Vikan


Vikan - 08.10.1964, Síða 36

Vikan - 08.10.1964, Síða 36
— Þá getiS þér hitt eiginmann minn á hverjum degi. Get ég ekki fengið að fara með yður? En Desgrez hvatti hana eindregið til Þess að reyna ekki að fá leyfi til þess. Hann var alls ekki viss um, að hann fengi sjálfur að sjá hann. En hann var staðráðinn í því að berjast fyrir rétti sínum. Hann út- skýrði, að hann hefði meiri möguleika til þess að fá heimsóknarleyfi heldur en þekktur lögfræðingur myndi hafa haft, þvi þekktum lögfræð- ingi hefði verið hægt að ógna til að láta af kröfum' sinum. Angelique raulaði um kvöldið, þegar hún sauð hafragrautinn handa Florimond, og hún gat jafnvel borðað vel af hinni vanalegu hvala- kássu Madame Cordeau. Hún var aftur orðin vongóð. Um kvöldið kom lögfræðingurinn með tvær góðar frættir, hann hafði fengið að sjá nokkuð af réttarskjölunum og orðið sér úti um leyfi til að heimsækja fangann. Þegar Angelique heyrði þetta, þaut hún til Desgrez, greip báðum höndum um hálsinn á honum og kyssti hann ákaflega. Bitt andartak fann hún tvo sterka hand- leggi utan um sig og fann stutta, sterka notalega kennd. 1 sama bili hrökk hún undan, og um leið og hún strauk tárin úr augunum, stam- aði hún, að hún vissi ekki lengur hvað hún væri að gera. Desgrez var mjög tillitssamur, og lét sem ekkert hefði gerzt. Hann sagði, að hann myndi heimsækja Bastilluna um hádegi næsta dag. Hann fengi aðeins að tala við fangann í návist fangelsisstjórans. En hann vonaði, að síðar fengi hann að tala við de Peyrac í einrúmi. — Ég ætla með yður, sagði Angelique ákveðin. — Ég ætlai að bíða fyrir utan fangelsið. Or slitinni tösku sinni tók lögfræðingurinn plögg þar sem hann hafði skrifað aðalatriðin í kærunni. — Versta ákæran fjallar um galdra. Svo er hann sagður vera meist- ari í því að framleiða eitur. Það er sagt að hann geti sagt fyrir óorðna hluti og sé sjálfur ónæmur fyrir eitri. Hann er sagður hafa töfrað fjöldann allan af fólki og heillað til sín kvenfólk með göldrum. Hann er einnig sagður hafa kennt notkun púðurs og blóma til Þess að vekja ást, o. s. frv. Það er einnig sagt, að ein af fyrrverandi ástkonum hans hafi dáið, og þegar líkami hennar var rannsakaður, hafi hún haft í munni sinum iitla andlitsmynd af de Peyrac greifa.... — En sú hringavitleysa! hrópaði Angelique. — Þér ætlið þó ekki að segja mér að virðulegir dómarar taki svona lagað gilt við réttarhöld? — Sennilega gera þeir það og persónulega er ég mjög ánægður með það, vegna þess að ég á mjög auðvelt að rífa Þetta niður., Svo er hér ákæra varðandi málmbreytingar, leit að fjársjóðum, gullgerðarlist og takið eftir þvi „að hafa með villutrú framkallað líf“. Getið þér útskýrt þennan síðasta lið fyrir mér, Madame? Angelique velti þessu lengi fyrir sér og að lokum lagði hún höndina á kvið sér, þar sem barnið var að hreyfa sig: — Getur hugsazt, að þeir eigi við þetta? sagði hún og hló. Lögfræðingurinn leit hálfhneykslaður á hana, svo hélt hann áfram að lesa: — .....hefur aukið auðæfi sín með trölldómi og málmbreytingum," og svo framvegis. Og hér að lokum sé ég þetta: — „Og krafðist réttar, sem honum ekki bar. Gortaði opinberlega af þvi að vera óháður kóng- inum og prinsunum. Tók á móti villutrúarmönnum og grunsamlegum útlendingum og notaði bannaðar bækur af erlendum uppruna." — Nú, hélt Desgrez áfram eftir nokkurt hik, — kem ég að Þvi, sem mér finnst skrýtnast og er erfiðast í þessari ákæru. Hún fjallar um