Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 12
ÞAÐ VAR EINKENNILEGT HVERNIG ÖRLÖGIN FLÉTTUÐU LÍF ÞEIRRA Æ SAMAN, RÉTT EINS OG ÞAU VÆRU SANDKORN í SAMA STUNDAGLASI. UVivian, samsinnti hann, — það er á nákvæmlega sama hátt, að vegir okkar mætast, eins og líf okkar renni gegnum sama stundaglas. Hann leit út um austurgluggana í íbúð Vivians, þá er sneru út að Central Park. Nóttin neistaði af Ijósum, sem urðu að demöntum handan árinnar, þar sem siglutoppar skipanna leit- uðu út til hafsins og heimsins. Vivian renndi sér úr örmum hans, gekk þvert yfir stofugólfið og settist virðulega í Empire-sófann. Bak við hana hékk kínverskt málverk með jöfnu og reglulegu rósamunstri. Hann settist á armbrík stóls á móti og leit á hana — með glaðlega brosdrætti kring- um brún augun. Það var einkennilegt hvernig örlögin flétt- uðu líf þeirra æ saman . . . Hún minntist Rafns Smith frá skólaárum sínum í Pennsylvania. — Hvernig hefurðu það í dag, Lady de Vere? hafði hann hróp- á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.