Vikan - 08.10.1964, Side 33
Framhald af bls. 29.
ente, gegnum millivegginn. Hún vissi, að þessi fallega stúlka lifði fremur
hátt i samkvæmislífi Parisarborgar, en hafði ekki enn náð sér í rikan
og háttsettan eiginmann.
Öðru sinni varð hún vör við heimsókn fallegrar ljóshærðrar konu,
sem enn hafði ekki glatað fegurð sinni þótt hún væri augsýnilega komin
að fertugu. Þegar hún var að fara heyrði Angelique hana segja:
— Ó, góða mín, við verðum að tína rósirnar, meðan við getum það.
Hér þykir það sárt að vita Þig búa í þessu óupphitaða herbergi og hafa
ekkert nema þessi slitnu föt. Svona fátækt er blátt áfram bönnuð fyrir
stúlku, sem hefur jafn falleg augu og þú.
Francoise muldraði eitthvað, sem Angelique heyrði ekki hvað var.
— Ég er þér sammála í því, svaraði þessi glaðlega söngræna rödd.
— En það er okkar verk að sjá um, að þessi laun, sem eru ekki fremur
niðurlægjandi en fátækrastyrkurinn, verði ekki að þrældómi. Þannig
hefur til dæmis herramaðurinn, sem nú sem stendur gerir mér kleift
að ferðast í vagni, sætt sig við að koma í tvær mjög stuttar heimsóknir
i mánuði. Fyrir fimm hundruð livres sagði ég honum, er mér ómögulegt
að láta meira. Hann verður að beygja sig fyrir því, vegna þess að ef hann .
gerir það ekki, veit hann að hann fær ekkert. Hann er ágætur náungi,
þótt það eina góða við hann sé, að hann veit allt um kjöt, vegna þess
að faðir hans var slátrari. Hann gefur mér sinar ráðleggingar, meðan
ég skemmti honum. Ég varaði hann líka við því að sýna nokkra af-
brýðissemi, það hefði ekki verið samboðið virðingu hans, og ég vil fá
að hafa mina duttlunga. Þú litur út eins og Þú hafir fengið taugaáfall,
vina mín. Ég sé það á því, hvernig þú herpir varirnar. En sjáðu nú til,
það er ekkert eins breytilegt í eðli sínu eins og ánægja ástarinnar, þó
hún sé í rauninni alltaf sú sama.
Þegar Angelique sá vinkonu sína næst, gat hún ekki á sér setið að
spyrja hana hver þetta hefði verið.
— Láttu þér ekki detta í hug, að ég hafi gaman af að fá heimsóknir
svona kvenna, sagði Francoise og fór örlítið hjá sér. —En Það verður
að viðurkennast, að Ninon de Lenclos er einhver skemmtilegasta kona,
sem til er. Hún hefur hjálpað mér mjög mikið og gerir allt sem hún get-
ur til að útvega mér lífeyrinn. Ég hef samt sem áður verið að velta Þvi
fyrir mér, hvort meðmæli hennar eru ekki fremur neikvæð en hitt.
— Ég hefði haft gaman af því að hitta hana og tala við hana, sagði
Angelique. — Ninon de Lenclos, endurtók hún dreymin, því hún hafði
oft heyrt nafn þessarar frægu „kurtisane". —- Þegar ég vissi, að ég
væri að fara til Parísar, hugsaði ég: Bara að ég gæti komizt í eitthvert
samkvæmið hjá Ninon de Lenclos.
— Já, sagði unga ekkjan og augu hennar leiftruðu af ákafa. — Það
er enginn staður í París, þar sem manni líður betur. Þar eru allir kát-
ir og glaðir. Þar eru allir siðsamir og þar leiðist engum. Þú veizt, hvað
sagt er um hana: — Ninon de Lenclos svaf hjá Lúðvík XIII og ætlar
líka að sofa hjá Lúðvik XIV. Og það kæmi mér svo sem ekkert á óvart,
þótt hún gerði það, því hún virðist hafa eilífa æsku.
Daginn þegar hún heimsótti bróður sinh í annað sinn, bjóst hún við
að finna Raymond og Desgrez. En eini maðurinn, sem hún fann Þar
inni, var lágvaxinn maður í svörtum fötum með eina af þessum hár-
kollum, sem gerðar eru úr hrosshári með litla svarta leðurhúfu á hvirfl-
inum. Hann reis á fætur og heilsaði henni á gamaldags hátt, kynnti sig
sem réttarritara, sem Maitre Desgrez hafði ráðið í sambandi við mál
Monsieur de Peyracs.
