Vikan - 12.11.1964, Qupperneq 10
HEIMSÆKIR
UUFARl
ÞORÐARSON
AUGNLÆKNI
Það er ótrúlegt hvað tíminn getur
verið drjúgur þeim mönnum, sem
hafa áhuga á að nota hann vel.
Fæstir munu halda að starfandi
læknir í Reykjavík geti sinnt öðrum
verkefnum að ráði, en þegar ofan á
12 stunda vinnudag bætist
framkvæmdastjórn í íþróttafélagi,
störf í borgarstjórn, rannsókn á
fuglalífi sundiðkanir, badminton,
starf í Flugbjörgunarsveitinni,
sífellt nám, og skyldur
heimilisföður, þá fer maður sjálfur
að hugsa: Skyldi ég ekki geta
notað timann betur en ég geri... ?
Sú saga er sögð — auðvitað í
einskæru gríni — að þekktur knatt-
spyrnukappi hafi einu sinni komið
til augnlæknis hér í bænum, því
hann var farinn að sjá eitthvað
illa og hitti boltann ekki nema
stöku sinnum.
Augnlæknirinn sá strax hvað að
var, fór í verkfæraskápinn sinn og
náði í stóra og ógnvekjandi sprautu
með hvössum oddi og mundaði
hana í árásarstöðu beint fyrir fram-
an augun á skjálfandi kappanum.
„Jæja, kunningi, í hvaða knatt-
spyrnufélagi ertu, segirðu?"
„Eg er í KR," svaraði maðurinn
skjálfraddaður.
„Og ertu að hugsa um að vera
þar áfram?"
„Já . . ."
„Haaa?" spurði læknirinn aftur
og hreyfði sprautuna dálítið nær.
1 n — VIKAN 46. tbl.
„Ja . . . ég hef nú verið að hugsa
um að ganga í Val, undanfarið —
en ekkert orðið úr því ennþá."
„Þú ættir að láta verða af því,
held ég. Sem allra fyrst. Ekki
satt. . . ?"
„J . . . j . . . jú. Eg geri það strax
á eftir."
„Gott, vinur. Þá er þetta búið.
Þú mátt fara."
„En ætlarðu ekki að sprauta?"
„Ég er búinn. Þú tókst bara ekk-
ert eftir því, af því þú varst að
hugsa um allt annað."
Auðvitað er sagan tilbúningur
einn, eins og tekið var fram í upp-
hafi, en allir þeir sem eitthvað
þekkja til knattspyrnumála í
Reykjavík væru ekki í neinum vafa
um hver augnlæknirinn væri.
Áhugi Úlfars Þórðarsonar, lækn-
is, á knattspyrnumálum — sérstak-
lega knattspyrnumálum Vals — er
löngu orðinn kunnur, enda bera
hann margir saman við Erlend sál-
uga Pétursson, nema hvað Erlendur
var forfallinn K.R.-ingur.
„Þetta er eitthvað óeðlilegt með
hann Ulfar," sagði Erlendur einu
sinni í kaffisamsæti knattspyrnu-
manna. „Valsmaður úr Vesturbæn-
um . . . . I"
„Þú veizt að ég er ekki innfædd-
ur Vesturbæingur," svaraði Úlfar,
„en kom hingað líkt og trúboði til
villutrúarmanna."
„Ertu alveg hættur að sparka,
Úlfar?" spurði ég þar sem við sát-
um yfir tertukaffi heima hjá honum
fyrir skemmstu.
„Sparka? Ég hef aldrei verið
neitt f knattspyrnu," svaraði Úlfar
og brosti út undir eyru.
„Hvað ertu að segja . . . ? Varstu
ekki í fótbolta þegar þú varst ung-
ur?"
„Nei, ég hef aldrei verið í því
sjálfur — ekki fótþolta."
„Nú, en hvað . . . Þú varst for-
maður Vals og nú í framkvæmda-
nefnd, er það ekki?"
„Jú, en það er ekki vegna þess
hve góður ég hafi verið í knatt-
spyrnu, og þess vegna hef ég í
rauninni sjaldan orðið eins hissa
eins og þegar strákarnir komu til
mín og spurðu hvort ég vildi taka
að mér formannsstarfið. Það kom
algjörlega flatt upp á mig, enda
var ég hreint ekkert „inni í" fót-
bolta. Var að vísu í félaginu —
hafði keppt þar í drengjahlaupi —
en hqfði aldrei dottið í hug for-