Vikan - 12.11.1964, Qupperneq 11
\
■lliH
' '
,'i;i>:;>:::iS;;||f|'i
;:;::;:,V
O Börn Þórðar Úlfarssonar í heimsókn hjá afa og ömmu.
Stúlkan heitir Helga Elisabet, en bræðurnir Úlfar Ingi, Einar
Sveinn og Þórður Jón, (hann er ekki með á myndinni).
Q Það fer mikill tími í að fylgjast með nýjungum og framför-
um á sviði læknavísindanna, eins og raunar hjá öllum læknum.
:;:;Í :•* Í,'VÍ-'-iÍiii-* * '
Vv ' v' >■>.
: *
—»
Heimilisbítillinn, Sveinn Egill, slær á rafmagnsstrengina, og
foreldrarnir hlusta á .. .. O
fíiíSa-iW
-O Ulfar hefur flókin tæki til
i.ugnrannsókna á lækningastofu sinni,
en framfarir á þessu sviði hafa orðið
miklar á undanförnum árum, og nú
eru ennþá fullkomnari tæki til —
en þau eru dýr og varla á eins manns
færi að kaupa þau. Þess vegna þarf
að koma
% .
upp augnlækningadeild
vegum Háskólans, segir hann.
Badminton — og raunar allar líkams-
æfingar — er nauösynlegt til að við-
halda heilsunni og líkamsþrótti. Ljós-
tnyndarinn brá sér inn í íþróttahús
Vals og smellti af þcssari mynd ... i)
mannsstaða. Ég varð því að fá
vikufrest til að ákveða mig hvort
ég vildi taka að mér embættið, og
síðan tók það mig ein tvö ár að
komast almennilega inn í knatt-
spyrnumálin."
„Varstu lengi formaður?"
„I f|ögur ár. Það var oft mikill
kraftur í þeim málum þá. Menn
höfðu meiri frítíma, atvinna ekki
eins mikil og nú og auðveldara að
fá siálfboðaliða og áhugamenn til
að hjálpa sér. Viljinn til starfa er
auðvitað ekkert minni nú, en tíma-
skortur hjá flestum.
Við urðum einna fyrstir til að
koma upp grasvelli, og eigum nú
þrjá slíka. Við.höfum líka komið
upp íþróttahúsi og félagsheimili
síðan."
,,Þú varst líka mikið í sundi,
var það ekki, Úlfar?"
„Jú, satt er það. Ég var einn
af stofnendum Ægis, og keppti
í sundknattleikleiksflokknum á
Olympíuleikiunum ( Berlín 1936."
„Hvernig fór það?"
„O — svona og svona. Við stóð-
um okkur sæmilega, held ég, þótt
við kæmumst ekki í úrslit. En það
var eftirminnilegt við leikana fyr-
ir mig, að ég var rekinn úr leik
þegar við vorum að keppa við
Sviss. Eini (slendingurinn, sem
hefur hlotið þann vafasama heið-
ur."
„Hvernig í ósköpunum stóð á
því, Úlfar?"
„Ég man það nú ekki vel ( smá-
atriðum. En við áttum í erjum,
miðframvörður Sviss og ég, en
hann var gríðarstór og loðinn, og
lá svo nærri mér að líkast var að
ég væri í pels ofan í vatninu. Samt
var ég búinn að losa mig við
hann, þegar mér fannst hann
brjóta gróflega á mér, og hefi
siálfsagt tekið um of á móti. En
eftir að við vorum skildir, var mér
vísað frá leik en honum ekki, og
þótti mér það slæmt réttlæti þá.
Nú hefur tímans tönn lagað þá
augnabliks beiskju, og minningarn-
ar um leikina í Berlín eru með
því bezta, sem hugurinn geymir,
og þakklæti mitt til þeirra sem
sendu okkur er rfkt og sterkt, og
allir höfum við haldið vinfengi
okkar og sumir þessara félaga
minna eru enn í dag mínir nán-
ustu vinir og trúnaðarmenn og
vitja mín flestir þegar þess þarf.
Það er gott fyrir ungan mann að
reyna þol sitt og getu, en einna
mest um vert að efla keppnisþrótt-
inn, félagsandann og vináttuna,
sem myndast f keppni, iafnt milli
samherja sem andstæðinga."
„Og ertu iafn áhugasamur í
sundinu ennþá?"
„Ég er oft í þessu — svona að
gamni mínu — annað slagið."
„Ekkert keppt síðan?"
„Ekki f neinum stórleikium . . ."
Frú Unnur hafði verið upptekin
við að bera fyrir okkur kaffi og
kræsingar, en settist nú hjá okkur
við borðið með bandhnykil og
heklunálar.
„Hvernig er það annars, að vera
læknisfrú? Er það ekki dálftið erfitt
stundum, þegar enginn friður fæst
vegna símahringinga eða anna
eiginmannsins?"
„Ja — nú er víst bezt að passa
sig að segja ekki of mikið.
Nei, í alvöru talað, þá er þetta
Framhald á bls. 30.
VIKAN 46. tbl.
11