Vikan - 08.10.1964, Page 34
lýst sem „stóra lamaða manninum", „loðna manninum", „kokkálnum
mikla frá Languedoc"....
Hann endaði kvæði sitt með þessari vísu:
Greifafrúin glöð í sinni,
galdramannsins hvarfi fegin.
Hórkonunnar valdi veginn,
i von um að hann sæti inni.
Angelique hélt að hún myndi roðna, en hún varð þvert á móti náföl.
— Ö, þetta skelfilega rennusteinsskáld, hrópaði hún og kastaði snepl-
inum í skítinn. —■ Svo sannarlega er vatnið í rennusteininum of hreint
fyrir hann!
— Uss, Madame. Takið ekki upp í yður, mótmælti Desgrez. — Mon-
sieur Clopot, viljið þér taka þennan óþverra^ upp aftur og setja hann
aftur i töskuna.
— Ég veit ekki, af hverju þeir setja ekki þennan fjandans skáldgep-
U i fangelsi, í staðinn fyrir að setja þangað heiðarlegt fólk, hélt Ange-
lique áfram og skalf af reiði: — Annars er mér sagt, að svona drullu-
sokkar séu settir í Bastilluna eins og þeir njóti einhverrar virðingar.
Hversvegna eru þeir ekki settir í Chatellet eins og venjulegir, ótíndir
glæpamenn ?
— Það er ekki auðvelt að handsama þessa menn. Þeir eru hálustu
kvikindi á þessari jörð. Þeir eru allsstaðar og hvergi. Claude Le Petite
hefur verið næstum hengdur tíu sinnum, en honum hefur alltaf tekizt
að komast undan, og hann kemur alltaf aftur og skýtur örvum sínum,
þegar sizt er von á. Hann er auga Parísarborgar. Hann sér allt, veit
allt, en enginn sér hann. Ég hef aldrei séð hann sjálfur, en ég býst við
að eyrun á honum hljóti að vera á stærð við baðker, því hann veit
allar hneykslissögur borgarinnar. 1 rauninni ætti hann að vera njósnari
á fullum launum, í stað þess að vera hundelt niðskáld.
— Það ætti að hengja hann i eitt skipti fyrir öll!
— Okkar kæra og ómögulega lögregla hefur spæjara meðal óþrifa-
lýðsins, en þeir munu aldrei ná í litla skáldið í Pont-Neuf, ef við komum
ekki til sögunnar, ég og hundurinn minn.
— Gerið það! Ég bið yður þess! hrópaði Angelique og þreif í Desgrez
með báðum höndum. — Ég vil, að Sorbonne færi mér hann í kjaftinum,
dauðan eða lifandi!
— Ég myndi heldur fara með hann til Mazarin, því hann er svo
sannarlega verri óvinur kardinálans en yðar.
— Hvernig stendur á því, að öðrum eins lygara líðst að gefa út svona
snepla?
— Þvi miður! Aðalstyrkur Claude Le Petite liggur í þeirri staðreynd,
að hann lýgur aldrei og gerir sjaldan mistök.
Angelique opnaði munninn til að mótmæla, en mundi svo eftir de
Vardes markgreifa og þagnaði, en innra með henni ólgaði reiðin og
skömmin.
41. KAFLI
— Hafið þér heyrt talað um munk, sem heitir Conan Bécher og nunnu,
sem áður en hún lagði nunnuheitið hét Carmencita de Mérecort? spurði
hann.
— Hvort ég hef heyrt talað um þau! sagði Angelique áköf. — Þessi
munkur, Bécher, er snarvitlaus gullgerðarmaður, sem sór að hann skyldi
rífa leyndarmálið um vizkusteininn út úr höndunum á manninum min-
um. Hvað Carmencitu de Mérecort við kemur, þá var hún einu sinni
ástmey Joffreys og getur ekki fyrirgefið honum, að hún fékk ekki að
vera það áfram. En hversvegna spyrjið þér um það?
— Það er eitthvað þvaður um særingar, sem þetta fólk hefur átt að
verða fyrir. Þessi gögn hafa núna nýlega verið lögð fram og eru sögð
vera mjög veigamikil.
— Hafið þér ekki lesið þau?
— Ég hef ekki lesið neitt af öllum þessum pappírum og skýrslum
sem hefur verið safnað saman.
— En úr því að réttarhöldin eiga að fara fram í málinu hljótið þér
sem verjandi sakbornings að hafa rétt til að fara í gegnum málsskjölin?
— Því miður. Mér hefur verið sagt mörgum sinnum að eiginmanni
yðar verði neitað um að hafa verjanda. En nú sem stendur vinn ég að
því öllum árum að fá skriflega yfirlýsingu varðandi þessa neitun.
— Þetta er ekki hægt!
— Nei, alls ekki. Réttarvenjurnar segja að ekki sé hægt að neita
sakborningi um lögfræðiaðstoð, nema hann sé sakaður um glæp af
verstu gerð. Það er erfitt að halda því fram í sambandi við þetta mál.
Svo með því að verða mér úti um skriflega yfirlýsingu um neitunina,
get ég sýnt fram á að réttarhöldin séu ólögleg og það gefur mér mjög
sterka aðstöðu. Ég býst við, að á þann hátt geti ég neytt þá til að nefna
mig sem verjanda.
Þegar Desgrez kom tveim dögum seinna var hann ánægjulegur í fasi
og hjarta Angelique tók stökk af vongleði.
— Bragðið hefur heppnazt! hrópaði hann. — Aðalforseti dómsmála-
ráðuneytisins, Séguier, var rétt í þessu að skipa mig verjanda fyrir
Monsieur de Peyrac, sem ákærður er fyrir galdra. Samt sem áður lang-
ar mig til að benda yður á Það, Madame, að þér getið ennþá valið yður
frægari lögfræðing til að fjalla um mál eiginmanns yðar.
Angelique var að horfa út um gluggann. Musterissvæðið var næstum
autt og virtist sofa undir snjófeldinum. Matjame Scarron gekk framhjá
í ræfiislegu kápunni sinni, á leið til messu í kapellu ábótans. Fyrir
framan húsið var Sorbonne að elta skottið á sjálfum sér, meðan hann
beið eftir húsbónda sínum. Angelique leit útundan sér á lögfræðinginn.
— Ég get ekki ímyndað mér hæfari mann, til að taka að sér þetta
mál, sagði hún. — Þér fullnægið öllum þeim skilyrðum, sem ég hef sett,
og þegar mágur minn mælti með yður við mig, sagði hann: — Hann
er einhver snjallasti lögfræðingur, sem ég þekki, og það sem meira er,
hann verður yður ekki dýr.
— Ég þakka yður kærlega, Madame, fyrir það góða álit sem þér haf-
ið á mér, sagði Desgrez og virtist alls ekki óánægður.
Unga konan teiknaði annars hugar á móðugar gluggarúðurnar. Þegar
ég kem aftur heim til Toulouse með Joffrey, hugsaði hún, ætli ég muni
þá eftir Desgrez? Jú, ég mun áreiðanlega stundum muna eftir því, þegar
við fórum saman í baðhúslð!
Allt i einu snerist hún á hæli, eins og hún hefði fengið rafmagnshögg.
Ég held það sé byröl \
aö vera rlkur, Markús.
Rlka félklö hefur
ekkert til aö veröa
-—i (■------hrifiö
^ af■
Hlustaðu
á mlg,
Bva.
Fyrirgeföu,
þetta var
ekki mein-
ingln
i
Srii ÍMA
CHIC
VIKAN 41. thl. — gg