Vikan - 12.11.1964, Page 6
Framhaldssagan
22. hluti
eftir Serge og Anne Golon
Myndin verður sýnd í Austurbæjarbíói
— Ég er Rodogone egypzki. Ég ræð yfir fjögur þúsund
mönnum í París. Allar sjálfsölukonurnar gjalda mér skatt,
og sömuleiðis sigaunakonurnar, sem lesa framtíðina úr
höndum fólks. Yiltu verða ein af konunum mínum?
5. hluti
HIRÐ KRAFTAVERKANNA
51. KAFLI
Angelique horfði á andlit munksins Bécher gegnum gluggann. Þótt
bráðnandi snjórinn félli í dropatali af þaki hússins niður á axlir hennar,
stóð hún kyrr í myrkrinu, utan við krána „Græna girðingin".
Munkurinn sat yfir ölkollu og augnaráð hans var starandi. Angelique
sá hann mjög vel, þrátt fyrir þykkar gluggarúðurnar. Það var ekki
mjög mikill reykur i kránni. Munkarnir og skrifstofumennirnir, sem
tíðast komu í „Grænu girðinguna", voru ekki miklir reykingamenn. Þeir
komu þangað til að drekka, og þó öllu fremur til að stunda fjárhættu-
spil.
— Halló frænka, þú ættir ekki að vera úti á svona nóttu. Geturðu ekki
tekið þátt i gamninu?
Angelique sneri sér við til að sjá, hver ávarpaði hana á þennan hátt,
en sá engan. Allt i einu kom tunglið fram milli tveggja skýja, og í skímu
þess sá hún við fætur sér gildvaxinn dverg. Hann lyfti tveim fingrum
og krosslagði þá á sérstakan hátt. Hún minntist þess, hvernig Kouassi-
Ba hafði einu sinni krosslagt fingur fyrir hana og sagt, að þegar hann
gerði þetta, tækju vinir hans hann í sinn hóp.
Ósjálfrátt gerði hún eins. Breitt bros færðist um andlit dvergsins.
— Þú ert úr hópnum, þetta hélt ég. En ég get ekki komið þér fyrir
mig. Ert þú úr hópi Rodogone egypzka, Tannlausa Jean, Blájakkans eða
Hrafnsins?
Án þess að svara honum, sneri hún sér aftur við og tók á ný að stara
á Bécher gegnum gluggann. 1 einu stökki hoppaði dvergurinn upp á
gluggasylluna. Ljósið fyrir innan lýsti upp andlit hans, og hún sá að
hann var með óhreinan filthatt. Stórar, þykkvaxnar hendur, en fætur
hans í strigaskónum voru of smáir.
— Hver er náunginn, sem þú getur ekki haft augun af?
— Það er þessi, sem situr þarna í horninu.
— Heldurðu, að þessi rangeyga beinasleggja geti borgað þér mikið
fyrir ómakið?
Angelique dró djúpt andann. Allt í einu fann hún lífið ólga á ný i
æðum sínum. Að lokum vissi hún, hvað hún varð að gera.
— Þetta er maðurinn, sem ég verð að drepa, sagði hún.
Með snöggri hreyfingu strauk dvergurinn lipurri hendi um mitti
hennar.
— Þú ert ekki einu sinni með hníf. Hvernig ætlarðu að gera það?
1 fyrsta skipti horfði Angelique með athygli á litlu vansköpuðu ver-
una, sem hafði skotizt upp úr gangstéttinni eins og rotta; ein af þess-
um viðbjóðslegu verum, sem lögðu París undir sig um leið og það fór
að skyggja.
Klukkustundum saman hafði hún ráfað án markmiðs um borgina.
Hvaða hatursinnsæi, hvaða sjötta skilningarvit, hafði leitt hana að
„Grænu girðingunni", þar sem hún sá munkinn Bécher?
— Komdu með mér, Marquise, sagði dvergurinn allt í einu, um leið
og hann stökk niður á götuna. -—• Við skulum fara til Saints-Innocents.
Þú getur samið við félagana þar, hvernig bezt verður að drepa fórnar-
lambið.
Án þess að hika, fylgdi hún honum eftir. Dvergurinn gekk á undan
henni með vaggandi göngulagi.
— Ég heiti Barcarole, sagði hann eftir stundarkorn. — Finnst þér
það ekki fallegt nafn og hæfa mér vel? Hú! Hú!
Hann stökk glaðlega upp í loftið, fór heljarstökk og hnoðaði síðan
saman snjó og aur i kúlu og kastaði henni í nærliggjandi glugga.
— Komdu væna, hélt hann áfram og tók til fótanna. -— Annars drífa
þeir sig fram úr, þessir góðu borgarar sem við vorum að trufla, og
tæma næturgögn sín yfir höfuð okkar.
Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar glugganum var svift upp og
Angelique varð að stökkva til hliðar til þess að forðast steypibaðið, sem
hann hafði spáð.
