, til að vera nú í
samræmi við 2 lunch!
Og hver veit, nema manni hefði
þótt skárra að borga 60 krónur
fyrir mjólkurpottinn, ef reikn-
ingurinn væri skrifaður á ensku
að öllu leyti.
En þessi ósköp ... Það var eins
og að hafa ekki nema hálft sjón-
varp.... ★
BUXURNAR RAÐA
f PARfS
Framhald af bls. 11.
þessari buxnatízku, er glötun-
inni ofurseld á þessum tíma. Bux-
ur eru nú notaðar við öll mögu-
leg og se fleiri tækifæri. Sumum
sést ósköp lítið af, kannski eru
það aðeins hnémúffur, sem gægj-
ast undan dýrum loðf eldum. Aðr-
ar þykja hæfa vel miðdegisverði
og framkalla djúpa hneigingu
hvers góðs dyravarðar.
Nú þegar þú ert að ákveða
með sjálfri þér að klæðast þess-
um mjög svo ókarlmannlegu bux-
um við öll hugsanleg tækifæri.
Og þá er spurningin: Við hvað
á að klæðast þeim?
Föt og jakkar bjóða upp á
möguleika af slíkri fjölbreytni,
að mann sundlar við tilhugsun-
ina. Það er um að ræða jakka,
sem eru nokkurn veginn ávalir
í lögun, og aðra sem eru þröngir
og beinir í sniði sem örvar. Marg-
ir eru vel rúmir um herðarnar
og með víðum ermum. Svo eru
enn aðrir, sem minna helzt á
flautu. Túnikur mega sín og
mikils í París.
Eða loðskinnin! Stríðhærð
skinn, mjúkhærð skinn, svo
unaðsleg skinn er nú um að ræða,
að maður nær varla andanum af
aðdáun. Loðskinn um hálsinn
þinn, í loðskinnsermar, loðskinns-
faldar ... Það er um svo margs-
konar dragsíðar skikkjur (stólur)
og slifsi að velja, að það er jafn
flókið nám að læra að bera sig
til í því öllu og japönskum blæ-
vængjadansi. Næst loðskinnun-
um að mikilvægi koma fjaðrirn-
ar, fjaðrir af öllum fuglum, frá
hænum og upp í strúta.
Jersey er allsstaðar viðeig-
andi, jafnvel fyrir altarinu.
Stökkt gaberdín er mjög í móð,
og af öðrum efnum, hörðum við-
komu, má nefna skáofin efni
(twill) o.fl. Blússurnar eru eins
áberandi og hvað annað, og V-
hálslínan berst um völdin við
aðrar, sem nálgast að vera fer-
kantaðar.
ATHUGIÐ: GÆTIÐ ÞESS AÐ
FYLGJAST VEL MEÐ SÍDD-
INNI. Hún er breytileg, stund-
um minni en nokkru sinni fyrr,
eigi að vera í flíkinni ásamt hné-
síðum buxum, en stundum líka
niður á miðja kálfa eða alla leið
niður í gólf.
Mittislínan er á álíka miklu
reiki. Stundum er hún uppi und-
ir geirvörtum, aðrar þeim mun
lægri.
Litskrúðið er í ósköp litlu
uppáhaldi — nú þykir fínt að
klæðast hvítu og svörtu, líkja eft-
ir litum kameldýrs og grjóts,
brúnkola og blautmoldar, haust-
laufa og annarra náttúrulegra
fyrirbrigða. Enn aðrar eru græn-
klæddar eins og veiðimenn. Þó
má einnig sjá fagurrauða liti í
stíl við klæði konunga, madonnu-
blátt og fleira og fleira.
Ef hann skyldi rigna, er önd-
vegi að eiga jakka skreyttan
safalaskinnum, eða þá mink.
Slík skinn safna í sig regndrop-
um, sem mynda ódýrustu og hvað
mest töfrandi perlur, sem hægt
er að hugsa sér.
Þetta er í stuttu máli sagt, það,
sem Parísartízkan hefur nú að
bjóða þér. Veldu þér eitthvað af
öllu, eða sumu, og njóttu sem
bezt einnar dásamlegustu tízku-
árstíðar, sem okkur hefur verið
boðið upp á í mörg ár. ★
VIKAN 41. tbl.
31