Vikan - 12.11.1964, Page 4
imdallur
ER FELAG IINGA FOLKSINS
TflNG SNYRTIVÖRUR FYRIR KARLMENN
Rúllið á yður endurnærandi
TANG eftir rakstur og fyrir rafmagnsrakstur er í gerbreyttum,
nýjum „roll-on“ plastflöskum. Einnig TANG sápa fyrir karlwenn,
shampo, hárlcrem og talkum. Stórar og endihgargóðar umbúðir.
PRINCE OOURIELLI FRAMLEIVSLA
t
OPINBERT GISTIHÚS.
Vikan, Reykjavik.
Mig langar til að spyrja þig
einnar lögfræðilegrar spurning-
ar, Póstur minn, því mér virð-
ist þú vera um flest fróður —
eða kannske þú aflir þér upp-
lýsinga í hvert sinn.
Spurningin er svona: Ef mað-
ur hefur misst ökuréttindi um
tíma, vegna ölvunar við stýri,
en ekur samt bifreið og ert stað-
inn að verki — án þess að hafa
gert nokkuð af sér annað, og án
þess að hafa smakkað vín. Hvaða
hegningu má hann búast við?
Syndari.
-— — — Gistingu á tiltekinni
ríkisstofnun í ca. 10 daga ... og
það ekki einu sinni ókeypis ...
Já, það er rétt. Ég afla mér
bara upplýsinga í hvert sinn,
— og það gætir þú gert líka,
ef þú hefur síma, en í guðanna
bænum farðu ekki á bílnum.
UPP MEÐ HENDUR, GUNNAR!
Kæri Póstur!
Vertu nú svo góður að hjálpa
mér í vandræðum mínum. Þannig
er mál með vexti, að ég var
stödd í sjoppu á Eskifirði eftir
9-sýningu að kvöldi hinn 8.
september. Þar hitti ég strák,
sem ég hafði ekki séð áður og
veit engin deili á, nema að hann
er sjómaður, en er frá Reykja-
vík og heitir Gunnar. Það hafði
verið bræla í tvo til þrjá daga,
en bátarnir fóru að tínast út dag-
inn eftir. Ég hefði að öllum lík-
indum átt auðvelt með að kynn-
ast honum dálítið betur eða
áreiðanlega svo vel, að ég hefði
haft einhverja hugmynd um
hvar ég ætti að leita hann uppi.
En það er nú samt svo, að ein-
mitt þá stoppaði ég ekkert, sagði
aðeins „sé þig kannski fyrir
sunnan", og r’auk síðan út.
En nú er svo komið, að þessi
Gunnar er sífellt að brjótast um
í höfðinu á mér, satt að segja
hugsa ég ekki um annað. Hvað
get ég gert? Ég verð að hitta hann
aftur, en hvernig fer ég að því?
Ég vona, kæri póstur, að þú
getir hjálpað mér, ef til vill með
því að birta þetta bréf sem fyrst,
ef hann kynni að rekast á það.
Hann er frekar hár, grannur,
dökkhærður og með hrokkið
hár. Ég var klædd í síðbuxur og
peysu.
GUNNAR! Ef þú sérð þetta
bréf, þá skrifaðu til Vikunnar,
merkt „Maja“, og skrifaðu fljótt.
Maja.
—-------Ég veit eiginlega ekki,
kæra Maja, hvers vegna í ósköp-
unum þú skrifaSir okkur í þessu
tilfelli. Ekki vorum við staddir
í sjoppu á Eskifirði þann 8. sept-
ember og þaðan af síður þekkj-
um við nokkurn sjómann, sem
heitir Gunnar, sem er hár og með
hrokkið hár. Einfaldlega hefði
verið betra að snúa sér til út-
gerðarinnar, ef þú vissir nafnið
á bátnum, — annars væri reyn-
andi að fletta upp í íbúaskrám
Reykjavíkur og tína til alla þá
Gunnara, er væru sjómenn,
hringja síðan til þeirra og spyrja
hvort þeir hafi verið staddir í
sjoppu á Eskifirði áðurnefnt
kvöld.
LJÓSMYNDATÆKNl
Sæll Póstur góður!
Ég á sæmilega góða mynda-
vél með ljósmæli, en þar krepp-
ir skórinn að, ég kann nefnilega
mjög lítið með vélina að fara.
Getur þú sagt mér hvaða bæk-
ur hafa komið út á íslenzku um
Ijósmyndatækni? Hafið þið nú
ekki pínulítið pláss þarna í Vik-
unni fyrir smápistil um ljós-
myndun og getið þið ekki fengið
einhvern sérfróðan mann til að
skrifa einn slíkan þátt í hvert
blað í vetur.
Ég veit að það eru margir
fleiri en ég sem fá mislukkaðar
myndir vegna vankunnáttu, en
hafa ekki aðstöðu til að sækja
námskeið áhugaljósmyndara, eða
eru ekki haldin einhver slík í
Reykjavík?
Að lokum vil ég þakka ykkur
fyrir alla þá skemmtun sem ég
hefi af því að lesa Vikuna. Sér-
staklega vil ég þakka góða af-
greiðslu á blaðinu. Ég á heima
í sveit norður í landi og það
kemur varla fyrir að Vikan komi
ekki á fimmtudegi, geri önnur
dag- eða vikublöð betur.
Þökk fyrir,
Áskrifandi Vikunnar.
---------Þú ert alls ekki einn
um það, kunningi, að vera með
góða myndavél í höndunum en
kunna ekki með hana að fara
nema að takmörkuðu leyti. VIK-
AN var með ljósmyndaþátt fyrir
nokrum árum síðan, en það er
^ — VIKAN 46. tbl.