Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.10.1964, Qupperneq 43

Vikan - 08.10.1964, Qupperneq 43
var kominn úr skyrtunni og far- inn að löðra sig í framan. Hann sagði: „Ætlarðu að gera það, Hugo?“ „Já,“ sagði Hugo, steinhissa. „Auðvitað." „Þú ert heppinn. Þú hefur enn- þá aðstöðu til að vera hreinn og beinn.“ Hann leit niður fyrir sig, eins og til að sannfæra sig um að hann væri ekki sjálfur í þvílíkri aðstöðu. „H'éðan af verðurðu að gera það upp við þig á hverjum degi allt lífið.“ Hann horfðist í augu við Hugo í speglinum. Ég er tilfinninga- samur eins og hver annar gamall leikari, Hugo. Ég ætla að líta eftir þér eins vel og ég get. Þú ert nýfæddur í þennan heim og ósjálfbjarga eins og ungbarn. Má ég hjálpa þér?“ „Auðvitað,“ svaraði Hugo. Hann kenndi í brjósti um Samuel. Að tala um að vera hreinn og beinn í þessum nýjá heimi, það var að Hugos dómi alltof mikil léttúð gagnvart öllu raunsæi. Hann hugleiddi hvort Samuel hefði nokkurntíma leik- ið Pólóníus. Það var barið að dyrum. Samuel lét það ekki trufla sig í fræðslunni. „Spillingin er fljót- virkust allra sjúkdóma,“ sagði hann, ,og hræðilega sársauka- laus til að byrja með. Kom inn!“ Jasper kom inn. Hann tók utan um Hugo. „Jæja, vinurinn, hvert er svo endanlegt svar þitt?“ „Hann ætlar að gera það,“ sagði Samuel. „Og við hjálpum honum eins og við getum.“ Jasper tók lykil upp úr vasa sínum og hélt honum upp að aug- um Hugos. „Skúrinn," sagði hann. „Þetta er minn. Ég lána þér hann meðan á þessu stend- ur. Lily bíður þar eftir þér með ritvél og kaffi. Af stað vinurinn.“ „Og Chalmers?" spurði Sam- uel. „Það verður séð um hann. Það er búið að ganga frá þeirri hlið málsins. Ég talaði við Rappé. Það tókst að koma vitinu fyrir hann. Chalmers fær einn fjórða úr einu prósenti." Samuel hugsaði sig um andar- tak. „Það er sanngjarnt," sagði hann svo. „Hann kemur aldrei til með að vanta þak yfir höfuðið," sagði Jasper. Hugo lagði frá sér glasið og dró tjöldin frá glugganum. Nótt- in var að hefjast upp frá trján- um í garðinum. Samuel þurrk- aði sér um hendurnar; hann kom út úr baðherberginu og lagði handlegginn utan um Hugo. „Allt í lagi,“ sagði hann, „nú ert þú orðinn einn af okkur. Farðu nú að vinna. Láttu sjá hvað þú get- ur.“ „Ó, ég get það,“ sagði Hugo. „Ég veit að þú getur það,“ sagði Jasper, „ég veit að þú get- ur það.“ „Við sjáum til,“ sagði Samuel, en virtist þó ekki heldur vera í neinum vafa. Hann kannaðist við sjláfan sig í Hugo, gat kallað hann bróður sinn, þekkti hina villimannlegu þrá, sem Hugo var nú haldinn af er hann stóð við dyrnar, skylmingamaður, sem veit að ljónið er tannlaust og lúsugt og verður því yfirunnið með lítilsháttar leikni. Jasper fylgdi Hugo til „skúrs- ins“ og lauk upp útskornum, tvö- földum dyrunum. „Allt þetta mun ég gefa þér,“ sagði hann brosandi og horfði á Hugo virða fyrir sér hið íburðarmikla her- bergi, skreytt gömlum leikhús- minjum. Veggurinn fram að garðinum var að mestu úr gleri; Lily sat við borð. Jasper sagði: „Hérna gengur þér allt í haginn.“ Hugo heyrði ekki hvað hann sagði. Velkominn, sagði hann við sjálfan sig. Hann horfði út um gluggana á borgina, sem breiddi úr sér fyrir neðan; sviðsstjórinn hafði skilið við ljósin logandi, og í úðaregninu brunnu þau og flöktu líkt og hátíðablys, eins og í her- búðum. Jasper sagði: „Hér er lykill- inn, ég ætla að læsa ykkur inni.“ Hugo stakk lyklinum í vasa sinn. „Bless bless, krakkar,“ sagði Jasper. „Ég sé ykkur á morgun.“ Hugo settist í einn hinna frægu stóla er frægir arkitektar höfðu teiknað; hann var gerður úr stál- pípum og leðurreimum, dular- full smíði þótt einföld væri í dráttum. Þetta húsgagn minnti hann á kínverska gestaþraut, eða völundarhús. Sem snöggvast ef- aðist hann um, að hann gæti nokkurntíma staðið upp úr stóln- um. Gerir ekkert til, sagði hann við sjálfan sig, gerir ekkert til; hérna vil ég vera; að lokum er ég kominn. „Á ég að ná í drykk eða eitt- hvað annað?“ spurði Lily. „Ekkert núna, þakka þér,“ svaraði Hugo. Hann tók upp handritið með leikriti Chalmers og fletti upp á fyrstu síðu. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Við skulum þá byrja.“ ★ GÁFAÐIR OG GLEIÐ- BROSANDI Framhald af bls. 18. komið vísindamönnum á óvart með því, hve næmir þeir eru og fljótir að læra. Einn höfr- ungaþjálfa,rinn segir: Eftir aS hafa sýslað með höfrunga, finnst manni sjimpansar, hundar, hest- ar og fílar jafn vitlausar skepn- ur og mýs. Kímnigáfa höfrunganna virðist í góðu lagi, — enn eitt merkið um þroskaða vitsuni. Höfrung- arnir í dýragarði einum í Marine- land hafa t.d. það sér til skemmt- KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PÚÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIR. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA - FLJÓT AFGREIÐSLA. HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM. DÚN- 0 G FIÐURHREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740 Vinson - Vinson Nylonskyrtur Verið vel klæddir, gangið í VINSON, Auðveld í þvotti — engin strauning. VIKAN 41. tbl. — mtÍHHH!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.