Dvergurinn hafði horfið. Angelique gekk áfram. Það var Þungt að
ganga í aurnum. Föt hennar voru rök, en hún fann ekki kuldann. Lágt
blístur dró athygli hennar að göturæsi. Ot úr því kom dvergurinn, Bar-
carole.
— Fyrirgefðu að ég skyldi stinga þig af, Marquise, en ég fór til að
ná í vin minn, Janir Trjábotn.
Fyrir aftan hann kom önnur vera fram úr sorpræsinu. Þetta var ekki
dvergur, heldur fótalaus aumingi, líkami manns, sem sat í stórri tré-
skál. 1 höndunum hafði hann tvær eins konar árar, sem hann ýtti sér
áfram með.
Þessi nýja ófreskja grandskoðaði Angelique. Hann hafði dýrslegt
andlit, útatað i bólum og kýlum, en gisið hárið var vandlega greitt yfir
gljáandi skallann. Hann var aðeins í einni flik, blárri skikkju með gull-
brydduðum hnappagötum og borðum. Þessi flík leit út fyrir að hafa
átt betri daga. Upp úr skyrtunni stóð hár flibbi með hörðum hornum.
Hann starði lengi á ungu konuna. Ræskti sig svo og spýtti ögrandi á
hana. Hún starði á hann í undrun og skelfingu. Tók síðan handfylli sína
af snjó og þurrkaði af sér.
•—■ Allt í lagi, sagði krypplingurinn ánægður. — Hún kann að sýna
virðingu. Hún skilur við hvern hún er að tala.
— Tala! Hm! Það er kannske hægt að segja henni Það þannig, hróp-
aði Barcarole. Svo rak hann upp sinn dillandi hlátur. Hú! Hú! Er ég ekki
sniðugur?
— Réttu mér hattinn minn, sagði Trjábotn.
Hann setti á sig hattinn, filthatt með fallegri fjöður. Svo greip hann
um tréárarnar sínar og lagði af stað.
— Hvað vill hún? spurði hann eftir andartak.
— Einhvern, sem getur drepið fyrir hana óvin.
— Það er hægt að koma því í kring. 1 hvaða hópi er hún?
— Ég gat ekki komizt að því....
Smám saman, meðan þau gengu eftir götunum, slógust fleiri verur
í hópinn. Fyrst heyrði hún blístur úr dimmum skotum, neðan frá ár-
bökkunum eða innan úr görðunum. Svo komu betlararnir í Ijós. Síð-
skeggjaðir í víðum rifnum fötum, gamlar nornir, íklæddar rifnum lörfum,
sem þær bundu á sig með snærum og stórum talnaböndum. Blindir menn
og fatlaðir. Og hinir síðastnefndu héldu á hækjum sínum um öxl, til að
komast hraðar yfir. Krypplingar, sem ekki höfðu haft tíma til að taka
af sér kryppuna. Ósviknir ræflar og aumingjar blönduðust svo í þenn-
an hóp falsara.
Angelique átti erfitt með að skilja þjófahjal þeirra, sem byggðist upp
á ákveðnum orðatiltækjum. Við gatnamót ein kom hópur af vopnuðum
mönnum á móti þeim. Fyrst hélt hún að þetta væru hermenn, eða jafn-
vel löggæzlumenn, en sá fljótt að þetta voru aðeins dulbúnir glæpamenn.
Angelique sá, að hinir nýkomnu litu hana girndarauga, og leit um öxl
til að vita hverjir voru í kringum hana. Hún var umkringd af þessum lýð.
— Hrædd falleg mín? spurði einn glæpamannanna og tók utan um
hana.
Hún ýtti honum frá sér og sagði nei. Þegar hann lét sér ekki segjast,
sló hún hann í andlitið. Það varð nokkurt uppþot út af þessu, og Ange-
lique velti því fyrir sér, hvað gæti komið fyrir hana. En hún var ekki
hrædd. Hatrið, óbeitin og uppreisnarlöngunin, hafði svo lengi altekið
huga hennar, að það eina sem hana langaði til var að bíta, slá og klóra.
Henni fannst hún vera í fullkomnu samræmi við villidýrin, sem um-
kringdu hana.
Það var hinn furðulegi Trjábotn, sem loks kom á reglu á nýjan leik,
með sínum hræðilegu öskrum. Þessi afskræmdi maður hafði háa, hola
og ójarðneska rödd, og ósjálfrátt fór hrollur um þá, sem á hlýddu.
Ofsafengin orð hans eyddu deilunni. Angelique leit á glæpamanninn,
sem hafði orsakað hana og sá, að niður andlit hans runnu smáir blóð-
lækir. Hann hélt fyrir annað augað. Hinir hlógu.
— Ho, ho! Helvítis merin hefur látið þig hafa það óþvegið.
Angelique heyrði sjálfa sig hlæja líka, framandi og reiðilegum hlátri.
\_________________
g — VIKAN 46. tbl.