— Ég hef aðeins unnið við Þetta í þrjá daga, en ég hef nú þegar átt
langar samræður við Maitre Desgrez og Maitre Fallot, sem hafa skýrt
fyrir mér málið og ráðið mig til Þess að sjá um nauðsynleg gögn og
annað slíkt.
Angelique andvarpaði af feginleik.
— Það verða þá réttarhöld að lokum, sagði hún.
I sama bili kom lögfræðingurinn og Desgrez. Þeir staðfestu orð litla
mannsins, Monsieur Clopot, en á þessu stigi málsins var ekki mikið meira
að segja. Raymond var fremur kuldalegur við systur sína en ávítaði
hana hvorki, né var þungorður.
— Ég hef á tilfinningunni, að Raymond hafi verið eitthvað argur
út í mig, sagði hún á eftir, þegar hún fylgdi lögfræðingnum út að must-
erishliðinu. — Mér íannst hann eitthvað óánægður með mig. Samt get
ég ekki ímyndað mér, að nokkur geti lifað siðsamara og rólegra lífi
en ég. Ég lifi ekki síður siðsamlegu og góðu en lifernimóðir böðulslærl-
ingsins, sem ég bý hjá, og Raymond vísaði mér á. Desgrez brosti og
sagði:
— Ég býst við, að bróðir þinn hafi náð í eitthvað af þessum pésum,
sem verið er að dreifa í París um þesar mundir. Claude Le Petite, skáld-
ið frá Pont-Neuf, sem í næstum sex ár hefur truflað meltingarstarf-
semi aðalsmanna, hefur frétt af máli eiginmanns yðar og notaði tækifær-
ið til Þess að1 dýfa penna sínum I sýruna.
— Hvað getur hann hafa sagt? Hafið þér séð þessa pésa?
Lögfræðingurinn benti í áttina til Monsieur Clopot, sem tritlaði á
eftir þeim. Hann kom nær þeim og rétti þeim töskuna sem hann hélt á.
Or henni tók Desgrez knippi af Illa prentuðum pésum. Þetta voru stutt-
ar visur. Þær voru vel gerðar <yg eðlilegar, en drógu fram verstu hliðar
og álygar sem hægt var að hugsa sér. I visunum var Joffrey de Peyrac
NILFISK
verndar gólfteppin-
því a8 hún hcfur nægUegt sogafl
og afburða teppasogstykkl, sem
rennur mjúklega yfir teppin, kemst
undir lægstu húsgögn og DJÚP-
HREINSAR jafnvel þykkustu gólf-
teppi fulkomlega, þ. e. nær upp
sandi, smásteinum, glersalla og
öðrum grófum óhreinindum, sem
berast inn, setjast djúpt í teppln,
renna til, þegar gengiS er á þeim,
sarga undirvefnaBinn og slita
þannig teppunum ótrúlega fljótt.
NILFISK slítur aUs ekki tepp-
unum, þar sem hún hvorki bankar
né burstar, en hreinsar aSeins
me8 rétt gerSu sogstykki og
nægilegu sogafli.
ASrir NILFISK kostir:
# Stillanlegt sogafl # HljóOur
gangur # Xvöfalt fleiri (10) og
betri sogstykki, áhaldahlUa og
hjólagrind með gúmmihjólum
fylgja, auk venjulegra fylgihlnta
* Bónkústur, hárþurrka, málnlng-
arsprauta, fataburstl o. m. fl.
fæst aukalega.
# 100% hreinleg og auðveld tæm-
ing, þar sem nota má jöfnum
höndum tvo hreinlegustu ryk-
geyma, sem þekkjast i ryksugum,
málmfötu eða pappírspoka.
# Dæmalaus ending. NILFISK
ryksugur hafa veriS notaðar hér-
lendis jafn lengi og rafmagniS, og
eru flestar i notkun enn, þótt
ótrúlegt sé.
# Fullkomna varahluta- og við-
gcrðaþjónustu önnumst við.
Hagstætt vcrð.
Góðir greið'sluskilmálar.
Sendum um allt land.
ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA:
ATLAS kæliskápar, frystikystur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld-
húsviftur, tauþurrkarar, gufubaöstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivind-
ur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar,
snúruhaldarar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og áleggs-
sneiðarar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldliúsvogir, baðvogir oJI.
Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, verð og greiðsluskilmála)
um: .....................................................................
Nafn'..v:.“:.:.tttrrr vt.:v” rrr” "Trrr.Trr.... .ttt. ...
Hehnm ......................................................V...........
Til rötax SuðurgOtu 10, Jt«9PkfavOo.