tilraun, sem gerð var á eiginmanni yðar af þremur prestum, sem hafa lýst því yfir, að hann hafi sannanlega verið undir stjórn djöfulsins og átt viðskipti við hann. — En þetta er óskiljanlegt! hrópaði Angelique og fann kaldan svit- ann brjótast út á enni sínu. Hverjir eru þessir prestar? —- Einn af þeim er Bécher. Ég veit ekki, hvernig hann hefur komizt inn í Bastilluna sem opinber embættismaður, en það er öruggt mál, að Þessi rannsókn hefur átt sér stað og vitnin staðfesta öll að viðbrögð greifans hafi óumdeilanlega sannað samband hans við djöfulinn. — Það er ómögulegt, endurtók Angelique. —■ Þér trúið því allavegana ekki, gerið þér það? — Ég, Madame, er trúleysingi. Ég trúi hvorki á guð né djöfulinn. —- Þegið þér, stamaði liún og krossaði sig í flýti. Svo hljóp hún að Florimond litla og Þrýsti honum að brjósti sér. —- Hlustaðu ekki á, hvað hann er að segja, engillinn minn. Ö, allir karlmenn eru eins. Eftir andartaksþögn gekk Desgrez til hennar. — Hafið ekki þessar áhyggjur, sagði hann. — Það er örugglega eitt- hvað athugavert við þessa ákæru. En ég undirstrika það, að þessi rann- sókn er mjög varhugaverð vegna þess, að hún er líkleg til að hafa hvað mest áhrif á dómarana. Rannsóknin var gerð i samræmi við fyrirmæli frá Róm. Viðbrögð hins ákærða voru mjög óhagstæð. Ég tók sérstaklega eftir viðbrögðunum varðandi rannsókn á „djöfullegu stöðunum". —- Hvað er það? — Þessir „djöfullegu staðir" eru sérstakir hlutar á líkama manns, sem haldinn er illum öndum, sem eru sérstaklega nærnir fyrir snert- ingu silfurhaka, sem notaður er við brottrekstur illra anda. 1 skýrzl- unni bera vitnin það, á ákveðnum andartökum hafi hinn ákærði rekið upp hræðileg óp og „sannarlega ójarðnesk", þegar venjulegur maður heíði á engan hátt fundið fyrir snertingu þessa saklausa verkfæris. Um leið var kannað, hvort fótur væri fyrir þeirri ákæru, að hinn ákærði hefði töfravald yfir öðrum og ákveðin persóna var flutt í návist hans, sem sýndi á sér öll merki þess, að svo væri. — E'f Carmencita de Mércort var persónan, sem notuð var, er ég viss um, að hún lék sinn þátt óaðfinnanlega, sagði Angelique kaldhæðn- islega. — Hún er sennilega nunnan, sem minnzt er á, en nafn hennar er ekki sagt. En ég endurtek það, að það er eitthvað hér sem ekki er rétt. En ég sé í hendi mér, að dómararnir munu reyna að nota það út í yztu æsar, og ég verð að vera í aðstöðu til Þess að slá botninn úr þessum á- sökunum. Því miður get ég ekki séð neitt við þetta, enn sem komið er, sem gæti gert Það ólöglegt. — Eiginmaður minn getur kannske sjálfur aðstoðað yður. — Við skulum vona það, sagði lögfræðingurinn og andvarpaði. 42. KAFLI Undir þunnu mjallarþaki virtist Bastillan dimmari og ógnþrungnari en fyrr. Angelique beið eftir Desgrez á litlu veitingahúsi skammt frá Bast- illunni. Desgrez hafði komið henni fyrir i þessari krá, þar sem hann virtist náinn kunningi kráareigandans og þá ekki síður dóttur hans. Frá sæti sínu við gluggann gat Angelique fylgzt með öllu, án þess að hún sæist. Hún sá hermennina, sem voru á verði umhverfis fangelsið, sá hvernig þeir blésu í kaun og stöppuðu niður fótunum umhverfis fall- byssurnar. Endrum og eins kölluðust þeir á og háar raddir þeirra berg- máluðu I frostloftinu. Að lokum sá hún lögfræðinginn koma í áttina að kránni, yfir vindu- brúna. Hjarta hennar sló örara af æsingi. Hún fann, að Desgrez var gg _ VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.