Vikan - 12.11.1964, Side 45
Varalitir — Naglalökk — Make-up
Avon
Einkaumboð:
J. P. Guðjónsson h.f.
Skúlagötu 26 - Box 1189 - Sími 11740
Já? Nei?
Þúsundir kvenna um heim allan nota
nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikn-
ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út
þá fáu daga í hverjum mánuði, sem
frjóvgun getur átt sér stað. Lækna-
visindi 56 landa ráðleggja C. D. IND-
ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt
hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk-
að sem við takmarkanir þeirra.
C. D. INDICATOR
Pósthólf 1238 — Reykjavík.
Sendið eftirfarandi afklippu ásamt
svarfrímerki til C. D. INDICATOR,
Þósthólf 1238, Rvík, og vér sendum
yður allar upplýsingar.
Nafn ..................................
Heimili
Kerim hristi höfuðið. — Þetta rugl-
ar mann í ríminu. Ég vona að það
eigi ekkert skylt við okkar mál.
— En var það nauðsynlegt, að
gera heimsókn mína svona opin-
bera? spurði Bond rólega. Ég er
síður en svo þess fýsandi, að koma
þér í nein vandræði. Hvers vegna
sendirðu Rollsinn á flugvöllinn? Þá
vita þeir að við stöndum saman.
Það var umburðarlyndi í hlátri
Kerims. — Vinur minn, ég verð að
skýra svolítið sem er bezt fyrir þig
að vita. Við, Rússarnir og Amerík-
anarnir eigum allir launaða menn
á hótelunum. Og við höfum allir
mútað einhverjum hjá leyniþjón-
ustunni í aðalstöðvunum, þannig
að við fáum afrit af listanum yfir
alla útlendinga, sem koma til Tyrk-
lands á hverjum degi, með flug-
vélum, skipum eða lestum. Hefði
ég fengið nokkra daga í viðbót,
hefði ég getað smyg'að þér inn
yfir grísku landamærin. En til
hvers? Vitneskjan um dvöl þína
hér er nauðsynleg, svo vinir okkar
geti haft samband við þig. Sam-
kvæmt skilyrðunum, sem hún setti,
ætlaði hún sjálf að sjá um fund
ykkar. Ef til vill treystir hún ekki
öryggi okkar. Hver veit? En hún
var alveg hörð á þessu og sagði,
eins og ég vissi það ekki, að henn-
ar menn myndu undir eins fá vitn-
eskju um komu þína. Kerim yppti
þreknum öxlum sínum. — Svo
hvers vegna að gera henni erfið-
ara fyrir? Eg hef aðeins áhuga á
því að gera hlutina sem allra auð-
veldasta og þægilegasta fyrir þig,
svo þú hafir að minnsta kosti gam-
an af dvölinni hér, jafnvel þótt
hún verði árangurslaus.
Bond hló. — Ég tek þetta allt
aftur, sem ég sagði. Ég gleymdi
því að við erum hér á Balkan-
skaga, og ég er undir þinni stjórn.
Þú segir mér hvað ég á að gera,
og ég gegni.
Kerim bandaði óþolinmóður frá
sér hendinni. — Og nú, úr því að
við erum að tala um þægindi.
Hvernig er hótelið? Ég er undrandi
yfir því að þú skyldir velja Palas.
Það er varla skárra en þessi ósið-
sömu hús sem — sem á frönsku
eru kölluð baisodrome og Rússarn-
ir eiga þar greiðan aðgang. En
það skiptir svo sem ekki miklu
máli.
— Það er alls ekki slæmt, og
mig langar alls ekki til að vera á
Hilton hóteli eða öðrum álíka fín-
um stað.
Framhald í næsta blaði.
Svo kinkaði hann kolli og hélt ákafur áfram:
— Þannig eru lög náttúrunnar. Það þarf heila til að ráða yfir þessum
hóp. Og heiiinn er það sem vantar, þegar maður hefur of mikið af fót-
um. Eða hvað heldur þú, Léttfótur?
Maðurinn, sem hann kallaði Léttfót, brosti. Hann sat á grafarbarmi
og hélt um brjóstið eins og hann fyndi til. Þetta var kornungur maður,
blíðlegur og heiðarlegur á svipinn. Hann sagði andstuttur:
— Það er rétt hjá þér, Barcarole. Það er betra að hafa gott höfuð
heldur en fætur. Því þegar fæturnir eru búnir að vera, er ekkert eftir.
Angelique horfði með undrun á fætur unga mannsins. Þeir voru lang-
ir og sinaberir.
Hann brosti dapurlega:
— Jú þeir eru á mér ennþá, en ég get varla hreyft þá. Ég var hlaup-
ari fyrir Monsieur de la Sabliére. Og svo einu sinni, þegar ég hafði
hlaupið næstum tuttugu mílur, lét hjartað undan og síðan get ég ekki
lengur gengið.
— Þú getur ekki lengur gengið, af þvi að þú hefur hlaupið of mikið,
hrópaði dvergurinn og fór heljarstökk. Ho, ho, ho!
—■ Haltu kjafti Barco, sagði urrandi rödd. — Þú ert leiðinlegur.
Sterkur hnefi greip i hálsmál dvergsins og sendi hann fljúgandi inn
í eina beinahrúguna.
—• Þessi vanskapaði kettlingur er skelfing leiðinlegur, finnst þér það
ekki, falleg mín?
Nýkomni maðurinn hallaði sér yfir Angelique. Umkringd svona mik-
illi vansköpun og skelfingu fann hún einkennilegan létti í hraustlegu út-
liti þess nýkomna. Hún sá andlit hans ekki mjög vel, því það var í skugg-
anum af barðastórum hatti hans. Hún gat sér þess hinsvegar til, að
hann hefði fallega andlitsdrætti, stór augu og vel gerðan munn. Hann
var í fullum æskublóma. Brún hönd hans hvildi á meðalkafla stutts
sverðs, sem hann bar við belti sér.
— Hverjum tilheyrir þú, glókolla? spurði hann mjúkmáll og fram-
burður hans bar daufan, erlendan hreim.
Hún svaraði ekki, og leit fyrirlitlega i aðra átt.
Á þrepi ræðustólsins fyrir framan Stóra Coesre og fiflið hafði ein-
hver sett koparkrúsina, sem barnið hafði áður notað fyrir trommu,
og meðlimir genserie gengu fram, einn eftir annan og köstuðu í krúsina
þeim skatti, sem prins þeirra ákvað.
Hver og einn var skattlagður eftir sínu sérfagi. Dvergurinn, sem
aftur var kominn til Angelique, sagði henni í lágum hljóðum stéttar-
skipun allra þessara betlara. Hann benti henni á riodés, sem voru sóma-
samlega klæddir og skömmustulegir á svipinn, þegar þeir réttu fram
Pils, ensk og íslenzk — Fjöl-
breytt snið og efni. — Peysui
og peysujakkar. Jersey peysur
og skozk peysusett.
Póstsendum.
þingholtsstræti 3 simi 11987
VIKAN 46. tbl. —